Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 22
Fólk virðist hafa komist yfir tor- tryggni gagnvart ljóðum og höfundar eru að svara þeim lesendahópi. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Hvernig geta útsjónarsamir krakkar, með einföldum hætti eða flóknum, komið pabba sínum á óvart? Pabbar geta nefnilega verið mjög forvitnir um háleynilegar fyrirætlanir. Þá er eins gott að hafa ríkulegt hugmyndaflug, mikla framkvæmdagleði og auga fyrir því sem á vegi verður. Víst þarf líka að virkja alla í fjölskyldunni en mikilvægast er þó að kunna góðar aðferðir til að ekki komist upp um áformin. Bókaútgáfan Björk – 482 1394 – bokbjork@simnet.is Hvernig gleðja á pabba Bókin Hvernig gleðja á pabba, eftir Jean Reagan, er komin út hjá Bókaútgáfunni Björk á Selfossi. Hún er kímin og kátleg Hvernig-bók, þýdd af Björgvin E. Björgvinssyni og listilega myndskreytt af Lee Wildish. Flekaskil eftir Lárus Jón Guðmundsson Hvítir miðaldra karlmenn eru mikið í fréttum þessa dagana og ekki alltaf af góðu tilefni. Skemmdu eplin fá verðskuldaða athygli og viðeigandi fordæmingu en fáir velta fyrir sér líðan og ástandi hinna eplanna í tunnunni. Hver er sprettan á andlegum akri miðaldra karlmanns sem skynjar eigin dauðleika handan við hornið? Á hvaða vegferð er hann? Hvernig líður honum? Verður jarðarförin fjölmenn? 3.690 kr www.hugall.is Flekaskil eða nokkrar hugleiðingar út frá jarðfræði og kenningum Alfreds Wegeners sem hvílir frosinn á miðjum aldri djúpt í Grænlandsjökli Smá brot in lj óðab ók! 6 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . d e s e m B e R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RBóKAjóL Það sem hangir í hausnum á mér þessa dagana er að ég vildi óska þess að fólk hug­ leiði hvað það kaupir og hvers vegna það kaupir það,“ segir Bryndís og bætir við: „Þetta kemur reyndar úr hörðustu átt því ég er bæði hönnuður, upphafsmaður og rekstraraðili alls konar hluta eins og bókmenntaverðlauna og metsölulista og þess háttar. En nú er ég aðeins að taka upp hanskann fyrir lítilmagnann og langar að biðja fólk að gefa sérstakan gaum að höfundum sem það þekkir ekki og lesa kannski aftan á þær bækur ef það getur. Og líka að kíkja á þýddar bækur. Af því að þær ósjálf­ rátt lenda kannski ekki eins mikið í sviðsljósinu á þessum tíma eins og bækur íslenskra höfunda sem eru aufúsugestir í fjölmiðlum og víðar. Í þessu samfélagi þar sem algóritmarnir ákveða næstum fyrir okkur hvað við eigum að kaupa er mikilvægt að við töpum ekki sjálfstæðinu og pössum að hugsa út fyrir kassann sem búið er að skammta okkur.“ Hún segir bókajólin vera firna­ sterk í ár og á mörgum sviðum. „Ljóðið hefur tekið fjörkipp og þetta eru frábær ljóðajól, að minnsta kosti fimmtán frábærar ljóðabækur,“ segir hún. „Og allt svo áhugavert og aðgengilegt. Fólk virðist hafa komist yfir tortryggni gagnvart ljóðum og höfundar eru að svara þeim lesendahópi af krafti. Ég sé líka á sölulistum að glæpasögur eru mjög vinsælar sem er fínt því það er nokkuð tryggt að maður klárar þær frekar fljótt yfir jólin og getur þá byrjað strax á næstu bók og kemst þannig yfir að lesa meira í jólafríinu.