Stjarnan - 01.02.1921, Qupperneq 13

Stjarnan - 01.02.1921, Qupperneq 13
STJARNAN 29 "Takiö nú eftir, herra Conan, að fjórða boðorðið í biblíunni yðar, er þriðja í kverinu. Því er mjög breytt og skipar það mönnum að halda sunnudag- inn í staðinn fyrir hvíldardaginn. Og hérna stendur dálítið neðar, að þessi breyting sé einmitt sönnun fyrir því, að kirkjan hafi vald að skipa aðra 'hátíðis- daga. iMeð öðrum orðum, kirkja yðar játar opinberlega, að hún hafi breytt lögmál Guðs. Og eins og þér sögðuð mér, þegar við byrjuðum samtalið, hef- ir hún breytt hvíldardeginum.” Kershaw dómari hafði alla tíð hlust- að á og sýndi mikinn áhuga á málefn- inu. Nú mælti hann: “Séra Anderson hefir komið með sannanir, sem hver ver- aldlegur dómstóll mundi álíta góðar og gildar. Hér er um mál að ræða, sem hinn ákærði er fundinn sekur, ekki ein- ungis eftir vitnisburðum sannra votta, heldur og eftir eigin játningu.’ ’ “Herra Conan, þetta er mjög alvar- legt mál; en leyfið mér að taka eitt sporið enn,” hélt séra Anderson áfram. “Rómverska kirkjan hefir uppfylt ann- an mjög mikilvægan spádóm, nefnilega þann, sem í 2. Þess. 2: 3, 4 talar um “mann syndarinnar”, “son glötunarinn- ar, er setur sig á móti og rís gegn öllu því, sem Guð eða heilagt kallast; svo að hann sezt i Guðs musteri ékirkjuna) og lætur eins og hann væri Guð.” Páfinn hefir risið upp á móti Guði með því að ónýta part af lögmáli hans; hann hefir tekið sér titla, sem einungis tilheyra Guði; hann hefir látið sig krýna og tek- ið á móti tilbeiðslu, sem staðgöngumað- ur Krists, og alt þetta hefir átt sér stað í musteri Guðs, kirkjunni. Er það þá ekki rétt, að rómverska kirkjan er það vald, sem uppfyllir spádóminn í Dan. 7:25 og sem hefir breytt Drottins hvíld- ardegi ?" “Séra Anderson, þetta er hræðilegt. Vita kaþólsku prestarnir um þetta?” sagði herra Conan. “Já, góði, margir þeirra vita það; en ekki einungis kaþólsku prestarnir, held- ur og margir mótmælenda prestar.” Svo las séra Anderson Esek. 22: 26. Herra Conan virtist vera yfirbugaður og orðlaus en ekki reiddist hann. Hann var sendir í þarfir hinnar kaþólsku kirkju. Hvað ætti hann nú að gjöra þessum efnum viðvikjandi? fFramh.) ------o------- Pláss einnig fyrir mig. Hinn nafnfrægi enski prédikari Gipsy Smith hefir sagt dálitla sögu, sem skýrir fyrir oss hina miklu föðurelsku Guðs. Þegar faðir Gipsy Smiths kom heim úr ferðalögum, var það siðvenja hans að umfaðma börn sn og segja hverju þeirra vingjarnlegt orð. Hann byrjaði æfinlega á hinu yngsta og var það lítil stúlka, sem Tilly hét. Þar næst tók hann Gipsy. En við eitt þess konar tækifæri bar það við að systirin var svo lengi í faðmi föðurs- ins, að drengurinn varð óþolinmóður og hrópaði: “Nú verð eg að komast að. Þú verð- ur að veita mér pláss líka.” En Tilly svaraði: “Reyndu hvort þú getur fengið pabba til að sleppa mér.” Gipsy vissi vel, að það gat hann ekki, en svaraði fljótlega: “Jæja, en það er pláss einnig fyrir mig, eg mun komast að líka.” Svo opnaði faðirinn faðminn og vafði armleggi sína utan um bæði börnin. En föðurfaðmur Guðs er enn þá stærri. Hann getur dregið allan heiminn upp að brjósti sínu. En það eru svo fá- ir, sem vilja til hans koma. Og þó er eilifur fögnuður í hans föðurfaðmi. Þar öðlumst vér frið og 'gleði, sem heimur- inn ekki getur veitt manni. Hefir þú smakkað á þeim friði? Hefir þú leyft Guði að leggja armleggr sína utan um þig? Þar er örugt hæ!i. Þar getur ekk- ert grandað oss og enginn megnar að slíta oss úr hans faðmi. Og þegar Krist- ur kemur mun hann senda sína engla út til þess að þeir beri oss upp í ljóssins ei- lífa riki.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.