Fréttablaðið - 17.11.2018, Page 22

Fréttablaðið - 17.11.2018, Page 22
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, hlaut Verðlaun Jón­asar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu, í gær, föstudaginn 16. nóvember, en þau voru að þessu sinni afhent á Höfn í Hornafirði. Verðlaunin eru veitt ár hvert til ein­ staklings sem hefur unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti og stuðlað að eflingu hennar. Eiríkur hefur í fjölmörg ár verið óþreytandi við að vekja athygli á þeirri hættu sem steðjar að íslenskri tungu og hvatt til þess að íslensk máltækni verði efld. Eiríkur, sem er fæddur árið 1955, kenndi málfræði og málvísindi við Háskóla Íslands og varð prófessor árið 1993. Hann er höfundur og með­ höfundur fjölda bóka, rita og fræði­ legra greina um mál og máltækni og hefur unnið fjölmörg verkefni á því sviði. „Ég er vitanlega mjög ánægður,“ segir Eiríkur um verðlaunin. „Ég lít svo á að í þessu felist viðurkenning á því viðhorfi til málræktar og íslensk­ unnar sem ég hef reynt að halda á lofti, sem er að mikilvægt sé að berj­ ast fyrir íslenskuna með jákvæðni og umburðarlyndi að vopni en reyna að forðast neikvæðar predikanir.“ Þú hefur lengi verið í baráttu fyrir því að halda íslenskunni lifandi. Hefurðu séð umtalsverðan árangur á þessum tíma? „Það sem ég hef lengst barist fyrir, í tuttugu ár, er að við búum okkur undir það að tölvurnar verði mikil­ vægur hluti í daglegu lífi okkar og sjáum til þess að íslenska verði gjaldgeng á því sviði. Þannig gætum við notað íslensku í samskiptum við tölvur og nýtt okkur tölvutæknina í vélrænum þýðingum og öðru slíku. Það hefur gengið hægt að gera eitt­ hvað í þessu, en nú er loksins búið að samþykkja og fjármagna aðgerðar­ áætlun um nýja máltækni. Þar er sem sagt heilmikið að fara í gang í þeim málum sem ég hef barist lengst fyrir, en aðrar ögranir hafa komið í staðinn. Börn og unglingar eru á kafi á netinu, í snjallsímum og tölvuleikjum. Áreitið frá þessum tækjum er mikið, fyrst og fremst á ensku. Það er ekkert vit í að reyna að halda tækninni frá börnunum en við þurfum að nýta hana á skyn­ samlegan hátt. Það er mikilvægt að koma íslensku í tölvurnar en það skiptir ekki síður máli að fólk tali við börnin sín. Allar rannsóknir sýna að það skiptir langmestu máli. Framtíð íslenskunnar ræðst á máltökuskeiði. Ef við tölum ekki nóg við börnin okkar og lesum ekki fyrir þau þá er hætta á að málkerfi þeirra verði ekki nógu sterkt og öflugt til að standast ytri þrýsting. En það er líka mikilvægt að heyja baráttuna undir réttum formerkjum og viðurkenna að íslenska er alls konar – það er ekki til einhver ein rétt dauðhreinsuð íslenska sem allir verða að tala. Lifandi tungumál á sér ótal tilbrigði og er alltaf að breytast.“ Ertu bjartsýnn á framtíð íslensk- unnar? „Já, maður verður að vera það. Við getum alveg talað íslensku áfram en það gerist ekki af sjálfu sér. Þegar ég er spurður hvað sé brýnast að gera hef ég lengi sagt að við þurfum Íslenska er alls konar Eiríkur Rögnvaldsson fékk verðlaun Jón- asar Hallgrímssonar. Hann segir framtíð íslenskunnar ráðast á máltökuskeiði. Mikil- vægt sé að nýta tæknina skynsamlega. Það er ekki til einhver ein rétt dauðhreinsuð íslenska, segir hinn nýi verðlaunahafi. Fréttablaðið/EyÞór vitundarvakningu. Það þarf að útskýra fyrir fólki að það gerist ekki af sjálfu sér að við höldum áfram að tala íslensku og lesa á íslensku. Við verðum sérstaklega að sinna börn­ unum og unglingunum, það þarf að bjóða þeim upp á lesefni og hvers kyns afþreyingu á íslensku.