Ný Dögun - 01.11.1993, Blaðsíða 35

Ný Dögun - 01.11.1993, Blaðsíða 35
/Oý Döguw Hvað á ekki að segja/gera andspænis syrgjanda? Ekki segja: Hringdu til mín þegar þér líður illa! Syrgj- andinn er í sárum og hefur misst frumkvæði. Að lyfta upp símtólinu og hringja getur verið syrgjandanum um megn. Ekki segja syrgjandanum hvernig honum/henni á að líða. Syrgjandinn fer nokkuð nærri um það ánþinnar hjálpar. Ekki segja: Þetta gæti verið verra! Þú ert einn um það álit. / s Ekki segja: Eg votta þér samúð, eða: Eg samhryggist þér, ef þú meinar það ekki. Syrgjandinn finnur muninn. Ekki segj a: Allt verður betra á morgun! Það er ekki víst. Ekki forðast syrgjandann vegna þinna óþæginda, því það eykur á sársaukann, sem er nógur fyrir. / Ekki segja: Eg veit hvernig þér líður! Þú veist það ekki. Vertu ekki að reyna að finna eitthvað jákvætt við dauð- ann, eða að hella þér út í heimspekilegar vangaveltur andspænis sársauka sorgarinnar. Það hjálpar ekki. Ekki breyta um umræðuefni. Með því lokar þú á marga möguleika til að veita stuðning. B.S. 35

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.