Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 7
STJARNAN þeim virðist um Krist. “ Allt g-jörði liann dásamlega, því heymarlausum gefur hann heym og mállausum mál,” segja þeir. Sál frá Tarsús En nú verðum vér að kalla annað vitni inn. Látum oss hlusta á ofsóknar manninn Sál, sem einu sinni var einn af hinum verstu óvinum Krists. 1 því að hann er önnum kafinn í að blása ógn- um og manndrápi gegn lærisveinum Krists, mætir hann honum: “Sál, Sál, því ofsækir þú mig?” segir Kristur. Hann hefði getað bætt við: “Hvað hefi eg gert þér á hluta? Hefi eg gjört þér nokkurt mein? Kom cg ekki til þess að blessa þig? Hvers vegna breyt- ir þú þannig við mig Sál?” Og Sál spyr: “Herra hver ert þú?” “Egem Jesús frá Nazaret, sem þú ofsækir.” pér sjáið að hann fyrirvarð sig ekki fyrir nafn sitt eftir að hann hafði ver- ið á himnum. “Eg em Jesús frá Naz- aret” Hvaða breyting kom ekki yfir Sál eftir þetta eina samtal við Krist. Fáum árum seinna heyrum vér hann segja: “Jesús Kristur, Drottinn minn, fyrir hvers sakir eg hefi mist allt, og eg met það ekki meir en sorp, svo eg ávinni Krisit.” Hvaða dýrðlegur vitnisburður um frelsarann! Englamir Eg ætla að fara ennþá lengra. Eg ætla að víkja frá jörðinni yfir í annan heim. Nú skulum vér kálla á englana. til að vita hvað þeim virðist um Krist peir sáu hann í skauti föðursins áður en heimurinn var. Á undan sköpun heims ins, áður en morgunstjörnurnar sungu gleðisöngva var Kristur til. peir sáu hann yfirgefa hásæti sitt á himnum og koma hingað itil að fæðast í jötunni. Hvaða sýn var ekld þetta fyrir þá að horfa upp á! Spyrjið þessar himnesku verur hvað þeim virðist um hann. Einu sinni er þeim leyft að tala. Einu sinni er kyrð himinsins slitin. Hlustið á söng þeirra fyrir utan Betlehem: “Eg flyt yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllu fólki; því í dag er yður frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur, í borg Davíðs. “Hann yfirgefur hásæti him- insins til að frelsa heiminn. Er það furða 'þó að englarnir töluðu vel um hann ? Guð Faðir. En vér höfum einn vott enn, seln er öllum æðri. Sumir hugsa að Guð í gamlatestamentinu sé Kristur í hinu nýja. En þegar Jesús steig upp úr vatn- inu eftir að hann var skírður af Jó- hannesi í Jórdan, kom rödd frá himnum Faðirinn talaði. pað var vitnisburður hans um Krist: “pú ert sonur minn elskulegur, á þér hefi eg velþóknun. ” Já, Faðirinn hugsar vel uia Soninn. Og ef Guð hefir velþóknun á honum, hvað ættum vér þá að hafa? Ef syndarinn og Guð bafa báðir velþóknun á Kristi, þá -getur Guð. og syndarinn mættst. Á því augnabliki sem þér segið eins og Faðirinn sagði: “Eg hefi velþóknun á honum,” og takið á móti honum, eruð þér vígðir Guði. Ætlið þér ekki að taka gildan hans vitnisburð? Ætlið þér ekki að trúa þessum votti, hinum seinasta þeirra allra, sjálfum Drottni alsherjar, konungi konunganna? Einu sinni enn endurtekur han þeitta, svo að allir geta vitað það. pegar Jesús var ummydiaður hrópar hann aftur: “pessi er minn elskulegi Sonur, sem eg hefi velþóknun á, hlýðið þér honum! ” Og bergmál þessarar raddar ómaði um alla Palestínu, um alla jörðina frá hafi til hafs. Já, sú rödd ómar enn: IJlýðið þér honuin! Illýðið þér honum ! Takið á móti honum í dag Yinir mínir ætlið þér að hlýða Kristi

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.