Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.01.1920, Blaðsíða 13
STJARNAN 13 hún ávalt var vön að verða. Hvernig gat hún verið svo róleg núna, þar eð þ( ta virtist vera sannur sorgarleiknr, er eyðilagði heimili hennar? Hún hafði ekki mikla trú á drau'ua. Hún áleit ekki að Guð hafði beinlínis iá'ið mála þessa fögru mynd á huga ii- -,rar. Samt sem áður datt heuni í hug að byrja nýtt kærleiksverk Hún L.a‘ð: einnig fundið nýja undirstöou fyrir von sína og séð nýja möguleg- leika í þessari vitrun. Hún sá strax hver skylda hennar var og ákvað undir eins hvað hún ætlaði sér að gjöra. Hvaða blessunarríkt verk var það ekki, sem hún bjó sig undir á þessum nýja degi, þegar hún með sína sparaða pen- inga, skerf ekkjunnar,—sem hún hafði' þurft, að vinna 'margan erfiðan dag fyr- ir—fór inn í miðja borgina til að kaupa biblíu handa Haraldi. Ilún keypti beztu biblíuna, sem hún fann og skildi enga peninga eftir til að kaupa mat fyr- ir hin næsta dag. Var ekki líf sonar hennar dýrmætara en hennar eigið f Hvaða ljómandi fögur biblía 'það í raun og veru var. Frú Wilson gjörði líkingarfullan uppdrátt á fyrstu blað- síðu í henni. Frá fyrstu Mósebók til Opinberunnar bókarinnar strikaði hún undir þær ritningagreinar, sem hún hélt einn dag myndu tala til hjarta sonar hennar. Hvaða texta hún notaði ætl- um vér ekki að skýra frá hérna, en það nægir að segja, að aðeins elskuríku móðurhjarta mundi koma til hugar annað eins hjálpræðisverk og þetta. Án þess að lítilsvirða leyndardóma móðurinnar, getum vér sagt, að hún legði áherzlu á tvær meginreglur — trúna á Jesúm sem fullkominn frelsara og hlýðni við öll Guðs boðorð. Frú WiLson hafði lært að Jesús er sá Messí- as, sem allar ritningarnar fjalla um, og það var hann, sem skapaði heiminn; hann, sem talaði gegnum spámennina; hann, sem gaf lögmálið á Sinai fjalli; hann, sem leiddi ísrael inn í hið fyrir- heitna land; hann, sem hafði gengið með og talað við Adam, Enok, Nóa, Ab- raham, Móses og Davíð. Hún .skildi að hann var lanmbið “slátraða alt í frá sköpun heimsins,” og að bæði á undan og á eftir Golgata eru menn frelsaðir fyrir hann. 1 hennar augum var öll l.'iblían Jesú-bók, sem fjallar um hinn nikla vin syndaranna. pegar nú Haraldur einhvem tíma mundi opna bókina, langaði hana til að hann fyndi Jesúm allstaðar í henni, til þess að hann mætti heyra rödd haris, kynnast elsku hans og fara að þjó .a honum. pað var ekki nema eðlilegt að hún frá þessu sjónarmiði gjörði mikið úr kröfu tíu boðorðanna. Ef Kristur hefði talað 'þau og að hann hefði dáið til þess að þau yrðu rituð á manns- hjartað, væru þau þá ekki mjög svo á- ríðandi til sáluhjálpar? pannig var 20. kapítulinn í annari Móse bók gjörður að ásinum, sem bón hennar til sonarins um að gefa sig á vald Krists snerist um. Boðskapur hennar, skrifaður á saur- blað, sem af tilviljun var flekkað af tárum hennar þegar hún ritaði, hljóð- aði þannig:— “Elsku drengur minn! Eg elska þig. Eg mun æfinlega elska þig. En það er einn, sem elskar þig ó- eindanlega meir en eg og það er Jesús. pú elskar hann ,ekki núna, en eg bið að þú einhvern tíma muni leiðast ,til ,að sjá hve góður hann er og að þú megir fara að þjóna honum. pessi bók er frá

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.