Ný Dögun - 01.11.1993, Page 19

Ný Dögun - 01.11.1993, Page 19
Dögupv 17. mars s.l. hélt Þjóðmálanefnd kirkj- unnar ráðstefu í Norræna húsinu sem snerist um vanda atvinnuleysisins og bar yfirskriftina: „Berið hver annars byrðar." Mörg fróðleg erindi voru flutt á ráðstefn- unni þar sem málin voru skoðuð út frá mörgum sjónarhornum, en þar komu við sögu bæði leikir og lærður, sem fluttu erindi, en einnig komu raddir frá atvinnulausu fólki, sem lýsti ástandinu frá eigin brjósti. Það er von okkar, sem stöndum að Mið- stöð fólks í atvinnuleit, að starfið geti enn komið að gagni, þó að við vonum að þörfin fyrir þetta starf hverfi sem fyrst. Ein og yfirgefin Klara leit yfir dagstofuna, sem hún var nýbúin að þrífa. Hún reyndi að halda reglu á húsverkunum til þess að þurfa ekki að gera mjög mikið í einu. Auk þess var heilsan farin að bila. Svona var ellin. Það var annars ergilegt að hitta engan. Kaffibollinn og sjónvarpið voru föstu félagarnir, sem viku aldrei í burtu. Hún leit á fjölskyldumyndirnar í horni dagstofunnar. "Svo margir farnir", sagði hún upphátt. Hún heyrði fuglana syngja fyrir utan. Já, vorið var víst örugglega komið. En einhvern veginn vakti það ekki sömu kenndir og fyrrum. Skyldi einhver koma í heimsókn? Það var nokkuð um liðið síðan nokkur leit inn. Kannski garðyrkjumaðurinn kæmi í dag? Klara settist niður og nú helltist einmanaleikakenndin yfir hana. Aldrei hefði hún trúað því, að efri árin yrðu svona. Stundum langaði hana bara til að sofna og vakna aldrei aftur. Dauðinn yrði velkominn gestur í þessu húsi. Hún fór inn í eldhús að sækja sér meira kaffi. Sólin skein og allt var kyrrt og hljótt. Þá fann Klara undarlegan og sterkan sting í hjartanu. Garðyrkjumaðurinn hirti um garðinn hennar Klöru þetta sumar. Hann var vanur að fá hjá henni kaffisopa og spjalla við hana um stund. Þannig hafði það verið mörg undanfarin sumur. Þetta sumar hitti hannhana aldrei. "Hvert skyldi hún hafa farið", hugsaði hann. En verkefnin voru mörg og hann leiddi ekki frekar hugann að því. Um haustið sendi hann henni reikning fyrir unnu verki. Veturinn gekk í garð. Tíminn þegar sumarið leggst í dvala og hrædýr fara á stjá og leita sér ætis og athvarfs. Þessi vetur reyndist þeim góður. Vorið kom ogbirtan tók völdin á ný. í húsi Klöru ríkti sama þögnin og áður. Garðyrkjumaðurinn kom á ný. Hann knúði dyra til að inna Klöru eftir vangoldnum reikningi. Enginn svaraði. "Hvaða lykt er þetta"? hugsaði hann með sér. "Jæja, ég kem seinna", sagði hann upphátt og hvarf á braut. Nokkrum dögum síðan kom hann aftur. Enn ekkert svar. "Ertu þarna Klara?" spurði hann. Ekkert svar. Enn þessi undarlega lykt. Hann ákvað að hafa samband við lögregluna... Þeir fundu líkama Klöru í húsinu. Sjálf var hún löngu farin. Þeir fundu hrúgu af gluggapósti á gólfinu. Reikningar. Lokanatilkynningar. Engin bréf. Engin póstkort. Konan var öllum gleymd. Eða hvað? I blaðinu var greint frá því á síðu nokkuð aftarlega, að öldruð kona hefði fundist látin. Og í blaðinu var líka minningargrein. Lokaorð greinarinnar voru þessi: "...Klara var alla tíð kona, sem hafði frá mörgu að segja. Hún naut þess að vera innan um annað fólk. Hún var sjálfstæð og fór allra sinna ferða þar til heilsa hennar leyfði slíkt ekki framar. Syni hennar og tengdadóttur er hér með vottuð samúð. Karl Jónsson, vinur og nágranni". í minningu Claire Campbell. (Birt í Morgunblaðinu 14. ágúst 1993 B.S.) 19

x

Ný Dögun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.