Stjarnan - 01.06.1919, Qupperneq 15

Stjarnan - 01.06.1919, Qupperneq 15
STJARNAN. 47 Margt gott í vændum Ef vér aðeins vildum horfa inn í framtíðina gegnum hinn áreiðanlega kíkir, sem oss hefir verið litvegaður, mundum vér sjá þá hluti, er mundu færa iir vegi alla vafninga og fylla oss gleði nóga til að reka á flótta angist og sorg. Vafalaust stöndum vér nú þar sem hið allra besta er í vændum fyrir þá, sem vita hvar þeir eiga að ná í það. Hin opna bók Guðs sýnir oss hinn mesta fjölda hinna glæsilegustu fyrirheita, spádóma og’ regia. Já, hún sýnir oss frelsara, sem hefir vald- til að frelsa menn úr öllum vandræðum og úr hverri yfirvofandi hættu; og, sem, eftir að hafa frelsað oss frá spillingu þessarar aldar, hefir vald til að veita oss eilíft líf og fögnuð hins komandi heims, sem aldrei mun til grunna ganga. Heimurinn þjáist vegna syndarinnar. Hann þjáist vegna þess að syndin hefir komið mönnum þessarar aldar til að fremja hin verstu hryðjuverk, er sögur fara af, og hina hryllilegustu g’læpi, er jafnvel skrælingjar mundu hika sér við að drýgja. Og alsherjar meðalið fyrir þetta böl er að mannkynið meðtekur frelsarann. þannig talar postulinii: “pað orð er satt og í alla staði þess vert að við því sé tekið, að Ivristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn.” 1. Tim. 1: 15. Ilann er frelsarinn, sem gefinn er mannkyninu — gefinn vegna þeirrar miklu elsku, sem himininn sýndi oss. “pví að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. ”—Jóh. 3: 16. Guð elskaði og Guð gaf. “Svo elsk- aði Guð, ” að hann gaf liina ágætustu gjöf, sem himininn átti, og hinn mesta auð, er hann hafði að geyma. Tilgang- ur hans í að gefa soninn var þessi: “ Að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. ” Og með útrétt- ar hendur stendur þessi frelsari mann- kynsins og býður öllum: “‘Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að eg' er hógvær og af hjarta litil- látur, og þá skuluð þér finna sálum yð- ai' hvíld; því að mitt olc er inndælt og byrði mín létt. ” Matt. 11: 28-30. Erum vér niðurbeygðir og harm- þrungnir á þessum alvörutímum þegar vér sjáum allar þær f'lækjur, sem eru afleiðingar af hinu sorglega ástandi í heiniinum; þegar vér finnum til örvænt- ingarinnar, sem reynir að smeygja sér inri í hjartað og' vitum ekki í hvaða átt véi' eigum að flýja til þess að öðlast hjálp, þá getum vér heyrt rödd meistar- ans, sem býður oss að koma til hans og öðlast hvíld. Hann iangar til að svifta oss öllum erfiðleikum og gjöra framtíð- ina bjarta og' dýrðlega fyrir oss.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.