Fréttablaðið - 17.11.2018, Page 80

Fréttablaðið - 17.11.2018, Page 80
Þriðjungur þjóðarinnar er að vinna störf sem þarf að beita röddinni við, algerlega óvar-inn. Þetta tæki, röddin, hefur ekki verið tryggt svo fólk ber sjálft kostnað og skaða ef röddin klikk- ar, fyrir utan þá greiðsluþátttöku sem Sjúkratryggingar Íslands leggja fram. Fólk hefur bara oft tekið því þegjandi, í orðsins fyllstu merkingu, ef röddin fer og veit ekki hvað það á að gera. Þess vegna tel ég að fræðsla um röddina þurfi að vera fyrirbyggjandi, númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er forvarnar- og lýðheilsumál,“ segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, talmeina- og raddfræðingur. Hún er höfundur nýrrar bókar, Taland- inn – Er hann í lagi? Valdís segir söngvara líkast til þá einu sem verulega þjálfun hljóti í beitingu raddarinnar. En nefnir kennara, stjórn- málamenn, presta og starfsfólk ljós- vakamiðla sem dæmi um stéttir sem einnig byggi afkomu sína á því að rödd þeirra berist til annarra. Því verði beit- ing raddar að vera námsgrein í skólum, sérstaklega kennaraháskólum. „Fólk getur ekki boðið fram röddina sína ef hún nær ekki að bera skýrt fram öll talhljóð, það segir sig sjálft. Til dæmis í leikskólum þar sem hávaðinn er það mikill að börn eiga erfitt með að heyra sér til gagns og eru þó á máltökuskeiði.“ Til að vernda raddir kennara telur Valdís líka brýnt að skapa þeim boðleg- ar aðstæður. „Það er vitað að kennarar geta rústað röddinni í kennslustofu með alltof mörgum börnum, alltof miklum erli og alltof lítilli agastjórnun. Hugsum um Písarannsóknirnar. Hvað vitum við hvað börnin hafa heyrt sér til gagns í skólunum? Ef rödd kennarans er ekki í lagi fer fræðslan ekki eðlilega fram en hann getur lifað í sjálfsblekk- ingu því hann heyrir svo vel til sjálfs sín,“ segir hún og telur alltof lítið um að magnarakerfi séu notuð. „Það er ekki einkamál eins eða neins að leigja út röddina sína. Fólk mundi aldrei vilja leigja bíl sem væri ekki í lagi.“ Valdís telur möguleika á að ein- hverjir kunni að hafa dottið út af þingi af því kjósendur hafi ekki þolað raddir þeirra. Viðurkennir að ekki sé öllu fólki gefin óskarödd heldur sitji uppi með þá sem það fái úthlutað. „En það talar enginn tímunum saman án þess að skaða röddina, ef henni er ekkert sinnt. Þetta er líffræði og ég skrifaði þessa bók í von um að hún geri gagn. En þá þarf einhver að lesa hana. Þetta er enginn krimmi heldur kennslubók. Það er þetta almenna þekkingarleysi um röddina sem ég vil berjast gegn, því efni um hana hefur aldrei verið borið upp sem fræðigrein hér á landi,“ segir Valdís. „Fólk fer betur með bílinn sinn en röddina.“ gun@frettabladid.is Kennslubók – ekki krimmi Talandinn – Er hann í lagi? er titill nýrrar bókar eftir dr. Valdísi Jónsdóttur, talmeina- og raddfræðing. Þar fjallar hún um framburð, framsögn og ekki síst röddina. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þorkels Skúlasonar endurskoðanda. Ólafía Katrín Hansdóttir Valdís Brynja Þorkelsdóttir Ingiríður H. Þorkelsdóttir Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir barnabörn og barnabarnabörn. Á erfiðum stundum er gott að finna nærveru, styrk, hlý orð og hugsanir kærra vina. Við þökkum fyrir ómetanlegan stuðning við fráfall elskaðs drengsins okkar, Egils Daða Ólafssonar Ólafur Vigfússon María Anna Clausen Andri Ólafsson Sigurlaug Jónsdóttir Vigfús Ólafsson Sif Sigþórsdóttir Marsibil Tómasdóttir Vigfús Ólafsson Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Örn Ævarr Markússon lyfjafræðingur, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 15. Halla Valdimarsdóttir Ragnheiður Elfa Arnardóttir Guðjón Ketilsson Snorri Björn Arnarson Aðalheiður Sveinbjörnsd. Halla Sigrún Arnardóttir Hannes Birgir Hjálmarsson og fjölskyldur. Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Rafnar Hjálmarsson fv. fræðslustjóri, Dalbraut 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 10. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn 19. nóvember klukkan 13. Guðrún Ó. Hjörleifsdóttir Halldóra, Hjálmar Andrés, Hjörleifur Rafn, Oddný Sigurrós, Guðrún Helga, tengdasynir, barnabörn og langafabarn. „Fólk fer betur með bílinn sinn en röddina,“ segir Valdís sem berst gegn þekkingarleysi fólks um rödina. Mynd/Auðunn níelsson Línur úr bókinni: ... Talfæri og raddfæri þurfa að vera liðug til þess að geta gefið frá sér hljómmikla, blæbrigðaríka rödd og skýran framburð. Fyrir langt mál skyldi alltaf byrja á því að hita upp radd- og talfæri. Að loknu löngu máli ætti að venja sig á að ná í burtu þreytu úr tal- og raddfærum með sömu æfingum og notaðar voru til upphitunar. Þessu er svipað farið og hjá íþróttafólki sem reynir á líkamann í íþróttunum. 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r36 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 A -A 3 6 4 2 1 6 A -A 2 2 8 2 1 6 A -A 0 E C 2 1 6 A -9 F B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.