Ný Dögun - 01.11.1993, Blaðsíða 12
Dögun
hægt er að kaupa góðar fræðandi og upp-
byggjandi bækur, heilsuvörur, vítamín og
slökunarspólur. Þarna gæti einnig verið
boðið upp á fræðsludagskrá, sem yrði stöð-
ugt í gangi allan ársins hring. Ég er sannfærð
um að ef hægt yrði að setja á stofn þjónustu
sem þessa við krabbameinssjúklinga og
aðstandendur þeirra, þá myndi það verða
til að létta mörgum manninum hin þungu
spor sjúkdómsgöngunnar og einnig koma
að notum við að milda missinn og auka
þroskann á þessari erfiðu leið. Lífsgæði
viðkomandi sjúklings og aðstandenda
myndu án efa aukast til muna og það myndi
síðan skila sér aftur út í þjóðfélagið í formi
betri heilsu og meiri afkasta.
ÓW\y\v\ við dauðarm
Við breytum ekki þeirri staðreynd að
við erum dauðlegar verur. Óttinn við
dauðann virðist þó vera okkur í blóð borinn
og við gerum bókstaflega allt til að forðast
hann. Það er okkur einfaldlega eðlislægt að
vilja lifa að eilífu og því afneitum við
dauðanum stöðugt. Þó er missir lífsins
hlutur sem við verðum öll að kljást við á
einhvern hátt. Ef við skoðum þetta aðeins
betur þá myndum við kannski helst vilja
læra að elska lífið og óttast ekki dauðann
og það myndum við ef til vill geta gert með
því að læra að þekkja dauðann og halda
þannig áfram með lífið. Dr. Bernie Siegel
segir að þetta getum við gert með óendan-
legum kærleika. Ef við auðsýnum kærleika
í verki til alls og allra þá verðum við eilíf í
anda - því áhrif kærleikans lifa áfram í af-
komendum okkar og öðru samferðafólki.
Auðveldast væri auðvitað að fá að prófa
aðeins að deyja, en fá örugglega að koma
aftur!
Viðurkenningin á dauðleika okkar getur
aukið ást okkar á lífinu án þess að gera
okkar persónulega dauða endilega ásættan-
legan. Þegar við horfumst beint í augu við
dauðann, getur verið að við hötum hann
óstjómlega. Hartn gerir lítið úr tilfinning-
12
unni um persónulegt mikilvægi okkar.
Hann gerir öll okkar stórvirki þýðingarlaus
og hann sýnir okkur skýrt hversu van-
máttug við erum. Hann vekur upp spurn-
ingarnar, hvers vegna fæðumst við og hvers
vegna deyjum við? í raun er það erfitt fyrir
flest okkar að horfast í augu við eigin dauða
án þess að verða hrædd við hann. Við erum
hrædd við tilhugsunina um að vera ekki til,
hrædd við hið óþekkta, hrædd við líf eftir
dauðann þar sem okkur verður e.t.v.refsað
fyrir syndir okkar og hrædd við einmana-
leikann. Margir óttast það að vera deyjandi
en ekki dauðann í sjálfu sér. Sumir segja að
allt lífið berum við með okkur hræðsluna
við að verða yfirgefin og að okkar fyrsti
missir í hvaða formi sem hann er, gefi okkur
öllum fyrsta bragðið af dauðanum. Öll síðari
mót við dauðann hvort sem hann er fyrir-
sjáanlegur eða bankar skyndilega á dyrnar
vekja upp erfiðar minningar frá fyrri missi.
•Hospice
í nóvember 1989 hófust mín fyrstu kynni
af sjúklingum með sjúkdóminn krabbamein,
aðstandendum þeirra og því starfi sem
ákveðinn hópur hugsjónafólks var að stíga
fyrstu skrefin í að þróa hér á landi. Þá var
að baki tveggja ára vinna. Núna, sex árum
síðar vita nokkuð margir hvað Hospice hug-
myndafræðin er og e.t.v. enn fleiri um
starfsemi Heimahlynningar Krabbameins-
félagsins. Hospice hugmyndafræðin er
perla. I henni er meðal annars gengið út frá
því að öll sorg sé kærleikur. Þeir sem syrgja
eru þeir sem virkilega hafa elskað. Við
söknum ekki þess sem við höfum ekki
metið. Sorgin er verðið sem greitt er fyrir
að hafa elskað. í Hospice hugmyndafræð-
inni er lögð áhersla á andlega þáttinn fremur
en þann trúarlega. Það hafa ekki allir
trúarlegar þarfir því það hafa ekki allir trú.
Sorglegasta tilfinningin sem maður finnur
oft hjá fólki er eftirsjáin og samviskubitið.
Fólk segir:"Af hverju gerði ég ekki þetta
eða hitt fyrir hann, sagði þetta eða hitt,við
hann?" „Af hverju tók ég mér ekki meira