Stjarnan - 01.02.1921, Page 9

Stjarnan - 01.02.1921, Page 9
STJARNAN 25 Æfiferill Haraldar Fjórtándi kapítuli. Ljós frá spádómunum. 'Hvíldardagsmorguninn var fagur og sólbjartur. Fleiri dagar voru liönir síöan hin undraveröa björgun Mrs. Gregory baföi átt sér stað. Farþegar, sem höföu áhuga á málefninu, voru oftar en einu sinni búnir aö stööva Harald Wilson á þilfarinu til 'þess aö tala við hann um afturhvarf hans, hina undirstrikuðu biblíu, hina unardverðu björgun prests- konunnar. Og fyrir utan alt þetta tal um þennan unga mann, fréttist það einnig, að einn af prestunum væri orðinn hvíldardags- haldarí. Enginn virtist vita hver það. væri, hvort séra Mitchell, eða séra Spaulding, eða séra Gregory. Áður en þessi fagri dagur rann upp, hafði enginn tekið sérlega eftir farþega nokkrum, sem, að því er sýndist, var víð- lesinn, og mentaður, en hann forðaðist allan félagsskap og hafði ekki sótt nein- ar samkomur, heldur notaði hann tím- ann til að lesa ýmsar bækur, sem hann liafði meðferðis. Séra Anderson, sem var ákveðinn í því, að láta það ekki dragast að kynnast þessum manni, gekk til hans þar sem hann var vanur að sitja yfir bókum sín- um og fékk sér sæti hjá honum og spurði iivort hann væri kristinn. “Jú,” svaraði hann; “eg er kaþólskur og meðlimur hinnar einu sönnu kirkju”. Hann talaði skýrt og ótvírætt. “Svo, það gleður mig að kynnast yð- ur,” sagði prestur. “Eg er mótmælandi, en þar fyrir erum við jafngóðir bræð- ur.” _ “Þér eruð mótmæltndi, segið þér? Það eru engir mótmælendur til — engir virkilegir mótmælenciur”, sagði hann. “Eg hefi einmitt í þessari bók sönnun fyrir staðhæfingum mínum.” “Kæri vinur, hver er þá sönnun yðar fyrir því að engir sannir mótmælendur séu til? Það er nokkuð mikið sagt”,

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.