Stjarnan - 01.02.1921, Page 15

Stjarnan - 01.02.1921, Page 15
 STJARNAN 31 STJARNÁN kemur út mánaöarlega. Útgefendur : The Western Canadian Union Conference of S.D.A . Stjarnan kostar $1.50 um áriS í Canada, Bandaríkjunum og á Isiandi fBorgist fyrirfram). Ritstjóri og Ráðsmaður : DAVÍÐ GUÐBRANDSSON Skrifstofa: 302 Nokomis Building, Winnipeg, Manitoba, Canada. Talsími: A-42H Fyrir tveimur árum byrjaði maSur nokkur, J. M. Simmons að nafni, að smíða hin svokölluðu “ouija iboard” í einu litlu herbergi í Chicago. Nú hefir hann stóra verksmiðju, sem nær yfir 44,000 ferhyrningsfet. Hann notar meir en eina miljón feta af efnivið á ári hverju til að smíða þessi borð úr. Árið sem leið smiðaði hann hálfa miljón “ouija boards”. Þetta ár gjörir hann ráð fyrir að smíða eina miljón af þess- konar boröum. Mr. J. M. Simmons er orðinn “ouija board” kongur. Hver er afleiðingin af framleiðslu 'hans? Svar: EyðilögS heimili svo þúsundum skiftir, brjálaðar og veiklaðar manneskjur svo hundruðum þúsunda skiftir og guSleys- ingjar svo miljónum skiftir. Á ávöxtun- um má þekkja tréS. Hinn nafnfrægi hyggjuvitsmaður, Thomas Edison, nefnir þessi horð óvís- indaleg elikföng, svo hann hefir i hyggju aS finna upp vél, sem getur fullnægt kröfumi vísindannaf'?) til þess aS með- taka skeyti frá hinurn illu öndum. sem tala til mannanna gegn um þess konar tæki. Mun það vafalaust flýta fyrir eyðileggingu trúarlífsins meðal mann- anna. “Þegar mannsins sonur kemur, mun hann þá finna trú á jörðinni?” (Lúk. 18:8). Hin ofannefnda hreyfing er fyrirsögð í spádómum ritningarinnar (2. Tess. 2:7-12; Op. 16: 13-13J. Hve bjart skín ekki ljósiS frá hinurn slitnu blöSum bibhunnar. Kæri lesari, láttu það Ijós skina inn í ihjarta 'þitt og þú munt rata heim í faðm föðursins. TIL KAUPBNDA! Þessa dagana meðtökum vér mörg góð bréf frá kaupendum Stjörnunnar og er þaö rnjög svo ánægjulegt aö lesa þau. En við og viS kemur það fyrir, aS kaup- andi sendi oss borgun fyrir blaSiS og gott bréf, en hefir algjörlega gleymt að skrifa nafn sitt undir. Vér verðum þess vegna aS minna alla kaupendur á aS rita nöfn sín undir og væri gott ef þaö væri einnig gjört á umslagiö. HiS sama verð- um vér að segja þeirn, sem hætta viS blaðiS, annars er uppsögnin ógild. Virðingarfylst, D. G.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.