Ný Dögun - 01.11.1993, Blaðsíða 24

Ný Dögun - 01.11.1993, Blaðsíða 24
/s)ý Dögun. En af þessu sprettur sársauki, sem ekki má tala um. Barn er ættleitt á unga aldri. Þegar hún nær lögaldri, þá vill hún fá að kynnast blóð- foreldrum sínum. Hún tengist blóðmóður sinni mjög nánum böndum og minnkar mjög samband við kjörmóður sína. Hún tengist síðan fjölskyldu blóðmóður sinnar. Kjörmóðirin situr eftir og finnst sér vera hafnað. Hjón eru að skilja. Þá gerist það, að maðurinn deyr skyndilega af völdum hjarta- áfalls. Konan gengur fljótlega í hjónaband að nýju. Fjölskylda fyrra eiginmannsins gerir kröfu til mikilla samskipta við börnin úr fyrra hjónabandinu og hefur jafnframt mjög neikvætt viðhörf í garð móðurinnar. Börnin afneita stjúpföður sínum. Móðurinni finnst, að hún fái ekki tækifæri til að hefja nýtt líf. Henni finnst hún vera að missa börnin frá sér. Hjón eru á leið í sumarfrí með 2 börnum sínum. Flugvélin ferst. Foreldrarnir deyja en börnin komast lífs af. Börnin eru síðan alin upp sitt í hvoru lagi af ættingjum í báðum fjölskyldum. Þetta hefur áhrif á öll samskipti í báðum stórfjölskyldunum. Þar myndast togstreita, því allir vilja hjálpa "vesalings munararlausu börnunum". Þegar börnin vaxa úr grasi fer drengurinn að kvarta undan því, að allir vilji að hann sé eins og pabbi hans var. Hann fái ekki að vera hann sjálfur. Kvartanir hans eru af- skrifaðar sem "þvættingur". Fyrir utan þessi dæmi má nefna, að þegar hulunni er svipt frá leyndarmálum fjöl- skyldu, þá er sem hún birtist í nýju ljósi og ekkert verður lengur sem fyrr. Dauðsföll leiða oft til slíkra uppgjöra, sem eru oft á tíðum mjög sársaukafull, t.d. þegar með- limur fjölskyldunnar sviptir sig lífi. Ennfremur má nefna, að erfiðir prófsteinar geta komið fram, sem leiða til þess, að innra stuðningskerfi fjölskyldunnar hrynur. Þetta getur t.d. gerst við langvinn veikindi fjöl- sky ldumeðlims. islegt Forboðnar sorgir fá oftast ekki útrás í samfélaginu. Þeim er ætluð útvinnsla í einrúmi. Við berum öll margvíslegar sorgir, sem enginn veit um. En þær eru ekki sársaukaminni fyrir það. Hér koma nokkur dæmi: Við syrgjum það, sem var og það, sem hefði getað orðið. Við syrgjum orðin, sem við sögðum, eða orðin, sem við sögðum ekki. Við syrgjum ástvin sem "breyttist" við slys eða vegna langvinns sjúkdóms. Við syrgjum missi bernskuheimilisins. Við syrgjum missi dauðra hluta. Við syrgjum missi gæludýra. Ef starfvettvangur okkar er heilbrigðis- stofnun, þá kynnumst við skjólstæðingum náið og þegar þeir deyja, þá eigum við að taka við þeim næsta eins og ekkert hafi í skorist. Sambýlisfólki á stofnunum er oft ekki ætlaður tími til að syrgja, þegar aðskilnað eða dauða ber að. Halda mætti að lífið væri einn allsherjar táradalur. Ekki ætla ég að halda því fram. En lífið er heldur ekki eitt allsherjar hopp og hí, þar sem okkur er ætlað að mæta sorgum okkar með því að "vera hress". Mikil andstyggð er það, að leika hlutverk hins hressa, þegar hjartað blæðir. Þá er gott að eiga vin, sem hefur tíma til að setja sig í þín spor um stund. Því það er oft það eina, sem getur hjálpað. L\m U>*u-fV\mgciK Nýlega fóru fram umræður um krufn- ingar á vettvangi Nýrrar Dögunar. Því er rétt að fara yfir þau mál. Þau lög, sem í gildi eru, voru samþykkt á Alþingi 20. febrúar 1991-"Lög um brottnám líffæra og krufningar". II. Kafli 5. og 6. grein fjalla um krufningar. Þar segir:5. gr."Nú liggur dánarorsök ekki fyrir svo að fullnægjandi 24

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.