Fréttablaðið - 24.11.2018, Page 28
þessi mál. Ég finn þá að ég er ekki
ein í þessum aðstæðum. Það hefur
hjálpað. Kannski hefði ég átt að segja
frá þessu fyrr,“ segir hún hugsandi.
„Það er oft erfitt að horfast í augu
við sannleikann. Ég hélt ég þyrfti
aldrei að gera það. Ætlaði raunar
aldrei að gera það. Ég henti öllu aftur
fyrir mig og taldi það best. En svo
fann ég bara styrkinn í því að standa
með sjálfri mér.“
Fær frið í Afríku
Margt sem þú segir frá er í raun stórt
áfall. Þetta eru mörg áföll. Hefur þú
eitthvað getað unnið þig út úr þessu?
„Nei. Það hef ég ekki gert. Um
jólin nýt ég þess að vera með Árna
syni mínum og fjölskyldu hans. Við
búum í sama húsi. Ég fer svo eftir ára-
mót til Afríku þar sem dóttir mín býr.
Hún hefur búið þar í þrettán ár. Ég
mun dvelja þar í þrjá mánuði. Þetta
er erfitt tímabil núna þegar ég er að
stíga fram. En ég veit ég fæ frið úti. Ég
er bara allt önnur þarna úti í Afríku,“
segir Henny og segir Afríkusólina
gera sér gott.
Ógæfuárin eru sem betur fer
aðeins stuttur, en þó of langur, kafli
í lífi Henny. Hún kynntist síðar Bald-
vini Berndsen sem hún segir hafa
verið sér góðan. Hann hafi aldrei
hækkað róminn og verið börnunum
hennar góður. Þau ferðuðust um
landið og heiminn. Bjuggu meira að
segja um tíma í Jedda í Sádi-Arabíu.
„Ég hef líka verið gæfusöm. Hef
líka haft það svo gott. Það er kannski
þess vegna sem ég hef ekki talað um
þetta erfiða tímabil í lífi mínu. Baddi
var mér góður. Við giftum okkur
ekki en vorum saman í sautján ár og
vorum góðir félagar. Við ferðuðumst
mikið saman. Hann dó fyrir þremur
árum og ég er að venjast því að vera
ein. Að hafa ekki mikið fyrir stafni,“
segir hún og brosir þegar hún áttar
sig á því að það hefur lítið breyst.
Hún er enn með fangið fullt. „Nú,
jæja. En ég ætla mér að verða ný
kona þegar ég kem til baka frá Afr-
íku,“ segir hún glettin.
„Venjulegt fólk þekkti bara heiminn í gegnum svarthvítt sjónvarp.“
„Fimm efstu stelpurnar þurftu að vinna fyrir styrktaraðila keppninnar. Ég var beðin um að fara til Ástralíu.“
Henny átti góð
ár með Baldvini
Berndsen. Hann
var henni góður.
Þau ferðuðust
um landið og
heiminn. „Ég
hef líka verið
gæfusöm. Hef
líka haft það
svo gott. Það er
kannski þess
vegna sem ég
hef ekki talað
um þetta erfiða
tímabil í lífi
mínu,“ segir
Henny.
Brot úr köflum bókarinnar
Brot úr kaflanum:
Alheimstáningurinn Henny Hermannsdóttir
Fyrsti áfangastaður var
Kaupmannahöfn þar
sem Henny gisti eina
nótt og svo var haldið
til Parísar. Þar áttu allar
evrópsku stelpurnar og
stúlkan frá Kongó að
hittast, áður en haldið
skyldi af stað í þessa
ævintýralegu langferð.
Henny lenti á Charles
de Gaulle-flugvellinum
ásamt danska kepp-
andanum sem Henny
hafði hitt í Kaup-
mannahöfn. Þaðan
héldu þær á stórt hótel
rétt við flugvöllinn.
Anddyri hótels-
ins var troðfullt af
fegurðardrottningum.
Svakalega flottum
skvísum með „make-up
box“ á mörgum hæðum.
„Mér brá alveg svaka-
lega. Mér brá þegar ég kom á Hótel Loftleiðir, en
þetta! Þetta var skelfilegt. Hvert var ég komin?
Til að bæta enn á skelfinguna mætti Ungfrú Frakk-
land í síðri rúskinnskápu með hatt í stíl.
