Fréttablaðið - 11.12.2018, Síða 10
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Að upplifa
doða eða upp-
gjöf frammi
fyrir svo
risavöxnu
vandamáli
eru eðlileg
viðbrögð.
Það er
þjóðfélags-
lega mikil-
vægt verkefni
og eðlilegast
að það
fyrirtæki sem
því sinnir
sé í beinni
eigu ríkisins.
Raforku-
kerfið er
okkar allra og
á að vera í
eigu okkar
allra.
www.hokuspokus.is
Verslun og vefverslun
Laugavegi 69 S. 551-7955
Galdrasett
Kr. 7.490
Bessi
Kr. 4.490 Píla
Kr. 4.200
Viðarfjós með dýrum
Kr. 10.490
Búningar og leikföng eru
jólagjafirnar í ár!
Landsnet er eitt þeirra mikilvægu fyrirtækja sem sinna því sem okkur stjórnmálamönnum er tamt að kalla innviði; það sem þjóðin öll nýtur í
gegnum samneyslu sína. Eignarhaldi á slíku fyrirtæki
er því best fyrir komið hjá ríkinu sjálfu. Öllum er
ljóst hve mikilvægt er að tryggja að rafmagn flæði um
landið allt. Það mikilvægi þarf ekki að reifa frekar,
því flestir landsmenn búa við þær aðstæður að þurfa
ekki að velta dreifingu rafmagns mikið fyrir sér; það
er bara þarna og allt virkar svo við getum kveikt ljós
í eldhúsinu.
Því miður búa ekki allir við slíkt öryggi. Stefna
stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku
var samþykkt á Alþingi í júní. Þar er sérstaklega
kveðið á um að tryggja skuli afhendingaröryggi á
raforku um allt land, en nokkur misbrestur hefur
verið á því. Atvinnuveganefnd tiltók við afgreiðslu
sína að setja ætti þau svæði í sérstakan forgang þar
sem staðan er verst; Vestfirði, Eyjafjarðarsvæðið og
Suðurnes.
Eignarhald Landsnets er um margt nokkuð sérstakt.
Það er í dag hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK,
Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða. Lands-
virkjun á langstærsta hlutann, eða tæp 65%.
Þetta fyrirkomulag er um margt óheppilegt og
hefur m.a. Ríkisendurskoðun gert athugasemdir
við það. Mikilvægt er nefnilega að tryggja sjálfstæði
Landsnets gagnvart aðilum á raforkumarkaði, en í
því ljósi er ekki eðlilegt að fyrirtækið sé í eigu stærstu
framleiðenda raforku á landinu. Eins og fram kemur
í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar frá í febrúar,
tekur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir
þessar athugasemdir og hefur til skoðunar tillögur
um að fyrirtækið yrði í beinni eigu ríkis og/eða
sveitarfélaga, en ekki orkufyrirtækja í þeirra eigu.
Landsnet hefur með höndum það verkefni að
tryggja það að rafmagn berist til allra landsmanna.
Það er þjóðfélagslega mikilvægt verkefni og eðli-
legast að það fyrirtæki sem því sinnir sé í beinni eigu
ríkisins. Raforkukerfið er okkar allra og á að vera í
eigu okkar allra.
Landsnet í eigu þjóðar
Kolbeinn
Óttarsson
Proppé
þingmaður
Vinstri grænna
Örtröð í föðurhúsum
Björn Ingi Hrafnsson gerði
nokkurn usla í fréttanetheimum
þegar hann „staðfesti“ á nýjum
vef sínum, viljinn.is, að Líf
Magneudóttir, borgarfulltrúi VG,
og Gunnlaugur Bragi Björnsson,
varaborgarfulltrúi Viðreisnar,
hefðu setið við borð fullu Mið-
flokksþingmannanna á Klaustri.
Líf og Gunnlaugur vísuðu þessu
bæði, harðorð mjög, til „föður-
húsanna“ á Facebook. Líf sagði
„ekki frétt“ Björns Inga vera
„lygaspuna frá óvildarmönnum“,
Gunnlaugur greindi einbeittan
vilja vina Sigmundar til þess að
„bjarga honum frá falli“, eins og
þessi „aumkunarverða tilraun“
Björns Inga sannaði.
