Fréttablaðið - 17.11.2018, Side 11

Fréttablaðið - 17.11.2018, Side 11
 Við látum framtíðina rætast. Passat Variant, station útgáfa +100.000 kr. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Góð ástæða til að skipta um orkugjafa. Á Volkswagen Passat GTE kemstu flestra þinna ferða á rafmagninu einu saman en í lengri ferðum tekur sparneytin bensínvélin við. Þú þarft aldrei aftur að fara inn í kaldan bíl því að með snjallsímaforritinu Car-Net getur þú kveikt á miðstöð og rúðuhitara hvaðan sem er. Kíktu í sýningarsal okkar á netinu þar sem opið er allan sólarhringinn www.hekla.is/vefverslun. Komdu í reynsluakstur og upplifðu snerpuna. Opið í dag milli kl. 12 og 16! Megi raforkan vera með þér. Til afhendingar strax! Tilboðsverð 4.520.000 kr. Listaverð 4.890.000 kr. Afsláttur 370.000 kr. Volkswagen Passat GTE Þú stjórnar bílnum þínum með Car-Net. Bandaríkin Að minnsta kosti 631 er enn saknað í norðurhluta Kali- forníu vegna Camp-skógareldanna sem þar hafa riðið yfir. Tala látinna hækkar hvern einasta dag og stóð í 63 í gær. Að því er kom fram á vef Los Angeles Times í gær hefur ekki tekist að hefta útbreiðslu eldanna nema um fjörutíu prósent svo ljóst er að ástandið er enn alvarlegt. Þá hafa fleiri eldar kviknað í Kaliforníu undanfarna daga. Eins og áður hefur komið fram varð bærinn Paradise einna verst úti í hamförunum. Bærinn í rauninni gjöreyðilagðist og brann til grunna. Brock Long, stjórnandi hamfaravarna Bandaríkjanna, sagði að tilfelli Para- dise væri eitt það versta sem hann hefði nokkurn tímann séð og BBC hafði eftir embættismönnum að þörf væri á allsherjarenduruppbyggingar- starfi sem gæti tekið fleiri ár að klára. Til viðbótar við tölu látinna í norðurhluta ríkisins hafa þrír farist í Woolsey-eldunum sem geisa í Los Angeles- og Ventura-sýslum í suður- hluta ríkisins. Betur hefur tekist að hefta útbreiðslu þeirra en hún hefur þó ekki verið heft nema að 62 pró- sentum. – þea Hundraða er enn saknað Tjónið er mikið. NordicphoTos/AFpBretland Ríkisstjórn Íhaldsflokks- ins í Bretlandi undir forsæti Theresu May var vafalítið orðin nokkuð tóm- leg eftir að tveir af æðstu ráðherrum hennar og tveir undirráðherrar sögðu af sér vegna óánægju með nýsamþykkt drög að Brexit-samn- ingi sem kynnt voru í vikunni. May brást við stöðunni í gær og skipaði nýja ráðherra í allar stöðurnar. Í stað Dominics Raab er þing- maðurinn Stephen Barclay nú orð- inn ráðherra útgöngumála. Skipanin kom nokkuð á óvart enda Barclay lítt þekktur í Bretlandi. Hann hafði verið í minna ráðherraembætti og barðist fyrir útgöngu á sínum tíma. Athyglisvert er að Barclay vann áður hjá bankanum Barclays en vert er að nefna að hann tengist ekki bankan- um að öðru leyti, þrátt fyrir nafnið. Svo virðist þó sem May hafi gengið tiltölulega illa að fylla sæti Raabs. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því á vef sínum að umhverfismála- ráðherranum Michael Gove, einum leiðtoga Brexit-sinna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016, hefði verið boðinn stóllinn og sömu- leiðis þingmanninum Geoffrey Cox. Þeir eiga hins vegar báðir að hafa hafnað boði forsætisráðherrans. Amber Rudd var svo skipuð nýr vinnu- og eftirlaunamálaráðherra eftir afsögn Esther McVey. Skipan Rudd er langt frá því að vera óum- deild enda sagði hún af sér fyrr á þessu ári sem innanríkisráðherra vegna hins svokallaða Windrush- hneykslis. Málið snerist um ólög- mæta fangelsun og brottflutning 63 einstaklinga, sem margir hverjir voru breskir ríkisborgarar og komu til landsins á áttunda áratugnum. Verkamannaflokksliðar voru óánægðir með skipan Rudd og sagði Jon Trickett, einn skuggaráðherra flokksins, að Rudd hefði gert starfs- andann í innanríkisráðuneytinu óbærilegan og myndi nú taka við fjandsamlegu vinnu- og eftirlauna- málaráðuneyti. „Það lýsir örvæntingu veikburða forsætisráðherra að skipa smánaðan fyrrverandi ráðherra sem þurfti fyrir ekki svo löngu að segja af sér vegna hneykslis,“ sagði Trickett. Sjálf sagði Rudd að hún væri afar hamingjusöm með tækifærið. Starfið væri mikilvægt og stórt. Aðspurð um mögulegt vantraust á forsætisráð- herrann sagði Rudd: „Nú er ekki rétti tíminn til að rísa gegn leiðtoga okkar. Við eigum þess í stað að standa saman og hafa það í huga hverjum við eigum að þjóna, það er að segja, öllu landinu. Af og til fæ ég áhyggjur af því að samstarfsmenn mínir ein- blíni of mikið á þingið sjálft.“ Til þess að vantraustsatkvæða- greiðsla um Theresu May fari fram þurfa 48 þingmenn Íhaldsflokksins að senda hinni svokölluðu 1922- nefnd flokksins bréf þar sem þess er krafist. Það hafa áberandi harðir Brexit-liðar nú þegar gert, til að mynda Jacob Rees-Mogg. Þeim þröskuldi hafði ekki verið náð í gær en samkvæmt BBC höfðu um 20 sagst opinberlega lýsa yfir vantrausti á May. Einn blaðamaður miðilsins sagði á Twitter að hugsanlega næðist 48 manna markið á mánudag. thorgnyr@frettabladid.is May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er á harðahlaupum þessa dagana vegna útgöngunnar. NordicphoTos/AFp f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ða l a 11l a U G a r d a G U r 1 7 . n ó v e m B e r 2 0 1 8 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 A -8 5 C 4 2 1 6 A -8 4 8 8 2 1 6 A -8 3 4 C 2 1 6 A -8 2 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.