“ Sérðu skáld og rithöfunda gegna þarna miklu hlutverki? „Það þarf að efla bókaútgáfu fyrir börn og unglinga og þar geta skáld og rithöfundar haft stórt hlutverk. Það er ekki svo langt síðan Harry Potter æðið gekk yfir þar sem heil kynslóð barna fór allt í einu að lesa miklu meira en áður. Slíkt getur gerst aftur. Við eigum mikinn fjölda af frá­ bærum skáldum og rithöfundum en það verða ekki fagurbókmenntir sem halda íslenskunni lifandi. Þær eru frábærar fyrir íslenska menn­ ingu og góðar til útflutnings en þegar kemur að því að halda íslenskunni gangandi og lifandi eru þær ekki aðalatriðið. Við megum ekki festa okkur í því að koma hámenningar­ legu efni til krakkanna, heldur efni sem höfðar verulega mikið til þeirra. Við breytum ekki því hvað höfðar til þeirra en við getum haft áhrif á það hvort þau hafa kost á einhverju sem höfðar til þeirra á íslensku.“ Kolbrún bergþórsdóttir Við mEgum Ekki fEsta okkuR í þVí að koma hámEnningaRlEgu Efni til kRakkanna, hElduR Efni sEm höfðaR VERu- lEga mikið til þEiRRa. Viðurkenning til skálda í skólum Verkefnið Skáld í skólum fékk sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu, en það hefur verið starfrækt frá árinu 2006 á vegum Höfundamið- stöðvar Rithöfundasambands Íslands. Þar hefur grunnskólum um allt land boðist að brjóta upp hefðbundna kennslu með heimsóknum frá rithöfundum, handritshöfundum, skáldum og myndasöguhöfundum. Í greinargerð ráðgjafarnefndar segir meðal annars: „Dagskráin er ætíð fjölbreytt og eitthvað í boði fyrir hvert skólastig, bæði styttri fyrirlestrar og kveikjur en einnig ritsmiðjur sem geta spannað nokkra daga. Í dagskránni í ár má til dæmis finna fyrirlestur um „Veiðilendur ævintýranna“, þar sem nemendur í 1.-4. bekk fá hjálp við að veiða hugmyndir og kveikjuna „Ef ég mætti ráða …“ þar sem nemendur í 5.-7. bekk fá hjálp við að búa til sína eigin myndasögubók. Öll erindin byggja þó á sama grunni: Skáldin ræða sögur og lestur, sköpun og skrif og hjálpa nemendum að fá hugmyndir að sínum eigin sögum.“ Falleg og fróðleg Flóra Íslands eftir Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þór- hallsdóttur er stórvirki um ís- lenskar plöntur. Gríðarlega falleg og fróðleg bók sem allt áhuga- fólk um plöntur verður að eignast. Hangiskankar í niðursveiflu! Á þessum árs- tíma er fátt sem jafnast á við hangi- skanka. Í IKEA er hann ein- mitt alveg eins og hann á að vera með öllu tilheyrandi. Það kann að vera niður- sveifla en allir hafa efni á að borða í IKEA. Þurfa alltaf að vera jól? En talandi um árstímann. Þurfa alltaf að vera jól? Frá miðjum september til loka desember? Er það ekki full langt? Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri hafði orð á þessu í vikunni og sagði meðal annars: „Það er ekki skammdegið sem plagar mig – held ég – heldur sú gegndar- lausa efnis- og neysluhyggja sem grípur um sig eins og far- sótt eða plága. Jólin eru toguð „fram á við“ til að ballið geti byrjað nógu snemma.“ 50 ára Háteigsskóli heldur upp á 50 ára afmæli sitt í dag á milli 13.00 og 15.00. Velunn- arar skólans geta litið inn og hlýtt á kór skólans og þá verður óvænt atriði frá fyrrverandi nemanda í skólanum sýnt í sal skólans kl. 14.30. 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r22 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð helgin 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -8 F A 4 2 1 6 A -8 E 6 8 2 1 6 A -8 D 2 C 2 1 6 A -8 B F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.