„Það var reim í hattinum og hann hékk um hálsinn
á henni, þú veist svona kæruleysislega aftur á bak.“
Þetta fór alveg með það! Henny laumaði heklaða
pottlokinu sínu ofan í tösku þar sem það fékk að
dúsa það sem eftir lifði ferðar. Hvernig hafði henni
dottið í hug að hún væri smart og flott? Hún hafði
ekkert í þennan samanburð.
Henny flaug af stað frá Frakklandi ásamt 22 öðrum
keppendum. Fyrsti viðkomustaður var London þar
sem þær fóru í myndatökur Henny var strax umhug-
að um að segja mömmu sinni og pabba frá því sem
fyrir bar og fyrsta bréf ferðarinnar var skrifað um leið
og hún náði í bréfsefni og penna. Hún vissi sem var
að breskir blaðaljósmyndarar höfðu myndað þær á
flugvellinum og það var ekki alveg útilokað að ein-
hverjar myndir hefðu borist til Íslands.
„Já, vel á minnst, getið þið ekki kíkt í ensk blöð
sem fást hjá Eymundsson og séð hvort það eru ekki
myndir? Það var tekið fullt af myndum af okkur.
Annars líður mér vel. Verð að fara að sofa. Búin að
vaka í tvo sólarhringa.
Ykkar Henny.“
Eftir stutta dvöl í London var ferðinni haldið
áfram. Flogið var yfir norðurpólinn til Anchorage í
Alaska og því næst var
stefnan tekin á Japan.
Henny vissi lítið sem
ekkert um Japan þegar
hún lenti loks í Tókýó.
Hún þekkti heiminn að
mestu í gegnum svart-
hvítt sjónvarp og þó að
hún væri búin að spáss-
era um Ráðhústorgið
í Kaupmannahöfn og
hefði kynnst mannlífinu
á Piccadilly í London,
var þetta ekki vitund
líkt þeim útlöndum.
Móttökunefnd tók á
móti stúlkunum þegar
þær lentu og því næst
var ekið af stað í rútu.
Brot úr kaflanum: Allt stefnir í rétta átt
Kvöld eitt þegar Henny var að kenna kallaði mamma
hennar í hana og bað hana að koma og hjálpa sér
aðeins. Hún og Inga voru að ganga frá dansfötum og
Unnur bað Henny að máta fyrir sig nýja búninga.
Hún mætti til með að sjá hvernig þeir færu. Henny
dreif sig í algjöru hugsunarleysi úr fötunum og þá
komu þeir í ljós. Þeir leyndu sér ekki, marblettirnir.
Unnur og Inga fengu grun sinn staðfestan.
„Hún fór úr fötunum og þvílík skelfing. Hún var öll
marin og blá með ljótan skurð á annarri mjöðminni
eftir nærbuxur sem hann hafði rifið utan af henni.“ –
Inga vinkona.
Nú varð ekki þagað lengur. Ein af mömmunum
sem var að fylgja barninu sínu í danstíma varð vitni
að þessu öllu saman og hringdi umsvifalaust í bróður
sinn sem var lögfræðingur. Hann sagði að Henny
yrði að byrja á því að fá áverkavottorð, það væri
fyrsta skrefið. Inga tók málin í sínar hendur og fór
með Henny á slysavarðstofuna. Þær gengu inn í fulla
biðstofu og að afgreiðsluborðinu. „Ég get ekki sagt
nafnið mitt, “ hvíslaði Henny að Ingu, ég get ekki sagt
nafnið mitt, því þá vita allir.“ Konan í móttökunni
horfði á þær til skiptis. „Nafnið mitt er Inga Magnús-
dóttir og ég er hér vegna barsmíða og heimilis-
ofbeldis,“ sagði Inga og með það settust þær. Það
var svo ekki fyrr en inn var komið að hún sagði hvor
þeirra það væri sem þyrfti hjálp.
Frá keppni á Íslandi um full-
trúa ungu kynslóðarinnar.
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
2
4
-1
1
-2
0
1
8
0
3
:4
0
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
7
F
-F
3
5
4
2
1
7
F
-F
2
1
8
2
1
7
F
-F
0
D
C
2
1
7
F
-E
F
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K