Stjarnan - 01.06.1919, Side 6

Stjarnan - 01.06.1919, Side 6
38 STJARNAN. geðjast í'áð mitt: losa þig af syndum þínum með réttlætis verkum og af mis- gjörðum þínum með líknsemi við aum- ingja, ef vera mætti, að hamingja þín yrði við það langæðari.” 27. vers. Maður getur ekki annað en kent í brjósti um Nebúkadnezar, sem þannig var rekinn út, sviftur skynseminni og varð að dvelja sjö ár meðal dýranna og eta gras eins og uxar. En alt þetta bar við til þess að kunngjöra mikinn sannleika, sem menn hafa að miklu leyti mist sjónar af, sannleika, sem fáir skiija. Löngu áður en Nebúkadnezar hafði þessa reynslu voru þessi orð rit- uð: “Maðurinn í vegsemd, en hygg- indalaus, verður jafn skepnunum, sem farast. ” Sálm 49: 21. Nebúkadnezar var í vegsemd. Hann var upphafinn til hinnar hæstu stöðu, sem hægt er að ná meðal mannanna. Hann var einvaldur konungur hins mikla veraldarríkis. En hann var “hyggindalaus.” Hann hafði aldrei skilið þann saniileika, að Guð skapaði manninn í æðri tilgangi en skepnur merkurinnar. Maðurinn hefir eitt- hvað, sem skepnurnar hafa ekki. 1 sköpuninni var honum gefinn andi, sem tók langt fram anda dýranna. L'm betta talar Joi) þannig:“það er andinn í manni»'iim, og audblástur hins almáttuga sem gjörir þá vitra. Job.3,8. Látum oss athuga hvað er innifalið í þeim viturleik og skynsemi, sem Drot- tinn hefir gefið mönnnum. Sálmaskáld- ið hebrezka bað: “ Veit mér skyn að eg megi. halda lögmál þitt og varðveita það af öilu hjarta.’ “Veit mér skyn að eg megi læra boð þín. ’ Sálm.119: 34.73. Að læra boðorð Guðs. er að læra og skynja hans vegu. Háleitara við- fangsefni er ekki mögulegt að veita manninum. í þeim skilningi er maður- inn meiri en dýrin. Að kynnast Guði, að fylgja honum í hugsunum hans, að vita dálítið um hin undraverðu áhrif hans volduga kraftar, að leggja stund á að kynnast verk Drottins-—þetta eru þau forréttindi, sem veitt eru mannin- um. Og jafnvel núna í voru fallna ástandi er það að skilja afstöðu vora gagnvart meðbræðrum vorum, og þau forrétt- indi, sem vér njótum, eitthvað af þeim skilningi er hinn almáttki hefir veitt oss. Að öðlast skilning var löngun Saló- mons. þegar Guð spurði hann hvað hann þráði eftir að hann var orðinn konungur Israels, svaraði hann: ‘ ‘ Gef því þjóni þínum gaumgefið hjarta til að stjórna þjóð þinni og til að greina gott frá illu; því að hver gæti annars stjórnað þessari fjölmennu þjóð þinni” 1 Kong. 3:9. Vegna þessarar bænar gaf Guð Salómon “hyggið og skynugt hjarta,” svo að enginn konungur hafði verið jafningi hans fyrir hann og eng- inn mundi verða það eftir hann. 12 vers Nú, ef vér vanrækjum að sjá og við- urkenna Guð í verkum hans og leita hans til að öðlast skyn til þess að halda boðorð hans, þá er oss eigi betur farið en Nebúkadnezar var, og munu endalok vor verða hin sömu og dýranna. Vér munum þá ekki öðlast ódauðleika, held- ur munum vér líða undir lok og ganga niður í eilífa gleymsku. Látum oss þess vegna leita Drottins til að öðlast þann skilning, sem mun gjöra oss færa um að brjóta af oss fjöt - ur syndarinnar fyrir afl réttlætisins, svo að vér megum vegsama hann: “Náð lét hann oss í té í hinum elskaða, en í honum eigum vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrirgefning afbrotanna. ” Ef. 1: 6, 7. C. H. K.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.