“ Hún nefnir að samband Íslendinga við bækur sé einstakt. „Hann er svo fallegur þessi íslenski siður að gefa og þiggja bók í jóla­ gjöf og jafnframt að fara með bók upp í rúm á jólanótt og lesa, í þessari dúnmjúku þögn sem leggst yfir borg og bæi þegar er snjór,“ segir hún og dregur upp mynd sem flestum er kunn. „Að skríða undir hreina sæng með súkkulaði og góða bók er engu líkt. Það er svo gott umhverfi til lestrar. Og þetta er auðvitað siður sem hefur þær jákvæðu aukaverkanir að bóka útgáfa í landinu hefur haldist svona blómleg og fjölbreytt.“ Bryndís segir ýmsar áherslur vera að breytast í bókaútgáfu frá því sem áður var. „Ævisagan hefur verið á undanhaldi og minna áberandi undanfarin ár en samt eru ævisögur á topp tíu lista hverja vikuna á fætur annarri,“ segir hún en bætir við að ævisögurnar hafi breyst. „Það er ekki endilega verið að skrifa á efri árum til að líta yfir farinn veg heldur er fólk meira að taka fyrir tímabil í lífi sínu. Svo hafa skáldævisögur aðeins rutt sér til rúms, skemmtilegt form sem brýtur veggina á milli skáldverka og ævisagna. Þannig að það er ákveðin þróun í gangi sem við sjáum betur þegar við lítum til baka eftir tíu til tuttugu ár. Og kannski erum við að skrifa ævi­ söguna okkar á hverjum degi fyrir allra augum á Facebook og fróðlegt að sjá hvernig sú kynslóð sem hefur átt sín fullorðinsár þannig tekst á við ævisagnahefðina.“ Hún segir augljóslega kraftmeiri útgáfu í ungmennabókum en hefur verið. „Við sjáum það bæði í handbókum og skáldverkum svo það ætti að vera auðvelt að finna bók í jólagjöf sem höfðar til barna og ungmenna á öllum aldri. Barnabókaútgáfan hefur eflst á undanförnum árum sem er mikið fagnaðarefni.“ Stundum vill brenna við að tískusveiflur ráði því hvaða bækur verða söluhæstar, enda mikilvægt að vera viðræðuhæf um söluhæstu eða umtöluðustu bækurnar í jóla­ boðunum. Bryndís segir að þetta sé vissulega rétt en við höfum þó fjölbreyttari bókmenntasmekk en margar aðrar þjóðir. „Íslendingar lesa fjölbreytt bókmenntaform og það er kannski styrkur okkar sem bókaþjóðar. Það má samt kannski segja að fólk velur stundum höf­ undana frekar en bækurnar, við erum höfundaholl eins og þeir séu íþróttalið sem við höldum með ævina á enda. Ég upplifði það þegar ég vann í bókabúðinni að fólk kom til að kaupa Guðrúnu Evu eða Arnald, sagðist eiga allar bækurnar hans eða hennar en vissi svo kannski ekki einu sinni hvað nýja bókin hét. Við erum bæði fast­ heldin og safnarar í okkur en svo erum við svo miklir ættfræðingar, kannski var höfundurinn með okkur í skóla eða úr sömu sveit eða fjarskyld frænka.“ Bryndísi finnst líklegt að sömu nöfnin muni toppa metsölulistana og undanfarin ár. „Það eru margar áhugaverðar og sterkar skáldsögur í boði fyrir þessi jól og fyrirséð að grónir höfundar berjist um topp­ sæti sölulistanna en líka fullt af nýjum og spennandi höfundum að spretta fram sem ég vil ekki að fólk missi af.“ Firnasterk bókajól í ár Ganga má út frá því að flestir Íslend- ingar fái að minnsta kosti eina bók í jólagjöf. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda segir bóka- jólin firnasterk í ár og hvetur fólk til að kynna sér nýja höfunda og höfunda sem það hefur ekki lesið eftir áður. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda segir bókajólin firnasterk í ár. mYNd/eRNIR 1 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 2 -9 1 C C 2 1 B 2 -9 0 9 0 2 1 B 2 -8 F 5 4 2 1 B 2 -8 E 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.