Fréttablaðið - 17.11.2018, Síða 88

Fréttablaðið - 17.11.2018, Síða 88
Ég veit hins vegar að barnabók- menntir eru ekki virtar eins og aðrar tegundir bókmennta. Í tilefni af 119 ára afmæli Fríkirkjusafnaðarins sunnudaginn 18. nóvember verður hátíðarmessa kl. 11 og kaffisamsæti í safnaðarheimili á eftir. Afmælistónleikar kl. 17 Sönghópurinn við Tjörnina flytur tónverkið Jazz Mass eftir bassaleikarann og djassskáldið Ike Sturm, sem jafnframt leikur með í verkinu. Einsöngvari er Sara Grímsdóttir. Hljómsveitina skipa Ike Sturm, Ásgeir Ásgeirsson, Haukur Gröndal, Erik Qvick og Gunnar Gunnarsson. Strengjakvartett skipa Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Margrét Soffía Einarsdóttir, Eydís Ýr Rosenkjær og Þórdís Gerður Jónsdóttir. Hljóðmaður er Hafþór Karlsson. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 3.000 Verið öll hjartanlega velkomin Fríkirkjan í Reykjavík Hátíðarmessa kl. 11 og afmælistónleikar kl. 17 sunnudaginn 18. nóvember FRÍKIRKJAN - FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN - LOGO B3 FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Í FULLUM LITUM / TVÍLITT1 LITUR - GRÁTÓNAR 1 LITUR - STIMPLAR - GYLLING FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK S ilfurlykillinn er ný barna-bók eftir Sigrúnu Eldjárn. Sagan segir frá Sumar-liða og Sóldísi sem búa hjá pabba sínum í hús-inu Strætó númer sjö, en móðirin er horfin. Einn dag birtist hin dularfulla stelpa Karítas og við tekur spennandi atburðarás. Sagan gerist í framtíðinni þar sem er ekkert rafmagn, engir símar og fátt um bækur. „Þessi saga lýsir framhaldi þess sem er byrjað að gerast í heiminum. Við erum svo- lítið að eyðileggja allt og þá er spurning hvað verður ef öll tækni sem við treystum á í dag hverfur skyndilega. Hvað ef það væru engir símar, engar tölvur og ekkert rafmagn? Það er áhugavert fyrir krakka að velta fyrir sér hvernig verður ef það gerist. Í þessum heimi án allrar tækni er samt ýmislegt hægt að gera,“ segir Sigrún. Spurð hvort hún sé svartsýn á framtíð þar sem heiminum er ógnað vegna loftslagsbreytinga segir hún: „Auð- vitað er ég dálítið svartsýn. Ég held samt að við munum taka okkur á, það er slík bylgja í gangi.“ Lítið um bækur Bækur koma við sögu í bókinni, en þar sem mannkynið hefur ekki gætt að því að passa upp á þær þá finnast þær vart. „Þær hafa verið notaðar í hitt og þetta, eldsneyti, einangrun í veggi og annað slíkt. Nema í einum kjallara, þar er fullt af bókum,“ segir Sigrún. Um bóklestur og ungt fólk segir hún: „Ég held að það sé mjög mikil- vægt að krakkar lesi og þau vilja lesa og líka að það sé lesið fyrir þau. Þó að þau hætti að lesa á unglings- árunum þá byrja þau aftur ef þau hafa vanist því að lesa sem börn.“ Heimur án tækni ný barnabók sigrúnar eldjárn er fram- tíðarsaga. byrjuð að grufla í framhaldi. mikilvægt hlutverk að skrifa fyrir börn. „Mér finnst hlutverk mitt vera að skrifa fyrir börn,“ segir Sigrún. FréttabLaðið/Ernir Karítas og kötturinn branda eru meðal sögupersóna í Silfurlyklinum. aldrei bók án mynda Spurð hvort hún hafi hugsað sér framhald á Silfurlyklinum segir hún: „Ég byrjaði á henni sem stakri bók. Ég hef gert þetta áður, skrifað eina bók og síðan hafa komið tvær fram- haldsbækur. Þegar maður er búinn að hafa fyrir því að búa til persónur og veröld og er tiltölulega ánægður með sköpunarverkið þá er ágætt að nýta það í fleiri bækur. Ég er aðeins byrjuð að grufla í framhaldi.“ Silfurlykillinn er að sjálfsögðu með myndum eftir Sigrúnu. „Í minni bókavinnu skipta myndirnar jafn miklu máli og textinn, líka í texta- meiri bókum. Ég myndi aldrei gera bók án mynda, það kæmi ekki til greina.“ Sigrún gerir myndirnar við barna- ljóðabók bróður síns, Þórarins Eld- járns, Ljóðpundara, en þau hafa margoft áður lagt saman í slíkar bækur. „Foreldrar og ömmur og afar tala mikið um þessar ljóðabækur því það er hægt að lesa þær fyrir börn frá 0 ára, það hafa allir gaman af þeim, líka þeir fullorðnu,“ segir Sigrún. „Það eru dæmi um börn sem kunna vísurnar nánast utan að. Það er alltaf áskorun að myndskreyta ljóð Þórarins og mér finnst það óskaplega gaman.“ Mikilvæg bókmenntagrein Spurð af hverju hún skrifi eingöngu fyrir börn segir Sigrún: „Ég er oft spurð hvort ég ætli ekki að skrifa fyrir fullorðna. Stundum hef ég hugsað: Ætti ég að prófa og skrifa byrjun á einhverju fyrir fullorðna? Ég hef fengið ágætar hugmyndir, en mér finnst hlutverk mitt vera að skrifa fyrir börn. Mér finnst það afskaplega mikilvægt hlutverk en ég veit hins vegar að barnabók- menntir eru ekki virtar eins og aðrar tegundir bókmennta. Það er ekki borin jafn mikil virðing fyrir rithöfundum sem skrifa fyrir börn og unglinga. Ég held að það sama eigi við alla sem vinna með börn- um, til dæmis leikskólakennara og kennara. Þetta er mjög skrýtið vegna þess að börn eru tilvonandi fullorðið fólk. Það á að gera allt til að þau verði góðir þjóðfélagsþegn- ar þannig að framtíðin sé í góðum höndum.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r44 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 6 A -6 3 3 4 2 1 6 A -6 1 F 8 2 1 6 A -6 0 B C 2 1 6 A -5 F 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.