Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 12
12 STJARNAN hræddur maður. Bg hefi stöðuglega beðið Guð um að hann vildi taka þig í sína þjónustu. Eg hefi gjört alt, sem eg mögulega gat til þess .að vaiðveita þig frá heiminum. Bg hefi vonast eftir og ætíð treysit, því, að þú myndir varð- veitast. En í dag ert þú orðinn glæpa- maður, guðleysingi og vondur maður. piú hatar trúna á Guðs orð. pú snýrð þér í burtu frá mér eins og eg væri versti óvinur þinn. Æ, Haraldur minn! Elsku drengurinn minn! Eg verð að sleppa, þér frá mér.” pannig talaði frú Wilson við sjálfa sig í sálarangist sinni yfir því, að sonur hennar hafði neitað henni .að tala við hann oftar um von hins kristna manns. Og meðan þessi móðir grét og syrgði sat Haraldur að drykkju, með djöful- legu fjöri slóst hann í för með félögum sínum og tók þátt í óstýrilátum skemt- unum í vínsöluhúsinu skammt frá heim. ili hans. Oftar en einu .sinni heyrðisx rödd hans bölva von foreldranna. Hann drakk og blótaði og skoraði jafnvel á hinn almáttuga Guð ef hann væri til, að koma og rota sig ef hann þyrði. Svo djúpt var hann sokkinn. Æ, móðurhjarta, hugsa þú eigi að Guð heyri ekki bænarákall þitt. pað, sem vekur áhyggju hjá þér, veldur einn- ig sorg hjá honum. En hann er nálæg- ur. IJann hlustar á og langar til að sýna þér að hann er Guð þinn, hinn elskuríki faðir. Efast þú ekki né ör- vinglast. Hvort sem það er ljós eða myrkur, þá treystu honum. Óttast þú ekki að bíða eftir hans tíma. Hann mun vissulega gjöra hið rétta. Hann þekkir leyndardóma sálar þinnar. Son- ur þinn mun einn dag heill verða. petta var mjög svo dimmur dagur í æfisögu þessarar móður. Hún var orð- in lúin undir þessari þungu byrði og án þess að hafa neina von um bjartari daga lagðist hún út af og sofnaði. Hana dreymdi. pað v.ar hinn dýrðlegi morgun eilífð- arinnar. Öll merki bölvunarinnar voru nú horfin. Syndin og allar afleiðingar hennar voru að eilífu eyðilagðar. Hún sá frelsarann. Hún sá hina heilögu frá öllum öldum, fjöldann, sem ekki var hægt að koma tölu á, nieð hörpur og pálmaviðargreinar í höndum sér. Og áður en hún sjálf vissi af stóð eigin- maður hennar hjá henni. Hann leit framan í hana, skínandi af lífsgleði. Og í þessari yfirgnæfandi gleði segir hann: "Og héma er Haraldur.” “Já, hér er eg, faðir, ” kom hið un- aðsfagra svar frá honum, sem hafði ver- ið svo dýrmætur í þeirra augum. Og þama stóð hann hjá þeim, sonur þeirra ummyndaður eftir líkingu Krists. Haraldur! Æ Haraldur! Guð blessi þig. Minn himneski faðir heyrði og svaraði bæn minni. Æ, eg hélt að þú myndir ekki koma. Hvernig fann meistarinn þig og frelsaði þig? “Mamma, manstu eftir hinni undir- strikuðu biblíu, sem þú faldir í ferða- kistu mína þegar eg fór í siglingar ? Boðskapurinn sem þú skrifaðir og boð- skapur bókarinnar snart hjarta mitt og eg fann enga hvíld fyr en eg kom að fótskör Krists. Hann lyfti mér upp. Hann vísaði mér á réttan veg. Ilann leiddi mig til þessa góða lands.” Frú Wilson vissi ekki hve lengi hún hafði sofið; en þegar hún vaknaði var það eftir miðnætti og hún heyrði Ilar- ald koma skjögrandi inn á herbergi sitt. En hversvegna varð hún ekki óróleg núna við að heyra þennan skjögrandi gang um þetta leyti næturinnar eins og

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.