Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 16
Hann gaf Drottni fimm cents í gær bar hann fagra rós í kraga horni á frakka sínum. En þegar saniskotið var tekið í kirkjunni í dag gaf hann Drottni fimm cents Hann hafði marga dollara seðla, ýmsa smápeninga, eftil vill dollars virði, ,en hann leitaði vel og lengi og þegar hann svo fann þetta aum- ingja litla fimm-cent-a-stykki lagði hann það í samskotið til að styðja hina stríðandi kirkju í bairáttu hennar móti spillingu heimsins, holdsviljanum og djöflinum. Silkihattur hans var undir sæ-t- inu, sem hann sat á og göngustaf- ur hans og hanzkar lágu við hlið- ina af honum og fimm-centa-stykk ið var í samskotinu — heilt fimm- centa-stykki! f gær eftir miðdag mætti hann einum kunningja sinna og í félagi höfðu þeir fáeinar hressingar. Á reikningnum, sem drengurinn færði honum, stóð stimpiað $0.35. Hann tók dollarseðil, sem hann gaf piltinum til að borga fyrir hressingamar; og þegar drengur- inn færði honum afganginn gaf hann honum fimm cents — fimm cents handa Drottni og fimm eents handa veitingaþjóninum. Og þessi sami maður lét fægja skóna sína þennan sama eftir mið- dag og borgaði án möglunar tíu cents fyrir verkið. Hann lét einn- ig raka sig og það var honum jafn kært að börga rakaranum fimtán cents. Hann tók með sér heim handa konu sinni sælgæti, sem kostaði fjörutíu cents og kringum umbúðirnar var fagurt marglitað band. Já, hann gaf einnig Drottni fimm cents! Hver er Drottinn ? Hver er hann? Jú, maðurinn tilbiður hann sem skapara alheimsins, sem þann, er leiðir stjörnumar út eftir þeirra brautum og samkvæmt hvers óum- breytanlegu lögmáli himnarnir standa. Já, þetta gjörði einnig þessi rnaður og hann gaf fimm oents rtil þess að styðja hina stríð- andi kirkju. Hver er hin stríðandi kirkja? Hin stríðandi kirkja er kirkjan, sem í orðum og verkum sýnir sig- urför Guðs safnaðar á jörðinni. pcssi maður vissi að hann var aðeins ögn í alheiminum og að hinn Almáttugi er óendanlegur og þar eð hann vissi þetta stakk hann hendinni í vasann, fann fimm- centa-stykkið og gaf Drotni það. En náðugur og miskunsamur er Drottinn, “því að hann þekkir eðli vort” svo hann rotaði ekki mann- inn strax fyrir sakir nízku hans, heldur gefur hann lionum í dag hans daglega brauð. En fimm-centa-stykkið skamm- aðist sín ef maðurinn gjörði það ekki. pað faldi sig undir tuttugu og fim.m centa stykki sem fátæk þvottakona gaf.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.