Stjarnan - 01.06.1919, Síða 5

Stjarnan - 01.06.1919, Síða 5
STJARNAN. 37 |ipl Drambsemi leiðir til niðurlægingar Vegna þess að hann vannelvti að viðurkenna himnanna Guð og vegna þess að liann vegsamaði sjálfan sig og talaði hin clrembilegu orð: “Br þetta ekki sú hin mikla Babel, sem eg hefi reist að konungssetri með veldisr.tyrk' mínum og tign minni til frægðar ? ’ ’ var Nebúkadnezar “útrekinn úr manna- félagi og át gras eins og uxar, og lík- ami lians vöknaði af dögg himinsins og um síðir óx hár hans sem arnarfjaðrir og- neglur hans sem fuglaklær. ’ ’ Dan. 4. 30, 33. Einu ári á undan þessum viðburði hafði Guð aðvarað Nebúkadnezar geg- num undraverðan draum, í þessum draumi sá hann tré nokkurt stóð á jörðinni og var geysihátt. Tréð var mikið og sterkt, og svo hátt að upp tók til hirnins og mátti sjá það alla vegu frá endimörkum jarðarinnar. Limar þess voru fagrar og ávöxturinn mikill, og fæðsla handa öllum var á því ; skógardýrin lágu í forsælu undir því, fuglar himins bjuggu á greinum þess og allar skepnur nærðust af því. ” 10-12. versin. Viðvíkjandi þessu tré kallaði hinn himneski vörður hárri röddu: “Ilöggvið upp tréð, sníðið af greinarnar, slítið af því iimarnar og dreifið ávöxtunum víðsvegar, svo að dýrin flýi burt undan því og fuglarnir af greinum þess. Samt skuluð þér láta stofninn með rótum sínum vera kyrran eftir í jörðinni, bundinn járn- og eir fjötrum, í grænu graslendi;, hann skal vökna af dögg himinsins og taka hlut með dýrunum í grösum jarðarinnar. Hjarta hans skal umbreytast, svo að í honum skal ekki mannshjarta vera; heldur skal honum dýrshjarta fengið verða, og sjö tíðir (ár) skulu yfir hann . líða. ” 14-16 versin. Alt þetta var framkvæmt “til þess að hinir lifandi viðurkenni, að hinn hæsti ræður yfir konungdómi mann- anna og' gefur hann hverjum sem hann vill, og að hann getur upphafið hinn lít- ilmótlegasta meðal mannanná til kon- ungdóms.” 17 vers. pegar Daniel var kallaður inn til að útþýða drauminn, sagði hann konung- inum að hann myndi útrekinn verða úr mánnfélaginu, að bústaður hans myndi verða meðal dýranna og' að hann myndi eta gras eins og uxar í sjö ár. 25 vers. Hefði hann aðeins hlustað á Daniel, myndi liann aldrei hafa gengið í gegn- um þessa reynslu; því að Daniel ráð- iágði honum: “Lát þér því, konungur,

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.