Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 2
2 STJARNAN Loftskeytastöð Guðs Eftirfylgjandi kafli er útdráttur úr ræðu, sem dr. A. Wesley Mell, ritari í vestur deild hins Ameríska Biblíufélags hélt á allsherjar fundi Sjöunda Dag’s Adventista, sem haldinn var í San Prancisco. ‘ ‘ pað er viðfangsefni biblíufélaganna að gefa öllu mannkyninu Guðs orð. Hugsið út í það hvaða verk það hefir verið að þýða ritninguna á sjö hundruð tungumál. Guðs orð verður loftskeyta stöð. Menn hugsuðu, að það, að geta staðið í San Francisco og talað við kunningja í New York væri mikið af- reksverk, en eg held að' biblíufélögin hafi framkvæmt meira en það. pau hafa náð sambandi milli svertingjakof- anna í Afríku og hinnar nýju Jesúsal- em. pau hafa náð sambandi milli tjald- búða Indíána og hinnar himnesku borg- ar, milli hinnar leitandi hungruðu sálar og hins elskuríka himneska Föður. “Yór veittum heiðursmerki þeim manni, sem stjómaði skurðargreftinum þegar Panarr>a skurðurinn var grafinn —sem gróf þessa rennu—er leyfir skip- unum að sigla úr einu hafi í annað. En trúboðarnir sem þýða ritninguna, gra.fa sambandsskurð milli Guðs og manná, svo hugsanir, opinberanir og áform h:ns volduga Guðs verða kunngjörð öllum mönnum, jafnvel heiðingjunum. petta er hið háleitasta verk í heiminum. “Núna nýskeð, pantaði bókavörður- inn á opinberu bókasafni í Gyðinga hverfi f New York fimm þúsund biblíur. Hið Ameríska Biblíufélag spurði hann: “Hvers vegna viljið þér fá svona mörg eintök af ritningunni ? ” Svarið var þetta: “Almennt vilja Gyðingar nú fá alt Guðs orð.” Og núna síðan Eng- lendingar tóku Jerúsalem er eins og vakningarskúr hafi streymt niður yfir Gyðiga og þeir rannsaka spádómana. sem fjalla um hina heilögu borg, og nú Iesa þeir nýja testamentið til að sjá hvað það segir um þeirra Zíon og end- urreisn ísraels ríkis. Árið sem leið notuðu þeir kringum tvær miljónir af þessum þögulu trúboð- um. 1 Koreu var biblíusölumaður, sem; leigði átta innfædda menn til að hjálpa sér að selja. Afleiðingin af ferð þeirra til norður hluta landsins var sú, að þeir seldu fjögur hundruð o.g fimtíu þúsund; eintök af guðspjöllunum. “Dr. Carrington sagði að hin víð- lesnasta bók biblíunnar í Síam væri; bók Jónasar spámanns. Hún hefir komið fleiri mönnum í því landi tihað hætta .skurðgoðadýrkun og snúa sér að hinum lifandi Guði en nokkur önnur j saga í allri ritningunni. Dr. Carrington var mikill biblíuþýðari, prehtari og út- ; gefandi og þegar liann dó sagði kon- ungurinn í Síani: “ Vér höfum þesspm j manni meira að þakka en þeim manni, I sem lagði jámbrautir voriar; því áð þessi maður hefir gefið okkur bók bók- anna, sem hjálpar til að lyfta. Síam upp í ljósið nýrra tíma. “í norður hluta Japan þar sem hið Ameríska biblíufélag aðallega starfar meðal Japana, hefir það útbýtt fleiri en 300,000 eintökum af Guðs orði. ”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.