Fréttablaðið - 17.11.2018, Page 24

Fréttablaðið - 17.11.2018, Page 24
mynd/gunnarfreyr.com Leikarinn John Rhys-Davies hefur upp raust sína með því að fara með erindi úr dramatísku ljóði eftir enska leik- og ljóðskáldið John Dryden, Beneath a myrtle shade, frá 1670 eða þar um bil. Drynjandi röddin kallar fram gervi tortryggna dvergsins úr þríleik J.R.R. Tolkien um The Lord of the Rings sem hann sló í gegn fyrir að túlka. Rhys-Davies er hins vegar nokkuð hávaxinn maður og hefur fallegan velskan hreim. Hann er ljóðelskur maður. „Þetta er eitt af mínum uppá- haldsljóðum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljóðlist,“ segir Rhys- Davies er við göngum í átt að bíó- sal númer þrjú. Við tyllum okkur í myrkrinu meðan hann lýkur einu erindinu: „Þú getur ei roðnað, því ég get ei séð,“ og við það kvikna ljósin í salnum. Það kæmi ekki á óvart að þessi velski listamaður lumaði á ljóði frá miðöldum fyrir hvert tilefni. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands og mér líkar það alveg afskaplega vel. Þetta er elskuleg þjóð og hér hefur verið tekið vel á móti mér,“ segir hann. „Íslendingar þekkja sögu sína vel og vita mikið um forfeður sína. Það er sjaldgæft fyrir marga en afskaplega mikilvægt. Margir vita ekki hvaðan þeir koma en allir þeir Íslendingar sem ég hef hitt vita það og það er dásamlegt. Þið berið ekki með ykkur þau einkenni eyjar- skeggja að vera þröngsýn og and- snúin utanaðkomandi, heldur hlý og vinaleg. Þið eruð nútímafólk og kraftmikil og svo ég vitni í T.S. Elliot, góð blanda af hinu gamla og nýja.“ Kynntist Shakespeare ungur John Rhys-Davies er fæddur árið 1944 í Salisbury í Wiltshire á Eng- landi en ólst upp að hluta í Wales. Móðir hans var hjúkrunarkona og faðir hans var vélaverkfræðingur og nýlendustjóri. „Ég var sendur í heimavistarskóla í Cornwall á Englandi aðeins níu ára gamall. Ég var nýkominn heim frá Afríku þar sem fjölskyldan bjó á meðan faðir minn gegndi starfi nýlendustjóra. Ég ólst því upp að mestu í villtri náttúru. Í Afríku hafði ég verið frjáls og í raun aldrei lært að leika við önnur börn. En í skólanum voru aðrir nýlendudrengir sem ég tengdi við,“ segir Rhys-Davies. „Ég var hins vegar uppreisnar- barn og þoldi ekki þennan skóla. En þetta var góður skóli sem færði mér Shakespeare. Hið magnaða leyndarmál um börn er að finna það sem þau hafa ástríðu fyrir. Þegar ég kynntist Shakespeare öðlaðist ég orðaforðann fyrir reiði mína.“ Í skólaleikritum fór hann með stór hlutverk, meðal annars Óþelló og fleiri. Leiðin lá síðan í háskólann í Vestur-Anglíu þar sem hann var einn af 105 nemendum sem fengu inngöngu. Þar stofnaði Rhys-Davies The Dramatic Society og eðlilega fékk hann þar öll bestu hlutverkin. Hann giftist fyrri eiginkonu sinni, Suzanne Wilkinson, árið 1966 áður en hann kláraði námið í skólanum og kenndi á meðan í eitt ár við grunnskóla í Norfolk á meðan Suz- anne kláraði sitt nám. Í kjölfarið fékk hann inngöngu í konunglega leiklistarskólann í London. Leikarinn eignaðist tvo syni með Suzanne en þau skildu árið 1985. Suzanne fékk Alzheimer en hann annaðist hana þar til hún lést árið 2010. Í dag býr Rhys-Davies með fjölmiðlakonunni Lisu Manning og eiga þau 12 ára dóttur. „Enginn ætti að gifta sig fyrir þrí- tugt,“ segir hann kíminn. „Ég fékk síðan vinnu í leikhúsinu og hóf störf á mánudagsmorgni 28. júlí 1969. Ég fagna því fimmtíu ára leiklistar- afmæli á næsta ári.“ Heillaður af uppruna og eðli mannsins John-Rhys Davies er nýfarinn frá Íslandi, en hér dvaldi hann við tökur á kvikmyndinni Shadowtown. Blaðamaður mælti sér mót við hann í Bíó Paradís þar sem framtíðar- verkefni og mikilvæg gildi í lífinu voru rædd. Fyrsta kvikmynd Jóns Shadowtown er íslensk og kanad- ísk samframleiðsla en íslenskur framleiðandi myndarinnar er Hlín Jóhannesdóttir hjá Ursus Parvus. Shadowtown er fyrsta kvik- mynd leikstjórans Jóns Gústafs- sonar sem skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Karolinu Lewicka. Jón bjó í Kanada í átta ár og hefur tengingar þangað sem sem leiddu af sér samstarfið. Myndin fjallar um unga konu sem erfir hús ömmu sinnar sem hún hitti aldrei, í borg sem hún hefur aldrei séð. Í trássi við vilja móður sinnar leggur hún í ferðalag til að öðlast skilning á sársauka fortíðarinnar, en með þeirri ákvörðun veldur hún upp- námi og róti sem hún kemst ekki lifandi frá nema með aðstoð látinna forfeðra og -mæðra. Með aðalhlutverk fer Brittany Bristow, en hún á ættir að rekja til Íslands. Þetta vaR góðuR skóli sem fæRði méR shake- speaRe. hið magnaða leynDaRmál um böRn eR að finna Það sem Þau hafa ástRíðu fyRiR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -A 3 6 4 2 1 6 A -A 2 2 8 2 1 6 A -A 0 E C 2 1 6 A -9 F B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.