Fréttablaðið - 17.11.2018, Side 91

Fréttablaðið - 17.11.2018, Side 91
GDRN og Auður taka lagið í Stúdentakjallaranum í kvöld, svona til að létta aðeins á stressuðum stúdentum. FRéttAblAðið/SteFáN loji Höskuldsson og fleiri naívistar sýna verk sín í höfuðstöðvum Arion banka í borgartúni. FRéttAblAðið/GVA reglurnar sjálfir þó þær geti oft verið æði kúnstugar og jafnvel óræðar. Þó efnistök og bakgrunnur listamann­ anna sé ólíkur má sjá heilmikinn skyldleika í verkum þeirra. Hvað? Hvenær? Hvar? Sunnudagur hvar@frettabladid.is 18. nóvember 2018 Tónlist Hvað? Söngtónleikar og frásagnir milli laga Hvenær? 16.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands bjóðum við upp á kaffisopa og pönnukökur á söngtónleikum í Hannesarholti. Auður Gunnars­ dóttir syngur íslensk sönglög frá þessum 100 árum sem liðin eru frá stofnun fullveldisins. Við flygilinn verður Eva Þyri Hilmarsdóttir og til fróðleiks og gamans mun Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur vera með frásagnir af sögu íslenska sönglagsins á milli laga. Hvað? Kammermúsíkklúbburinn Hvenær? 16.00 Hvar? Harpa Þriðju tónleikar Kammermúsík­ klúbbsins í vetur verða með óvenjulegu sniði, þar sem söng­ röddin verður áberandi á þessum gamalgróna vettvangi hljóðfæra­ tónlistar. Sópransöngkonan Hall­ veig Rúnarsdóttir flytur fjölbreytta efnisskrá ásamt þremur hljóð­ færaleikurum, þeim Guðnýju Guð­ mundsdóttur fiðluleikara, Ragnari Jónssyni sellóleikara og píanó­ leikaranum Richard Simm. Tón­ leikarnir verða að venju haldnir í Norðurljósasal Hörpu sunnudag­ inn 14. október og hefjast kl. 16. Viðburðir Hvað? „Góðir menn og góðar konur, komið sem allra, allra fyrst“ – málþing um spænsku veikina Hvenær? 14.00 Hvar? Iðnó Liðin eru 100 ár frá því að spænska veikin barst til Íslands en í nóvem­ ber 1918 var fyrsta dauðsfall vegna veikinnar skráð í Reykjavík og fjölgaði dauðsföllum gífurlega á afar skömmum tíma. Samkvæmt opinberum tölum létust 484 Íslendingar úr veikinni sem kom þyngst niður á Reykvíkingum, en hægt var að stöðva útbreiðslu hennar með ströngum sóttvörnum og einangrun manna milli lands­ hluta. Framsögufólk á málþinginu kemur úr röðum sagnfræði og læknavísinda og eru það Bragi Þor­ grímur Ólafsson sagnfræðingur, Magnús Gottfreðsson, prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum, og Erla Dóris Halldórsdóttir, gjör­ gæsluhjúkrunarfræðingur og dokt­ or í sagnfræði, sem taka til máls. Hvað? Listamannaspjall með Önnu Hallin og Guðjóni Ketilssyni Hvenær? 14.00 Hvar? Listasafn Árnesinga Sunnudaginn 18. nóvember kl. 14.00 munu listamennirnir Anna Hallin og Guðjón Ketilsson spjalla við gesti um listaverk sín á sýn­ ingunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans. Verk listamannanna á sýningunni eru ólík innbyrðis þó handverkið sameini þau og á mis­ munandi hátt kallast verk yngri listamanna á við verk Halldórs. Anna og Guðjón eru tveir af fjór­ um núlifandi listamönnum sem boðin var þátttaka í sýningunni vegna mismunandi tenginga við myndlist og feril Halldórs Einars­ sonar, sem fæddur var 1893. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 47L A U g A R D A g U R 1 7 . n ó V e m B e R 2 0 1 8 1 7 -1 1 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 A -6 D 1 4 2 1 6 A -6 B D 8 2 1 6 A -6 A 9 C 2 1 6 A -6 9 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.