Ný Dögun - 01.11.1993, Blaðsíða 7
/*0ý DöguKv
i—í-pið b»*ey+is+
En það er ekki bara við fæðingu og
dauða sem þessi umskipti eiga sér stað. Við
komum líka inn í fjölskyldur með öðrum
hætti eins og þegar við giftum okkur. Þá
gerist það í senn að við yfirgefum fjöl-
skylduna sem ól okkur upp til að stofna
okkar eigin. Og margur fer úr fjölskyldu í
dag við skilnað, fer frá ástvinum og heimili
og í sumum tilvikum kemur sem nýr inn í
aðra fjölskyldu.
Það reynir á tengsl og samskipti allra í
fjölskyldunni þegar einn kemur og annar
fer. Unga parið sem var eitt um tíma er það
ekki lengur og barnið þarf sitt pláss, athygli,
tíma, krafta og samskiptin verða æ fleiri
eftir því sem börnum fjölgar og þegar
höggvið er skarð í það margháttaða sam-
skiptamynstur þá þarf líka að stokka upp
fjölskyldulífið á ný.
Við þurfum að tala um hvernig líf okkar
breytist, hvort heldur það er við skilnað
eða dauðsfall, eða við giftingu eða við að
eignast barn. Það er margt líkt með sorginni
við skilnaðinn og dauðann og atvikið,
aðstæðurnar, árin að baki og allar minn-
ingarnar eru hlutir sem við þurfum að tala
um. Þannig mun okkur betur farnast að
takast á við lífið framundan ef við getum
kvatt það liðna á viðeigandi hátt með
nokkurri sátt. Og framtíðin verður umræðu-
efnið af því það blasir við okkur að hún
verður öðruvísi en dagurinn í gær og í dag.
Hver tekur nú við því sem pabbi gerði
alltaf með okkur krökkunum, hver verður
nú besti vinurinn hennar mömmu? Otal
umskipti bíða okkar og þau koma smátt og
smátt í ljós og geta ekki gerst með öðrum
hætti. Sumir ætla að reyna að hraða þessum
óhjákvæmilegu breytingum, en þær gerast
kannski á jafnlöngum tíma eins og þær voru
að mótast í upphafi og þurfa sinn tíma. Og
þótt við getum breytt ýmsu í umhverfi
okkar á hinu veraldlega sviði, og svo ótal
margt slíkt fylgir ástvinamissi, þá getum
við ekki afgreitt djúpar tilfinningar á auga-
bragði og skipað þeim nýjan sess. Það er
gott að geta fundið tilfinningum nýjan
farveg og við sveigjum þær ekki inn á nýjar
brautir á einni nóttu.
Plýjum ekki sorgma
Þetta segir okkur m.a. að það reynist
okkur farsælla að eiga sinn tíma til að átta
sig og vita hvað maður vill sjálfur áður en
teknar eru stórar ákvarðanir um breytta
lífsstefnu. Það er vænlegra þegar til lengri
tíma er litið að hafa verið eirm með sjálfum
sér áður en maður gengur í hjónaband og
það á líka við um þá sem skilja. Sumir fara
frá foreldrum sínum til að losna undan valdi
þeirra og áhrifum, en sá sem fer í þeim
tilgangi í hjónaband eða sambúð, myndar
samstundis ný tengsl og er þar með væntan-
lega að binda sig um leið.
Við flýjum heldur ekki sorgina með því
að hlaupa inn í nýtt samband oft til þess að
leita huggunar. Sorgin mun fylgja okkur
eftir ef hún hefur ekki fengið sinn tíma þar
sem við horfumst í augu við hana eins og
hún blasir við okkur með þeim sárindum
sem eru fylgifiskar hennar, og kveðjum hana
eins vel og okkur er unnt til að geta hafið
nýtt líf.
Sorgin snertir ekki bara einhvern einn í
fjölskyldunni heldur alla. Það sleppur
enginn. Þegar einn kemur eða fer skapast
ný samskipti og tengsl milli allra sem
tilheyra þessari mikilvægu, sterku og líka
viðkvæmu einingu sem fjölskyldan er. Það
ætti því jafnan að hafa alla fjölskyldu-
meðlimi í huga þegar rætt er um sorgina
við fráfall ástvinar og eins þegar um skilnað
er að ræða. Sá sem virðist vera sterkur í dag
kann að vera aumur á morgun. Barnið sem
sýnir lítil viðbrögð nú finnur seinna til
sársauka.
Skilnaður er ákvörðun hinna fullorðnu
en hann hefur óhjákvæmilega mikil áhrif á
alla í fjölskyldunni, áhrif á þann sem fer og
7