Stjarnan - 01.06.1919, Síða 10
42
STJARNAN.
endur hans lífið með gleði. Boðskapur
þeirra er ritaður í þessari bók. Post-
ularnir vísa til spámannanna, og spá-
mennirnir vísa til sálmanna og lögmáls-
ins, sem gefið var frá fjallatindum
Sinais. þa.nnig förum vér til baka í
tímann, bók úr bók, þangað til að vér
komum til hinnar fyrstu Mósebókar sem
ekki vísar til neinnar annarar bókar, og
skiljum vér þá að í þessari bók erum
vér komnir að uppsprettunni.
Sagan um lynghænsnin
Yér verðum að skoða efnið frá öllum
hliðum og þá sérstaklega frá þeirri hlið
sem mótbárurnar koma. Menn elska
mótmælin og svo segja þeir að það séu
erfiðleikar, fjarstæði, villur og ósam-
ræmi í biblíunni. })ér hafið allir heyrt
þess konar staðhæfingar. Einu sinni
kom uppgjafa prestur til mín og sagði
að biblían gæti ómögulega verið sönn,
því í henni var sagan, sem Móses ritaði
um iynghænsnin. Israel langaði í kjöt
svo Drottinn sendi þeim Lynghæsni til
að borða og féllu þau yfir herbúðirnar
svo sem dagleið í allar áttir og þau lágu
á jörðinni tvær álnir á hæð. Og' mað-
urinn hafði í eigu sinni vantrúarblað,
sem prentað var í Boston, þar sem reikn
að var út að þegar lyngliæsnunum væri
skift meðal fólksins, myndi hver maður
fá 2,888,643 busheh Og að hver aum-
ingja Israelíti yrði að borða 69,620
busliel af lynghæsnum hverja máltíð í
heilan mánuð, og þess vegna var biblían
ekki sönn.
þetta er þá kjötfæðan sem gjörir
þessa menn svo vitra. Eg sagði við
þennan mann, að biblían segði ekki
neitt þess konar. Hann sagði að hún
gjörði, svo eg bað liann að finna stað-
inn og lesa. Og þegar þíi biður vantrú-
armann að finna ritningargrein er hann
vanalega í vandræðum. Hann gat ó-
mögulega fundið staðinn, svo eg tók
biblíuna og sýndi honum 4. Mós. 11. kap
og þar, í staðinn fyrir að finna fuglana
hrannaða eins og eldivið, tvær álnir á
hæð á jörðinni, er sagt, að Drottinn
flutti fuglana frá sjónum og varp þeim
yfir herbúðirnar “um tvær álnir 'frá
jörðu. ” það er að segja, í staðinn
fyrir að láta þá flúga svo hátt að eng-
inn gat náð til þeirra, lét hann þá
flúga aðeins tvær álnir frá jörðinni,
svo að allir gátu veitt þá. En þessi
vantrúarmaður hafði hlaðið fuglunum
í eina hrúgu tvær álnir á hæð á svæði,
sim náði yfir 40 enskar ferhyrnings-
mílur. Eins og eg skyldi segja frá að
eg sæi hóp af grágæsum flúgja eins hátt
og kirkjuturn og svo einhver annar
staðhæfa að þær væru þjappaðar saman
100 fet á hæð á jörðinni. þetta er sýn-
ishorn röksemdaleiðslu vantrúarmann-
anna þegar þeir reyna að sýna fram á
að biblían sé ekki ábyggileg.
Fyrirsagnir biblíunnar sannar
1 fyrirsögnum ritningarinnar sjáum
vér alvitran Guð, sem getur horft inn í
framtíðina og kunngjört hið ókomna.
Vér getum það ekki. þú getur ekki
sagt hvað mun bera við næstu viku eða
næsta ár. “Andarnir” geta ekki sagt
hver mun verða næsti forsetinn í Banda
ríkjunum eða næsti ráðlierra Islands.
þeir geta sagt mikið um hinn liðna
tíma. þeir geta sagt þér hvað amma
þín hét, hvað skrifað stendur á legsteini
hennar, og segja þér ættartölu þína.
þeir geta talað með mikilli nákvæmi um
hið liðna, því djöfullinn þekkir fortíð-
ina, en þeir kunna ekki að kunngjöra
hið ókomna. Eg heyrði einu sinni anda-
trúarmiðil segja fyrir hvenær hún
mundi deyja. Hún dó líka eftir fá-