Fréttablaðið - 11.12.2018, Page 6
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Leiðrétting
Í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í
gær var að finna innsláttarvillu
þess efnis að borgin greiddi
Landsneti 1,73-18,6 krónur fyrir
hverja kílóvatnsstund vegna
orkuflutninga. Hið rétta er að
borgin greiðir 1,73-1,86 krónur
vegna þessa.
SamféLag Um það bil helmingi
færri börn komu til dvalar í Kvenna
athvarfinu á árinu sem er að líða en
í fyrra. Samkvæmt upplýsingum
frá Kvennaathvarfinu hafa 57 börn
komið til dvalar þar það sem af er
ári en þau voru 126 í fyrra.
Fjöldi kvenna sem koma til dvalar
í athvarfinu er hins vegar svipaður
milli ára. Þær voru 149 í fyrra en
eru 123 það sem af er þessu ári. Auk
þeirra kvenna sem komið hafa til
dvalar í Kvennaathvarfinu hafa 216
konur komið í samtals 448 viðtöl á
árinu. – aá
Færri börn dvelja í
Kvennaathvarfinu
DómSmáL Ungi hælisleitandinn
sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás
á LitlaHrauni fyrr á árinu kemur til
landsins til að gefa skýrslu við aðal
meðferð málsins. Honum var vísað
úr landi skömmu eftir árásina án
vitundar verjanda hans og lögreglu
mannanna sem fóru með rannsókn
málsins.
Maðurinn er á vitnalista ákæru
valdsins, eins og venjan er um
brotaþola, og á héraðssaksóknari
nú samráð við önnur stjórnvöld, þar
á meðal ríkislögreglustjóra, dóms
málaráðuneytið og fulltrúa Íslands
hjá Europol, um mögulegan flutning
vitnisins til landsins. Aðalmeðferð í
málinu átti að hefjast í Héraðsdómi
Suðurlands í gær en var frestað
meðal annars vegna þess að annar
tveggja ákærðu, Baldur Kolbeins
son, mætti ekki til aðalmeðferðar.
Hann lauk afplánun sinni fyrir
nokkru og er frjáls ferða sinna.
Ákæra gegn Baldri og Trausta
Rafni Henrikssyni tekur til alvarleg
ustu gerðar líkamsárásar í almenn
um hegningarlögum; 2. mgr. 218. gr.
Meðal gagna í málinu er upptaka
af árásinni úr öryggismyndavél en
ráðist var að manninum í íþrótta
sal fangelsisins. Árásin er sögð hafa
verið sérlega hrottafengin. Baldur
hefur ekki tekið afstöðu til ákær
unnar en Trausti neitar sök.
Baldur var var árið 2014 dæmdur
fyrir tvær líkamsárásir á útivistar
svæðinu á LitlaHrauni, annars
vegar fyrir að hafa veist að samfanga
sínum, makað saur í andlit hans og
munn og slegið hann svo bæði í
höfuð og líkama og hins vegar fyrir
að hafa sparkað ítrekað og slegið
samfanga sinn í höfuð og líkama
með hengilás og hnúajárni. – aá
Hælisleitandinn er á vitnalista ákæruvaldsins
Ráðist var á manninn í íþróttasalnum á Litla-Hrauni. FRéttabLaðið/anton bRink
Sigþrúður Guð-
mundsdóttir er
framkvæmda-
stjóri Samtaka
um kvenna-
athvarf.
UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
®
jeep.is
RENEGADE
2.0 DÍSEL, 170 HÖ.
9 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
4 DRIFSTILLINGAR,
HÁTT OG LÁGT DRIF.
COMPASS
2.0 DÍSEL, 140/170 HÖ.
2.0 BENSÍN, 170 HÖ.
9 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
4 DRIFSTILLINGAR.
CHEROKEE
2.2 DÍSEL, 185 HÖ.
9 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
4 DRIFSTILLINGAR.
GRAND CHEROKEE
3.0 DÍSEL, 250 HÖ,
8 GÍRA SJÁLFSKIPTING,
HÁTT OG LÁGT DRIF.
JEEP® 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF.
ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR Á GAMLA GENGINU
Veiðar Náttúruverndarsamtök
Íslands hafa tilkynnt Matvæla
stofnun um að Hvalur hf. hafi brotið
dýraverndarlög við hvalveiðar. Fara
samtökin fram á að stofnunin rann
saki meint brot fyrirtækisins frekar.
Náttúruverndarsamtökin telja
veiðar Hvals vera ómannúðlegar og
skýr brot á dýravelferðarlögum. Ljóst
sé að þeirra mati að mörg dýr hafi
ekki drepist samstundis við skot og
hafi þurft að kveljast óþarflega lengi
fyrir síðasta andardráttinn.
Samtökin fengu fjölda ljósmynda
sem safnað var af Bretlandsdeild
samtakanna Sea Shepherd en þau
tóku myndir frá svæði rétt utan hval
stöðvarinnar í Hvalfirði. Samtökin
telja myndirnar sanna að fleiri en
eitt skot hafi þurft til að drepa fjölda
dýra. Skyttur fá jafnan fyrirmæli um
að miða á brjóstsvæði hvala til að
auka líkur á að dýrin drepist sam
stundis.
Myndirnar sem Sea Shepherd
tók sýni jafnframt að skotsár eru á
ýmsum stöðum á dýrunum. Af þessi
megi ráða „að í mörgum tilfellum er
um langvarandi dauðastríð að ræða“,
Telja langreyðarveiðar Hvals
ekki standast dýravelferðarlög
Myndirnar voru teknar í Hvalfirði í sumar og eru sagðar sýna fram á að dýr
hafi verið skotin tvisvar og jafnvel oftar. FRéttabLaðið/Sea SHepHeRd
Náttúruverndarsamtök
Íslands telja sannanir
fyrir því að veiðar Hvals
hf. á langreyði árið
2018 uppfylli ekki lög
um dýravelferð. Fjöldi
dýra hafi ekki drepist
við fyrsta skot og hafi
því dauðastríðið verið
óþarflega langt.
segir í bréfi Náttúruverndarsamtak
anna til Matvælastofnunar.
Fréttablaðið greindi frá því í sumar
að vinnsla á hvalafurðum hefði ekki
verið í samræmi við reglugerð frá
árinu 2010 þess efnis að hval skuli
skera innandyra. Síðar hefði Kristján
Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra
breytt reglugerðinni þess efnis að
hún var rýmkuð fyrir fyrirtækið og
því aftur leyft að skera matvæli undir
berum himni.
„Eftirlitið er frekar slakt í þessum
efnum. Matvælastofnun á að sjá
um eftirlitið með þessu,“ segir Árni
Finnsson, formaður Náttúruverndar
samtaka Íslands. „Svo kemur í ljós að
veiðarnar og vinnsla afurðanna var
ekki í samræmi við reglugerð, þá er
bara gerð undanþága.“
Í dýravelferðarlögum er kveðið
skýrt á um að dýr skuli aflífuð með
skjótum og sársaukalausum hætti og
forðast skuli að valda dýrum óþarfa
þjáningum eða hræðslu. Einnig er
óheimilt að aflífa dýr með því að
drekkja þeim.
Telja Náttúruverndarsamtök öll
þessi atriði eiga við um veiðar Hvals
hf. á langreyði í sumar.
„Þegar litið er til allra þeirra sönn
unargagna sem safnast hafa saman
um hvalveiðar Hvals hf. er ljóst að
starfsemi fyrirtækisins er frumstæð
og uppfyllir ekki skilyrði hinna
framangreindu ákvæða. Þar að auki
er verkun Hvals hf. á hvalkjöti fram
kvæmd á óskynsamlegan, bannaðan
og óheilnæman máta,“ segir í bréfinu
til Matvælastofnunar.
„Á það hefur verið bent að það sé
partur af fullveldi þjóðarinnar að
veiða hval,“ segir Árni. „Við hljótum
þá að hafa fullveldi til að hætta
þeim.“ sveinn@frettabladid.is
1 1 . D e S e m b e r 2 0 1 8 Þ r i ð J U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
1
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
2
-9
B
A
C
2
1
B
2
-9
A
7
0
2
1
B
2
-9
9
3
4
2
1
B
2
-9
7
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K