Viljaleysi til lesturs
Fréttablaðið.is og visir.is greindu
frá viðbrögðum borgarfull-
trúanna og kunni þingmaðurinn
fyrrverandi Þór Saari síðar-
nefnda miðlinum litlar þakkir
og hótaði í athugasemd að hætta
að lesa hann. „Fjölmiðill sem
vill láta taka sig alvarlega vitnar
ekki í vefsíðu Björns Inga.“ Þór er
ekki einn í siðgöngunni en þegar
Þórður Snær Júlíusson svaraði
dómi Brynjars Níelssonar um
Kaupþingsbók hans á Viljanum
sagðist hann ekki vilja „hlekkja
inn á þann vef vegna þess að ég
hef efasemdir um að þar sé rekin
starfsemi sem grundvallast af
heilindum og vilja til þess að upp-
lýsa almenning“. Mikill er máttur
viljans. thorarinn@frettabladid.is
Eftir atburði síðustu daga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi liggur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hefur ekki í hyggju að fylgjast með af hliðarlínunni meðan heimsbyggðin tekur höndum saman
um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreyt-
ingum og losun gróðurhúsalofttegunda. Þvert á móti
virðist staðreyndin vera sú að Trump og erindrekar
Bandaríkjastjórnar ætla að beita sér markvisst gegn
því að samstaða náist um þessi mikilvægu markmið
og aðgerðir.
Bandaríkin hafa stillt sér upp við hlið Rússlands,
Sádi-Arabíu og Kúveit og freista þess nú að koma
í veg fyrir að nýleg skýrsla milliríkjanefndar Sam-
einuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem varpaði ljósi á
brýna þörf á að draga úr losun ef halda ætti hnatt-
rænni hlýnun innan við 1,5 gráður, verði innleidd
af krafti í þá samningagerð sem nú stendur yfir í
Póllandi. Löndin fjögur eru öll annaðhvort, eða hvort
tveggja, stórnotendur eða stórframleiðendur á jarð-
efnaeldsneyti.
Við finnum nú þegar fyrir áhrifum loftslags-
breytinga, og þau áhrif munu magnast á hverju ári
í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi staðreynd er engum
dulin, ekki einu sinni Bandaríkjaforseta eða kollega
hans í Moskvu. Fulltrúar Rússlands og Bandaríkjanna
hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að virða velferð
og framtíð þegna sinna að vettugi með því að hampa
frekar hinu óbreytta ástandi. Þeir vita auðvitað að
þeir verða ekki til staðar þegar til kastanna kemur;
þegar áskoranir og erfiðleikar umbreytast í óvið-
ráðanlegar hörmungar.
Við fengum nasasjón af einni birtingarmynd
þessara hörmunga í Póllandi í gær þegar hópur fjár-
festa, sem saman sýsla með fjármuni sem nema 32
trilljónum Bandaríkjadala, varaði við því að án mark-
vissra aðgerða til að draga úr kolabruna og losun
gróðurhúsalofttegunda muni efnahagskreppa að
líkindum skella á heimsbyggðinni sem verður marg-
falt dýpri en sú sem reið yfir árið 2008.
Þessi kreppa verður þó ekki aðeins af efnahags-
legum toga. Kreppa þessi mun raungerast í loftslags-
breytingum sem ógna bæði velferð allra jarðarbúa og
þeim lífkerfum sem síðustu árþúsundir hafa staðið í
viðkvæmu en nægilega stöðugu jafnvægi til að gefa
okkur tækifæri til að blómstra sem tegund.
Loftslagsmálin eru flókið og oft yfirþyrmandi
umfjöllunarefni. Að upplifa doða eða uppgjöf
frammi fyrir svo risavöxnu vandamáli eru eðlileg
viðbrögð. Í aldanna rás hefur maðurinn tileinkað sér
það skynsamlega viðhorf að læra af reynslunni, því
miður er það svo að í tilfelli loftslagsbreytinga höfum
við hvorki efni á né tíma til að taka mið af fortíðinni.
Hins vegar vill svo heppilega til að á krefjandi tímum
sem þessum höfum við nú, í krafti vísinda, samstöðu
og mannúðar, tækifæri til að bregðast við og taka af
skarið áður en það verður of seint.
Þetta reddast
alls ekki
1 1 . d e s e m b e r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U d A G U r8 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
B
2
-8
2
F
C
2
1
B
2
-8
1
C
0
2
1
B
2
-8
0
8
4
2
1
B
2
-7
F
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K