Fréttablaðið - 17.11.2018, Síða 35

Fréttablaðið - 17.11.2018, Síða 35
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Emma var nýlega út- nefnd einn af fjörutíu fram- tíðarleiðtogum í skemmtiferða- skipaiðnaðinum í heiminum. MYND/SIGTRYGGUR ARI Emma Kjartansdóttir, deildar-stjóri skemmtiferðaskipa-deildar Iceland Travel, var nýlega útnefnd einn af fjörutíu framtíðarleiðtogum í skemmti- ferðaskipaiðnaðinum í heiminum. Valið var úr yfir 100 tilnefningum og niðurstaðan tilkynnt á Seatrade ráðstefnunni í Lissabon í sept- ember. „Þetta er ánægjulegur og hvetjandi heiður,“ segir Emma. Hún hefur starfað hjá Iceland Travel í tíu ár. Hún tók til starfa um það leyti sem skemmtiferða- skipadeildin var stofnuð og tók þátt í uppbyggingu hennar. „Ég hef síðan flakkað aðeins innan- húss en var svo ráðin deildarstjóri skemmtiferðaskipadeildarinnar árið 2016. Þar starfa nú tíu manns á veturna en tuttugu á sumrin þegar aðalvertíðin stendur yfir. Aðspurð segir Emma starfið afar fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi en deildin tekur á móti mörg þúsund erlendum ferða- mönnum sem koma hingað til lands á skemmtiferðaskipum á hverju ári. „Við störfum í tuttugu og tveim- ur höfnum um allt land og höfum verið með í kringum 150 þúsund farþega í ferðum á okkar vegum á ári,“ upplýsir Emma. Hún segir Bjartsýni í greininni Emma Kjartans- dóttir heldur utan um skemmti- skipadeild Iceland Travel. Hún hlaut al- þjóðlega viður- kenningu fyrir vel unnin störf. mikinn fjölda skipafélaga koma hingað til lands og að Iceland Travel bjóði farþegum þeirra upp á ýmiss konar ferðir. „Við erum með dagsferðir út frá öllum höfnum en líka ferðir þar sem gist er yfir nótt. Þá er talsvert um farþegaskipti þar sem farþegar fljúga til landsins og byrja siglinguna sína í Reykjavik eða á Akureyri.“ Emma segir boðið upp á ýmsar uppákomur í kringum komu skipanna og að sífellt sé verið að bæta við nýjum afþreyingarmögu- leikum. „Í fyrra vorum við til að mynda með svokallað „President’s Cruise“ en þá er forseti viðkom- andi skipafélags með um borð og boðið upp á siglingu fyrir sérstaka vildarvini. Við vorum með Eldborg tvísetna og flott prógramm með Grétu Salome svo dæmi sé nefnt.“ Emma situr í stjórn Cruise Iceland sem eru hagsmunasamtök fyrir aðila sem koma að skemmti- ferðaskipaiðnaðinum á Íslandi. Þar er unnið að ýmsum umbóta- verkefnum og meðal annars að því að kynna hafnir, byggja þær upp og taka nýjar í notkun. Við vinnum meðal annars með Umhverfis- stofnun og AECO-samtökunum en á meðal verkefna er að búa til leiðarvísa fyrir leiðangursskip yfir hvað má og hvað ekki í íslenskum höfnum. Emma lærði ferðamálafræði á Nýja-Sjálandi og þó hún hafi ekki endilega ætlað sér að starfa í skemmtiferðaskipaiðnaðinum sér hún ekki eftir því að hafa fetað þá slóð. „Það ríkir mikil bjartsýni í greininni og mikið um að verið sé að smíða ný skip enda falla mörg hinna eldri ekki að nýrri um- hverfis löggjöf sem tekur gildi árið 2020. Það eru því spennandi tímar fram undan. Jarðböðin við Mývatn eru vel þekkt og vinsæl enda unaðsleg jafnt sumar sem vetur. Þær eru fleiri heitu náttúrulaugarnar hér á Íslandi sem hægt er að heimsækja allt árið um kring. MYND/AUÐUNN Svona gæti útsýnið verið úr heitum potti