Fréttablaðið - 17.11.2018, Síða 84

Fréttablaðið - 17.11.2018, Síða 84
„Þetta er nú meira vegg- skriflið,“ sagði Kata, þar sem þau komu að hlaðinni steingirðingu. „Hér vantar nánast annan hvern stein,“ bætti hún við með fyrir- litningu. „En hann er nú bara orðinn gamall,“ sagði Konráð. „Það gerir hann ekki endilega að vondum vegg, bara laslegum,“ bætti Konráð á ferð og flugi og félagar 327 Getur þú hjálpað þeim að telja hvað va ntar marga steina í vegginn? ? ? ? hann við. „Það vantar til dæmis ansi marga steina í þetta gat hérna fyrir framan okkur,“ sagði Kata og hélt áfram að úthúða veggnum. Konráð varð að viðurkenna að það vantaði jú ansi marga steina í þetta gat. „En við verðum að troða okkur í gegnum það ef við ætlum að komast eitthvað áfram,“ sagði Kata. „Spurning hvort það vanti það marga steina að við komumst í gegnum gatið,“ bætti hún við glottandi. Enda augljóst að auðvelt væri að komast í gegnum svona stórt gat án þess að þurfa að troða sér. Grímar Gauti Ólafsson á sér mörg óskastörf. Hann langar til dæmis að verða kennari en líka skipstjóri og bílalagari. Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ég heiti Grím- ar Gauti Ólafsson og ég á afmæli 20. apríl og er sex ára gamall. Hvað heitir skólinn þinn? Hann heitir Hólabrekkuskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þar? Að læra stærðfræði og smíði. En hvernig finnst þér mest gaman að leika þér? Í Playmó, og perla. Líka gaman að setja saman Legó og spila draugaspilið. Hver er uppáhaldsbókin þín og um hvað er hún? Emil í Kattholti. Þegar hann var sex ára í skólanum þá kyssti hann kennarann. Það var fyndið. En það er bara ein saga. Það eru margar sögur í Emil í Kattholti. En eftirlætisefnið í sjónvarp- inu? Svampur Sveinsson. Hann er skemmtilegastur í heiminum. Skemmtilegustu þættirnir eru þegar Svampur og Pétur fara á mar- glyttuveiðar og svo þegar Svampur var að byrja í vinnunni og gerði alls konar vitleysu. Setti pott í staðinn fyrir brauð og tómat í staðinn fyrir salat. Hvað finnst þér best að borða? Hakk og spagettí. Eru einhver sérstök dýr í uppá- haldi hjá þér? Hundar, já og hvolp- ar. Hver er uppáhaldstölvuleikurinn þinn? Super Mario. Ég er búinn að ná svo mörgum stjörnum. Ég er orð- inn mjög góður af því að ég er búinn að æfa mig svo mikið. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Einn Marioleik þar sem maður safnar mánum, ég er oft að horfa á hann á YouTube. Hvað langar þig að verða þegar þú ert orðinn stór? Mig langar að vera kennari. Mig langar líka að vera skipstjóri og bílalagari. Líka löggu- maður og mig langar að laga löggu- bíla. Langar líka að keyra sjúkrabíla og laga þá.  Langar að laga löggubíla Grímar Gauta langar í einn Marioleik í jólagjöf, þar sem maður safnar mánum. Fréttablaðið/Ernir Skáldsagan Skóladagur í Einelti Höfundur: Júlía Hilmarsdóttir, 9 ára, Háaleitisskóla við Álftamýri. Þriðji hluti: „Jæja krakkar, núna er nesti,“ kallaði Kristín yfir stofuna. Allir tóku nesti upp úr töskum og byrj- uðu að borða. Bjallan hringdi. „Frímó!“ æptu krakkarnir og fóru út. Mandý sat ein á bekk. Stefán kom og sparkaði í hana. „Ái!“ æpti hún. „Til hvers var þetta?“ spurði hún. „Fyrir að klaga, klöguskjóðan þín!“ svaraði hann. Hann ýtti henni aftur svo hún datt beint á jörðina. Svo kom önnur stelpa og sagði við hann: „Hvað ertu að hugsa, þarna … fávitinn þinn?“ Stefán leit hvass á stelpuna. „Hvað varstu að kalla mig?“ sagði hann. „Æ, þú ert of heimskur til að skilja, það eina sem þú þarft að gera er að snúa þér við og fara burt,“ sagði hún. „Af hverju ætti ég að gera það?“ sagði hann. Stelpan svaraði strax. „Ertu svo aumur að þú þarft að stríða miklu minni stelpu en þú? Hví ferðu ekki að stríða einhverjum sem er jafn stór og þú?“ sagði hún. Stefán varð eldrauður í framan og fór í burtu. Framhald í næsta blaðiLausn á gátunniÞað vantar áttatíu steina? Mynd/Guðrún HilMarsdóttir 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r40 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð krakkar 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 A -8 A B 4 2 1 6 A -8 9 7 8 2 1 6 A -8 8 3 C 2 1 6 A -8 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.