Stjarnan - 01.06.1919, Síða 13

Stjarnan - 01.06.1919, Síða 13
STJABNAN. 45 logi og blessunin hvíli yfir heimilinu. Hann getur sagt þér alt þetta og full- vissað þig um, að bók bókanna kom þessari breytingu til vegar. pessi bók gjörir þesskonar krafta- ve'rk á hverjum degi. Ef þú skyldir hafa einhverja aðra bók, sem geti gjört annað eins, þá komdu með hana. petta eru nauðsynjaverk. Svo ef þú skyldir hafa einhverja aðra bók sem getur kom- ið annari eins breytingu til vegar í mannssálinni, þá geyrndu hana ekki á hyllunni, heldur sendu liana út mann- kyninu til blessunar. Meðan vér erum að bíða eftir þér, ætlum vér að nota þessa bók—af því að vér vitum að hún getur framkvæmt þetta — þangað til að vér fáum einhverja aðra bók, sem verði betri. pað sem vér þurfum á að halda, er bókin sjálf. Hún er sinn eiginn bezti vottur og verndari. Kristnir menn reyna stundum að verja Guðs orð, en það er alveg eins og þegar fimm eða sex loðhundar reyna að verja ljón í búri sínu. pað væri miklu betra að opna hurðhia og láta ljónið út og mun það reynast sjálfs síns bezti verndari. pað bezta sem vér getum gjört, er að taka Guðs orð fram og láta andans sv<u'ð reyna sína eigin egg og sýna hvernig það þrengir sér milli sálar og anda, liða- móta og mergjar. Guðdómlegt samræmi. Biblían kunngjörir endalokin frá öndverðu. Hún er ekki einungis landabréfið, sem vísar hinum ferðaliina pílagrími til hinnar eilífu hvíldar, held- ur er hún skýrsla um áform og tilgang hins eilífa Guðs viðvíkjandi þessum heiini, sem hann hefir skapað. Biblían lýsir liinu eilífa áformi Guðs, eins cg það kemur í ljós í lífi og breytni Krists. Og ef einhver vill gjöra svo vel að les'a liina þrjá fyrstu kapítula í byrjun ritn- ingariniiar og hina þrjá seinustu í Op- inberunnarbókinni, mun hann verða snortinn af þ'ví samræmi, sem hann þar verður var við. I byrjun biblíuiinar finnum vér nýjan heim: “1 upphafi skapaði Guð himin og jörð.” Hún eiidar með að lýsa liinum endurskapaða heimi: “ Og eg sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð var horfin.” í byrjuninni sjáum vér Satan koma í þennan heim til að eyðileggja og afvegaleiða, en þeg- ar vér komum að endalokum ritningar- innar, sjáum vér að Satan verður útrek- inn, “svo að liann leiði ekki framar þjóðirnar afvega.” I upphafi kemur synd, kvöl, sorg, vein og dauði inn í heiminn, að lokum mun hvorki liarmur, vein, kvöl né dauði vera framar til. I öndverðu var jörðin, vegna óhlýðni mannsins, bölvuð með þyrnum og þistl- um; en að lokum “mun engin bölvun framar vera til, óg hásæti Guðs og lambsins mun í henni vera. ’ ’ í upphafi sjáum vér lífsins tré í Paradís, en til þess að maðurinn tæki ekki af ávöxtiv þess og lifði að eilífu í sínu synduga á- standi, var hann rekinn í burtu frá því með loga hins brugðna sverðs; en að lokum finnum vér lífsins tré “í Paradís Guðs” og hina sælu blóðþvegnu þjóna Guðs hafa aðganga að lífsins tré og “ganga um hliðin inn í borgina.” I upphafi var maðurinn vegna yfirtroðslu sinnar seldur á vald dauðans og graf- arinnar, en að lokum sjáum vér hina “dauðu, stóra og smáa, standa frammi fyrir hásætinu. ” Ilafið skilar sínum dauðu og dauðanum og helju verður kastað í eldsdíkið. í upphafi tapaði hinn fyrri Adam herra-dæminu yfir jörðinni og var rekinn út úr aldingarð-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.