Fréttablaðið - 17.11.2018, Page 2

Fréttablaðið - 17.11.2018, Page 2
Veður Hvöss sunnanátt og áfram vætu- samt á sunnan- og vestanverðu landinu en þurrt og bjart veður á köflum norðaustanlands. Hiti víða 8 til 13 stig. sjá síðu 42 Blakan á íslensku 595 1000 Gefðu góðar minningar Jólagjafabréfin komin í sölu! 10.000 = 15.000 20.000 = 30.000 stjórnsýsla  Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en ein- göngu þröng stéttasjónarmið lög- manna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjöl- miðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstig- um,  formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fund- ar.  Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lög- fræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðu- búnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýsl- unnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálf- sögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vanga- veltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka frétta- flutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður. „Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónar- mið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna Dómararnir ræða sín á milli um birtingu dóma Hvorki blaðamenn né háskólamenn eiga fulltrúa á fundi dómstólasýslunnar um birtingu dóma á netinu. Það kostar 4.500 krónur að sitja fundinn. Fleiri sjónarmið þurfa að heyrast en þröng stéttasjónarmið segir nýdoktor í lögum. Hæstiréttur á sinn fulltrúa meðal frummælenda, Benedikt Bogason, hæsta- réttardómara og stjórnarformann dómstólasýslunnar. FréttaBlaðið/Eyþór Framsögumenn fundar dómstólasýslunnar Sigríður Á. andersen dómsmálaráðherra (ávarp). Benedikt Bogason hæstaréttardómari og formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Sigurður tómas Magnússon landsréttardómari og formaður réttarfarsnefndar. ingibjörg þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Berglind Svavarsdóttir lögmaður og formaður Lög- mannafélags Íslands. Helga þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræð- innar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki ein- göngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dóm- stólanna. adalheidur@frettabladid.is Dómsmál Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að  íslenska ríkið sé bótaskylt vegna slyss sem hjúkrunarfræðingur varð fyrir við umönnun sjúklings á Landspítalanum. Slysið varð með þeim hætti að hjúkrunarfræðingurinn, kona, var að aðstoða mjög þungan og veikan einstakling við að klæða sig í sokka. Hann féll af fullum þunga ofan á hjúkrunarfræðinginn, sem sat á hækjum sér. Við þetta meiddist konan í baki. Hún hafði viðvarandi bakverki eftir slysið. Ríkið var dæmt til að greiða 900 þúsund krónur í málskostnað en ekki var í þessu máli tekist á um fjárhæð bótanna. – bg Fékk þungan sjúkling á sig Slysið varð á landspítalanum. Þeir Haraldur H. Guðmundsson, Pétur Ingvi Leósson og Gísli Einarsson fögnuðu bæði degi íslenskrar tungu og opnun nýrrar verslunar Nexus í Glæsibæ í gær með því að kynna útgáfu myndasagna um Leðurblökumanninn á íslensku. Blöðin um ofurhetjuna vinsælu verða gefin út undir nafninu Blakan. Fyrsta blaðið verður tuttugu blaðsíðna fríblað en svo kemur fyrsta stóra blaðið, um eða yfir hundrað síður, í desember. FréttaBlaðið/Eyþór utanríkismál Hundrað milljónum verður varið til neyðaraðstoðar í Jemen. Þetta kom fram í tilkynningu sem utanríkisráðuneytið birti á vef sínum í gær. Þar sagði enn fremur að framlagið skiptist jafnt á milli Mat- vælaáætlunar (WFP) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli. Við bregðumst við með auknum stuðningi við stofnanir á vettvangi, annars vegar til að sporna gegn yfirvofandi hungursneyð og hins vegar að úrbótum í vatnsmálum til að verjast útbreiðslu smitsjúk- dóma,“ var haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Styrjöldin í Jemen hefur haft mikl- ar og neikvæðar afleiðingar fyrir íbúa og er, að því er utanríkisráðuneytið sagði, talið að um 75 prósent íbúa hafi bráða þörf fyrir mannúðaraðstoð. Þá vofir hungursneyð yfir og skæðir sjúkdómar gera vart við sig. – þea 100 milljónir til Jemens Björgunarsveitir Björgunarsveitir á Suðvesturlandi höfðu í gærkvöldi farið í þrjú útköll vegna veðurs. Aðgerðastjórnir á höfuðborgar- svæðinu voru í viðbragðsstöðu vegna krapprar lægðar sem gekk yfir landshlutann. Davíð Már Bjarnason, upplýs- ingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær- kvöldi að í Þorlákshöfn hafi björg- unarsveitir verið ræstar út vegna foks á lausamunum, í Reykja- nesbæ var útkall vegna þaks sem var að fjúka af húsi og þá óskaði lögreglan í Hafnar firði eftir aðstoð vegna foks. – bg Útköll vegna veðurofsans 1 7 . n ó v e m B e r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -5 E 4 4 2 1 6 A -5 D 0 8 2 1 6 A -5 B C C 2 1 6 A -5 A 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.