Fréttablaðið - 17.11.2018, Page 77

Fréttablaðið - 17.11.2018, Page 77
lagi vegna þess að ég er ekki þaðan. Í fyrstu vantreysti fólk þessum kvik- myndagerðarmanni að sunnan,“ segir Grímur sem segist hins vegar hafa fundið til skyldunnar. „Ég vissi að það myndi enginn annar gera þetta og þetta eru merki- legar heimildir. Viðmælendurnir eru allt fólk sem býr í Neskaupstað, sem lifir og hrærist í þessum veru- leika. Ég er ekki að taka viðtöl við sagnfræðinga í Reykjavík eða fólk sem er flutt úr bænum. Ég fór líka þá leið að tala ekki bara við gamla kommúnista heldur líka ungt fólk sem hefur tengingu við söguna,“ segir Grímur sem fór aðra leið í heimildarmynd sinni Hvelli sem fjallaði um þann atburð þegar bændur í Suður-Þingeyjarsýslu tóku sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. „Þá talaði ég bara við bændur og tók í raun aðeins þeirra hlið. Nú fór ég þá leið að ræða við fólk á mismunandi pólum.“ Hvað kom þér mest á óvart? „Ég vissi rosalega lítið um bæinn og það sem kom mér mest á óvart er það hvernig þessu tímabili sósíal- istanna lýkur. Það tengist nefnilega byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álverinu. Kommarnir Í Neskaup- stað voru iðnaðarkommar, þeir gerðu allt til að skapa atvinnu. Þeir fóru í það að biðla til álvers að koma þangað og eru aðalhvatamenn að þessu álveri og Kárahnjúkavirkjun líka. Til þess að fá álverið þurftu þeir að sameinast bæjarfélögum í kring til að búa um álverið. Þannig fellur sósíalisminn af sjálfu sér, þeir redda atvinnunni en fórna þessari sósíalísku einingu sem var þarna,“ segir Grímur. „Sósíalistar komast til valda í Neskaupstað árið 1946. Það er eftir stríðið og það er bullandi velmegun, svaka uppbygging og ákveðið gull- aldarskeið. Þetta er merkilegt og í miðju kalda stríðinu var bærinn sá eini þar sem sósíalistar fóru með völd. Eftir 1974 byrjar smám saman að fjara undan þessu. Þá féll snjóflóð á bæinn sem hafði skelfi- legar afleiðingar og skildi Síldar- vinnsluna, aðalútgerðarfyrirtæki bæjarins, eftir í miklum skuldum. Hún var alltaf í eigu bæjarbúa en á tíunda áratugnum fer hún á hluta- bréfamarkað og bæjarbúar missa völdin yfir fyrirtækinu.“ Hverjir voru draumar þessa fólks? Hvernig bjó það? „Sósíalistar hér sem annars staðar óskuðu sér alheimsbyltingar. Menn gerðu ráð fyrir því að hún yrði á ákveðnum tímum. Menn Í Nes- kaupstað voru alltaf að bíða eftir byltingunni en þær væntingar fara auðvitað forgörðum og vonbrigðin með Sovétríkin voru ofsaleg. Menn trúðu því lengi vel í blindni að Sovétríkin væru fyrirmyndarríki og þegar hryllingurinn kemur í ljós, morðin og spillingin, þá er það erfitt. Þeim hefur síðan þá verið velt mikið upp úr þeirri for,“ segir Grímur. „En hið daglega líf fólks í Nes- kaupstað snerist um að halda nægri atvinnu í bænum fyrir fólkið. Atvinnuleysi, það mátti aldrei vera. Þeir voru líka stórtækir í vel- ferðarmálum. Byggðu skóla, fyrsta barnaheimilið á landsbyggðinni og sjúkrahús sem var í raun alltof stórt fyrir þennan litla bæ. Þetta þótti alls ekki sjálfsagt mál á þesum tíma. Þeir voru á undan sinni samtíð. Fólki leið vel í bænum,“ segir Grímur. „Það er arfleifðin. Velferðarmálin, þjóðfélag okkar og í Evrópu er mjög sósíalíserað. Það er vegna verka- lýðsbaráttunnar og sósíalískrar hugmyndafræði. Í Neskaupstað eru ennþá mjög sterkar stoðir, vel- megun og gott félagslegt kerfi.