Stjarnan - 01.01.1920, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.01.1920, Qupperneq 8
8 STJA.RNAN í dag? Hlustið. á hvað hann segir: “Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, eg vil gefa yður hvíld; takið á yður mitit ok og lærið af mér, því eg er hógvær og af hjarta lítil- látur, og munuð þér hugsvölun finma.” Ætlið þér ekki að hugsa vel um þess- konar frelsara? Ætlið þér ekki að trúa á hann? Viljið þér ekki treysta honum af öllu hjarta og allri sálu? Ætl- ið þér ekki að lifa til þess að þóknast honum? 'Ef hann lagði líf sitt í sölum- ar fyrir oss, er það þá ekki það minsta sem vér getum gjört, að leggja niðui vort líf fyrir hann? Ef hann bar kross- inn og dó á honum fyrir mig, ætti eg þá ekki að vera fús til að taka krossinn upp fyrir hann ? Höfum vér ekki ástæðu til að hugsa vel um Krisit ? ARINELD- URINN. Horn barnanna FÆÐING JESÚ í hinum litla bæ Nasaret, sem stendur á liæðum í Galíleu, bjuggu þau Jósef og María, er síðar urðu alknnn sem hinir jarðnesku foreldrar Jesú. Jósef var af húsi og kynþætti Davíðs, og þegar það boð kom, að taka skyldi manntal, varð hann að fara til Betlehem, borgar Dav- íðs, til þess að skrásetjast þar. petta var mjög erfið ferð vegna samgöngufæra þeirra tíma, og María. sem fylgdi manni sínum, var orðin mjög þreytt, þegar þau náðu hæð- inni, sem Betlehem stendur á. Hún þráði mjög að fá þægilegan hvílustað. En herbergin voru þegar öll orðin full. Og meðan hinum ríku og drambsömu var veittur beina urðu þessir fátækling- ar að leita hælis í lélegu húsi, er fénað- urinn var hafður í. Jósef og María áttu ekki mikið af þessa heims auðæf- um, en þau áttu kærleika guðs í hjart- anu, og það gjörði þau glöð og ánægð. þau voru börn hins himneska konungs, sem nú vildi sýna þeim meiri heiður en öllum öðrum. Englarnir höfðu vakað yfir þeim á ferð þeirra, og þegar kvöld var komið og þau gengu til hvílu, voru þau ekki ein; englarnir voru hjá þeim enn. þarna í þessu lítilfjörlega fjárhúsi fæddist Jesús, frelsari vor, og var lagður í jötu. í þessari auðvirðilegu vöggu lá sonur hins hæsta—hann sem hafði búið í dýrð í sölum himinsins. Áður en Jesús kom til jarðarinnar, var hann fyrirliði hins mikla englaskara. Hinir æðstu og veg- legustu synir morgunroðans kunn- gjörðu dýrð hans við sköpunina. þeir fólu ásjónir sínar fyrir honum, þegar hann sat í hásætinu. þeir köstuðu kór- ónum sínum fyrir fætur hans og veg- sömuðu hátign hans og veldi. þessi

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.