Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 11
STJARNAN 11 mikið, eins og má ímynda sér af kvört- un sonarins. 'Eints og hver sönn móðir á að gjöra, hafði hún með viturleik haldið syni sínum í skefjum og hafði krafist þess að ákvarðanir hennar væi-u virtar. En hún hafði verið mjög fáorð sérstaklega upp á síðkastið eftir að Haraldur var orðinn nógu gamall til að bera ábyrgð á því, sem hann nú tók sig fyrir að gjöra. þegar faðirinn dó var Haraldur átta ára. Frá fæðingunni hafði hann ver- ið Guði helgaður. það var æðsta ósk bæði föður og móður hans, að hann fengi mentun til að boða fagnaðar-er- indið og vígja líf sitt til að kunngjöra hinn glaða boðskap um hann, sem dó til að frelsa menn frá synd og sem einn- ig ætlar að kom,a aftur í dýrð til að sækja sitt fólk. þau höfðu góða von um að sonurinn myndi ná því takmarki sem þau höfðu sett honum. Hann var fríður drengur, sem mjög snemma sýndi að hann elskaði Guð og orð hans. En svo kom undarleg breyting. Hinn góði og umhugsunarsami faðir varð mjög veikur. í marga mánuði lá hann þungt haldinn. þau efni, sem þau með kappsemi höfðu safnað til að menta drenginn, voru nú tekin til að borga reikningana með, sem nú komu, hver á fætur öðrum. Að lokum var allt far- ið. Og þegar dauðastundin kom kall- aði haiin konu sína og barnið til sín og bað ásamt þeim að Guð vildi minnast fórnarinnar, sem þau höfðu lofað hon- ttm, og að hann í náð sinni vildi gjöra Harald að mannaveiðara fyrir Ivrist ems og þau höfðu ákveðið. Heyrir Guð ? Svarar Guð? þetta voru spurningamar, sem stöðuglega höfðu komið upp í huga frú Wilson ’s seinustu tvö árin. því þrátt fyrir allar bænir hennar og öll .tár hennar og alla hennar mæðu, höfðu áhrifin af vináttu við heiminn first son hennar Guði og rneir og meir sýndi hann að honum mis- líkaði Guð og hans sannleiksorð. Á þeim tíma þegar þessi saga byrjar, var Haraldur orðinn drykkjumaður og þjófur. Idann virtist vera nákvæm eft- irlíking af langafa sínum, sem hafði, verið alræmdur fyrir fríhyggju, guð- löstun, ofdi-ykkju og morð, og sem að lokum endaði líf sitt í gálganum. Og þegar frú Wilson hugsaði út í þetta — að á syni hepnar var uppfy.lt það rit-n- ingarorð, isem segir: “Eg Drottinn, þinn Gúð, eru vandlætissamur Guð, sem hegni misgjörðir feðranna á bömunum í þriðja og fjó,rða lið, á þeim, sem mig hata.” — var eins og hjartað hætti að slá og hún fór að örvæntast. Hún liafði nú t.alað til sonar síns einu sinni enn, vegna þess að glæpur hafði verið framinn skamt frá heimili þeirra og Haraldur var grunaður. í hennar hjarta var enginn efi um að hann hefði t.ekið þátt í þessu hryðjuverki og hugs- unin um. þetta særði hana Svo, að hún gat ekki þagað; þess vegna hafði hún reynt að tala til hans. En þegar hún gjörði þetta varð hún fyrir þessum seinustu vonbrigðum. Henni lrafði verið tilkynt aldrei að • nefna við hann nokkuð um að bæta ráð sitt. í raun og veru mundi hún fá lítið tækifæri því að Haraldur var búinn að láta í ljós að áform hans væri að fara í siglingar og yfirgefa hana eftir fáeina daga. þar fyrir utan var hann í vanda staddur og mjög litlar líkur til að hann kæmist undan greipum laganna. “Æ, drengur minn ! Drengur minn! Eg hefi beðið og beðið að þú mættir vaxa upp og verða göfugur og guð-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.