eða laug úti í hrímhvítri nátt- úrunni að vetri til. MYND/ERNIR Þó sumir kvíði skammdeginu á Íslandi eru aðrir sem gleðjast yfir tækifærunum sem í því felast. Það er til dæmis hægt að fara út í rökkrinu, leggjast í heita laug og skoða norðurljósin og stjörnurnar. Þessa iðju er bæði hægt að stunda í sundlaugunum víðsvegar um landið en þau hug- rökkustu, sem láta sig ekki muna um að klæðast og afklæðast við lágt hitastig geta aukið enn meira á ánægjuna með því að leita uppi einhverjar af þeim fjölmörgu heitu náttúrulaugum sem fyrirfinn- ast í öllum landsfjórðungum. Á veturna er mælt með að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er í nátt- úrulaugaleit þar sem aðstæður geta verið talsvert aðrar en á sumrin. Til dæmis getur verið erfitt að komast að laugunum og einnig hált í kringum þær. En þegar norður- ljósin leiftra fyrir ofan höfuðið og jarðheitt vatnið gælir við líkamann er það allt þess virði. Á Vestfjörðum eru fjölmargar laugar. Má þar nefna Pollinn á Tálknafirði, Hellulaug við Flóka- lund og Reykjafjarðarlaug rétt hjá Bíldudal. Þar er hægt að skipta um föt í litlum kofa og notalegt að liggja og láta sig dreyma á köldum vetrarkvöldum. Á Norðurlandi, nánar tiltekið í Mývatnssveit, er aldagömul hefð fyrir því að nýta jarðvarmann með því að baða sig í heitum laugum. Jarðböðin í Mývatnssveit eru auð- vitað vel þekkt og vinsæll áfanga- staður ferðamanna en Stóragjá er líka heimsóknar virði. Hún liggur inni á milli stórra kletta og til að fara niður í hana þarf að fara niður tvo stiga. Engin búningsaðstaða er á svæðinu, en hægt er að leggja fötin frá sér upp við klettana. Ráðlegt að ráðfæra sig við landeig- endur í Reykjahlíð áður en farið er Í hlýju vatni við norðurljós Á Íslandi eru fjölmargar heitar náttúrulaugar sem njóta má jafnt sumar sem vetur. Það ber þó að hafa í huga að aðgengi að laugunum getur verið torvelt og því afar mikilvægt að fara varlega. ofan í þar sem aðstæður til að fara í gjána eru ekki alltaf jafn ákjósan- legar. Á Austurlandi má finna náttúru- laugina að Laugarfelli sem er um 72 km frá Egilsstöðum en hún er vinsæl jafnt sumar sem vetur. Við laugina standa nokkrir skálar og í einum þeirra er búningsaðstaða. Laugin er stór og rúmar nokkuð marga og er hitastig hennar jafnt bæði sumar og vetur. Í nágrenni Hafnar í Horna- firði, nánar tiltekið á Hoffelli, hefur verið komið fyrir nokkrum skemmtilegum heitum pottum undir kletti. Vatnið er kannski ekki mjög heitt en umhverfið þeim mun skemmtilegra. Við rætur Eyjafjalla er svo ein þekktasta náttúrulaug landsins, Seljavallalaug, friðuð útilaug sem er næstum hundrað ára. Það tekur um 15 mínútur að ganga að lauginni frá veginum og þar eru búningsklefar fyrir þá sem það kjósa. Laugin er steypt og umhverfið einstaklega fallegt og ævintýralegt. Er ráðstefna á döfinni? R ÁÐSTEFNUR Við hjá Iceland Travel Ráðstefnum höfum áratuga reynslu af skipulagningu ráðstefna og funda. Við bjóðum uppá alhliða þjónustu í tengslum við ráðstefnur og fundi. radstefnur@icelandtravel.is FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 8 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 A -B C 1 4 2 1 6 A -B A D 8 2 1 6 A -B 9 9 C 2 1 6 A -B 8 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.