Stjarnan - 01.02.1923, Blaðsíða 5
STJARNAN
21
hameds, ('.Múham. dó 8. júní 632 e. Kr.)
gaf hermönnum sínum áSur en þeir
lögSu af staS í stríð:
“Þegar þér Drottins vegna heyiö
stríð, þá hegðið ySur mannúðlega, og
sýnið ekki neinum manni fyrirlitningu.
Flekkiö ekki skildi ySar meS blóöi
kvenna og barna. Grandið ekki
pálmaviðartrjánum, og brennið ekki
akrana; höggvið ekki niður aldintrén og
ræ'nið ekki mei.ru af búsmala manna, en
þér þurfið yður til fæðis. Þegar þér
gjörið samning eða lofið einhverju, þá
haldið drengilega loforð yðar. Ef
þér af ferðum yðar hittið trúaða menn,
seni búa i klaustrum, fráskildir liávaða
heimsins í því skyni, að þjóna Guði í
kyrð og næöi, skuluð þér láta þá með
öllu óáreitta. ' Hinsvegar skuluð þér
að engu vægja þeim, sem fótumtroðr.
alt gott og göfugt, nema þeir annaö-
hvort taki Múhamedstrú eða borgi
skatt.”
“Þeim var svo boöið, að þeir dræpi
þá ekki, heldur kveldi þá í fimm mán-
uði; þessi kvöl var eins og þegar högg-
orrnur stingur mann. Á þeim tíma
munu menn leita dauðans, en ekki finna
han; 'þeir munu æskja sér aö deyja, en
dauðinn mun forðast þá.” Opinb. 9:
5-6.
Hér segir Jóhannes skýrum orSum,
að þessir .ófriðarseggir munu þjá lönd-
in, sem þeir unnu, með kvölum i fimm
mánuði. Eftir spámannlegum tíma-
reikningi eru fimrn mánuðir sama sem
eitt hundrað og fimtíu ár. Samkvæmt
tímatali Gyðinga hefir hver mánuður
þrjátíu daga, og dagur í spádómunum
stendur fyrir heilt ár. (4. Mós. 14:
34; Esek. 4:6.) Á þessu tímabili leit-
uðu margir menn dauðans; því þeir
vildu heldur deyja en að þola kvalir af
þessum illræðismönnum.
“Engispretturnar voru svipaðar hest-
um, búnum til bardaga; á höfðum
þeirra voru eins og gullkórónur, og á-
sjónur þeirra voru eins og á mönnum,
þær höfðu hár eins og kvennmannshár,
og tennur þeirra eins og Ijóns tennur.
Brynjur þeirra voru eins og járnbrynj-
ur, og vængjaþyturinn eins og vagna-
gnýr, þá margir hestar hlaupa fram til
bardaga.” Opinb. 9 —9.
Hestar Arabanna eru hinir fegurstu
og fljótustu í heiminum. Gullkórónurn-
ar benda á hin skrautlegu höfuöföt
þeirra. Þeir létu hár sitt vaxa óhindr-
að og liðast niöur um herðar eins og
á kvennmönnum. Þó voru þeir alls
ekki kvennlegir yfirlits, heldur harð-
ýðgislegir og svipþungir, þess vegna er
sagt, aö tennur þeirra væru eins og
ljónstennur.
“Þær fengispretturnar) höföu hala
lika höggormasporSum og brodda í
(spjót þeirra). Þær höfðu vald til að
granda mönnum meS hölunum (spjót-
unum) í fimm mánuSi.” Opinb. 9:10.
Eins og vér áður höfum bent á, var
hinn fyrsti konungur eða soldán (Op-
inb. 9:11.) Tyrkja Ottoman eSa Os-
man. GjörSi hann áhlaup á borgina
'Nikomedia og tók hana 27. júlí 1299.
Viövíkjandi þessum atburði, segir sagn-
fræðingurinn Gibbons:
“ÞaS vaú 27. júlí (1299) eftir tíma-
reikningi kristinna manna, aS Ottoman
gjörði áhlaup á Nikomediu; og það, aS
timinn er svo greinilega gefinn, virðist
benda á, að einhver hefði fyrirfram
þekkingu á hinum fljóta og skaSlega
vexti þessarar ófreskju.” — Decline and
Fall og the Roman Empire—VI. bindi,
bls. 226.
Þannig fóru Múhamedstrúarmenn að
ofsækja hina kristnu fyrir alvöru, eftir
að hafa fengið sinn fyrsta konung eða
soldán fOpinb. 9:11.^ 27. júlí árið 1299,
og héldu samkvæmt spádóminum áfram
i fimm mánuöi eftir spámannlegum
timareikningi, eða eitt hundrað og fim-
tíu ár, til 27. júlí 1449. Þá byrjar
nýtt timabil í sögu Tyrkja, sem í Opin-
berunarbókinni er nefnt