“ Fannstu enga njósnara? Grímur skellir upp úr. „Frá KGB? Nei, reyndar ekki. En það var mikið af fólki sem fór í boðsferðir til Sovétríkjanna. Bæjar- stjórinn fór í boðsferð á Krímskaga með eiginkonuna. Svo voru fluttir inn listamenn á vegum MÍR. Þá komu þeir alltaf til Norðfjarðar þar sem var annað útibú MÍR. Annað sem var merkilegt, þá var mikið verið að senda ungmenni í komm- únískar sumarbúðir, ungt fólk fékk slíkar ferðir í fermingargjöf,“ segir Grímur sem ræðir við Ingibjörgu Þórðardóttur í heimildarmyndinni um hennar reynslu af því að fara í sumarbúðir í Austur-Þýskalandi. Grímur hefur nýlokið við að klippa næstu leiknu kvikmynd sína í fullri lengd, Héraðið, sem verður frumsýnd næsta vor. Enn er sögu- sviðið íslensk sveit og bændur í aðalhlutverki. En nú er aðalper- sónan kona sem fer í uppreisn. Með hlutverk hennar fer Arndís Hrönn Egilsdóttir. „Þetta er kona sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu sem öllu ræður. Um leið berst hún gegn karllægum gildum sem eru ráðandi. Þetta er pólitísk mynd, ádeila,“ segir Grímur og útilokar ekki að Litla Moskva hafi smitað frá sér í kvik- myndina. Grímur hefur sópað til sín verð- launum og viðurkenningum fyrir kvikmyndina Hrúta. „Hrútar opn- uðu ýmsar dyr fyrir mér erlendis. Ég er kominn með umboðsmann í Los Angeles og London og er að þreifa fyrir mér að gera mynd á ensku. Ég er að vinna með sögu sem ég skrifa með áströlskum handritshöfundi, þetta gæti orðið mín næsta mynd en ég get lítið sagt um það á þessu stigi. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Grímur. Þeir voru líka stórtækir í velferðarmálum. Byggðu skóla, fyrsta Barnaheimilið á lands- Byggðinni og sjúkrahús sem var í raun alltof stórt fyrir Þennan litla Bæ. Þetta Þótti alls ekki sjálfsagt mál á Þessum tíma. Þeir voru á undan sinni samtíð. fólki leið vel í Bænum. Jardin del Atlantico Apartments Hagkvæmur og vinsæll gistivalkostur í sínum stjörnuokki sem býður ölbreytta þjónustu. Jardin del Atlantico er vel staðsett íbúðahótel á Ensku ströndinni en hótelið stendur rétt við Kasbah-torgið og við hliðina á Broncemar sem margir þekkja. Innifalið: Flug, Gisting, Án fæðis. Frá kr. 86.495 Gran Canaria 22. janúar í 7 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna aaa Globales Tamaimo Tropical Hér er um að ræða góðan íbúðavalkost í bænum Puerto de Santiago, sem er í um 40 mínútna akstursarlægð frá Playa de las Americas. Globales Tamaimo Tropical er meðal gistivalkostanna okkar fyrir ölskyldur 4+. Innifalið: Flug, Gisting, Án fæðis. Frá kr. 99.995 Tenerife 2. janúar í 12 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna aaa 595 1000 . heimsferdir.isBókaðu þína ferð á KANARÍEYJARNAR Tenerife & Gran Canaria í janúar Frá kr. 86.495 Íslensk fararstjórn, taska og handfarangur innifalið. BÓKAÐU SÓL ALLUR PAKKINN Iberostar Grand Hotel Mencey Eitt af glæsilegustu mm stjörnu lúxushótelum á Tenerife staðsett í höfuðborg eyjunnar Santa Cruz de Tenerife. Hér er svo sannarlega hægt að njóta alls þess besta sem bestu hótel bjóða upp á og hvílast í fallegum herbergjum með frábærum rúmum og aðstöðu sem allir ættu að njóta. Innifalið: Flug, Gisting, Morgunverður. Frá kr. 179.780 Tenerife 4. janúar í 10 nætur Verð á mann m.v. 2 fullorðna aaaaa h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 33l A U g A R D A g U R 1 7 . n ó v e m B e R 2 0 1 8 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -8 A B 4 2 1 6 A -8 9 7 8 2 1 6 A -8 8 3 C 2 1 6 A -8 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.