Stjarnan - 01.06.1919, Side 21
STJARNAN.
53
lækning til heilsubóta geti átt sér stað.
Hi’æðsla el ur sjúkdóma. Job sagði:
“Hver sú skelfing, sem eg óttaðist, er
yfir mig komih.” pegar einhver
skepna hefir liðagigt, er hún ekki hug-
sjúk yfir því. Hún legst fyrir í sólunni
og fær vanalega góðan bata. pegar
maðurinn fær kvöl í hinum minstu liða-
mótum fer hann undireins að hugsa til
þess tíma þegar kvalirnar fari að gjöra
vart við sig í öðrum liðamótum og ef
til vill að lokum öll liðamót stirðni og
hann verði fatlaður maður. Óttinn
eyðileggur heilsu hans og hefir það í för
með sér að veikin fer versnandi í lík-
ama hans. Hræðslan á drjúgan þátt í að
koma því til vegar, sem maðurinn ótt-
ast. það liefir oft komið fyrir þegar
farsóttir hafa geysað um lög og láð að
margir hafa tekið veikina og dáið úr
henni sem hefðu getað lifað hefði það
ekki verið fyrir óttann, sem þeir báru í
brjósti. Hræðslunnar vegna tóku þeir
veikina og dóu af því að þeir væntu
þess.
pegar eg ferðaðist um Nýja-Sjáland
lieimsótti eg yfirlækninn meðal hinna
innfæddu Maóris. Hann sagði mér frá
starfi hinna innfæddu lækna meðal
þessa fólks. Hann sagði að fólkið
hefði ótakmarkaða tiltrú til þeirrar til-
sagnar, sem þessir innfæddu læknar
veittu því. þegar þeir sögðu sjúklingi að
hann myndi deyja á ákveðnum deigi,
bjó sjúklingurinn sig undir dauðan. og
í mörgurn tilfellum kom það fyrir að
dauðan bar að dyrum á þeirri stundu,
sem tiltekin hafði verið.
pegar Davíð konúngur var veikur
sagði hanil: “Ég mun ekki deyja heldur
lifa. ”
pað er einginn vafi á því að þcssi
hans eiginn ákvörðun hefir hjálpað ho-
num til að ná heilsunni aftur.
Fyrir nokkru las ég um únga konu
á Englandi, sem af vangá tók rangt
lyfjaglas, hvers innihald hún ímyndaði
sér væri blásýra. Hún hafði dállitla
þekkingu á hinu skaðnæma eðli þessa
meðals og þau veikindamerki sem
hún átti von á, komu í ijós.
Að lokum dó hún. Eftir dauða hen-
nar uppgötvuðu þeir að glasið hafði
verið ranglega merkt og að meðalið
var að öllu leyti meinlaust.
Eg man eftir að eg einusinni hafði
sjúkling, sem þjáðist af svefnleysi.
Hann var svo ákveðinn í því að nota
eitthvert svefnlyf að öll hjúkrun iiafði
litil eða eingin áhrif á hann.
Af því að ég óttaðist að maðurinn
myndi verða brjálaður, sagði ég við
hann: “Ég ætla nú að hiia þér til lyf,
sem ég er viss um mun hjálpa þér. ”
Eg gekk inn í lyfjastofuna og bland-
aði sírópi við salt og' bauð hjúkrunar-
konunni að gefa honum þetta. Hánn tók
þann skamt sem honum var gefinn, fór
svo að hátta og svaf hér um bil alla
nóttina.
Samvizka mín ákærði mig fyrir að
hafa notað þessa blekkingu, svo eg skip-
aði að eyðileggja glasið. pegar hann
komst eftir livað gjört hafði verið,
kom-hann til mín og sagði: “Læknir, eg
liefi tekið margskonar svefnlyf, en
þetta var hið bezta, sern eg nokkurn
tíma hefi fengið. ”
Og hann grátbændi mig um að ég
vildi láta hann taka það framvegi's. Ég
sag'ði honum hvað hið ímyndaða meðal
hefði verið og hvernig eg liefði dregið
hann á tálar og gjörði þar næst árang-
urslausa tilraun til að skýra fyrir hon-
um að lasleiki hans var að mestu leyti
ímyndun. .
pannig getur trúin á villur komið
einhverju til vegar. Ef vér gefum