Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 24
Elsa Ólafsdóttir og Rúnar Jónsson, eigendur Gegnum glerið, hafa rekið verslunina frá árinu 1991. Þau hafa alla tíð lagt mikið upp úr vönduðum vörum frá gæðaframleiðendum sem eru leiðandi á sínu sviði. „Við erum yfirleitt með einka- umboð fyrir þær vörur sem fást í Gegnum glerið. Lambert er okkar aðalfyrirtæki í sambandi við gjafa- vöru og hefur verið allt frá byrjun. Lambert er þýskt lífsstílsfyrirtæki og vörurnar frá þeim spanna allt frá gjafavörum, speglum, ljósum og upp í húsgögn. Allar vörur frá fyrir- tækinu eru handgerðar og þar eru gæði og góð hönnun í fyrirrúmi,“ segir Elsa en á þessu ári eru 50 ár frá því að Lambert var stofnað. Hjartað í Gegnum glerið „Lambert er í raun hjartað í Gegn- um glerið. Allar vörur frá þeim eru tímalausar og henta vel með hvaða stíl sem er, hvort sem um er að ræða antík, funkis eða naum- hyggju. Það er því sama hvernig heimilið er, vörurnar frá Lambert passa alls staðar inn,“ segir Elsa og nefnir sem dæmi að kertastjakar og vasar frá Lambert séu mjög vin- sælir um þessar mundir. „Við erum með einstaklega fallega vasa úr munnblásnu gleri og stóra svarta leirvasa sem er flottir á gólfi. Við erum líka með matarstell frá Lam- bert, sem eru mjög eftirsótt." Húsgögnin frá Lambert eru einnig sérstaklega smekkleg og þau eru öll handsmíðuð. „Við erum með gott úrval af húsgögnum frá þeim, svo sem glerskápa, smáborð, hægindastóla og kolla, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Elsa. Jóladiskar úr postulíni Síðan erum við með vörur frá Gien, sem er franskt postulínsfyrirtæki. Upphaflega var það postulínssafn og franska borgin Gien heitir eftir fyrirtækinu sem var stofnað árið 1841. Frægasta varan frá þeim eru jóladiskarnir, sem eru engu líkir. Hver diskur er í raun listaverk. Jóla- diskarnir hafa fengist hjá Gegnum glerið í 24 ár. Fjöldi fólks safnar þeim og við eigum til jóladiska frá fyrri árum ef einhvern skyldi vanta í safnið,“ segir Elsa. Fyrir stuttu bættist síðan ítalska vörumerkið Merpa við úrvalið hjá Gegnum glerið. „Það er með ítölsk hnífapör, potta og pönnur. Þetta eru pottar með granít-húð og pönnur sem eru viðloðunarfríar og endast tíu sinnum lengur en teflonhúðaðar vörur. Það má nota stáláhöld á pottana og pönnurnar, skella þeim í ofninn og þvo í upp- þvottavél. Við höfum verið með þessar vörur í ár og þær eru svo vinsælar að þær eru að seljast upp núna fyrir jólin,“ upplýsir Elsa. „Við getum boðið viðskipta- vinum okkar vörur á góðu verði því við kaupum allt beint af framleiðendum. Við erum með útsölu einu sinni á ári, í október. Þá sendum við út tölvupóst og öllum er velkomið að vera á póst- listanum okkar. Við söfnum bara í þessa einu útsölu og höfum hana almennilega og bjóðum allt að 90% afslátt. Þess á milli, þegar við erum með tilboð, tilkynnum við það á Facebook-síðu búðarinnar.“ Í sama húsi og Gegnum glerið er verslunin Duxiana, sem er einnig í eigu Elsu og Rúnars, og er opið á milli verslananna. „Í Duxiana erum við með sænsku Dux rúmin, sloppa, handklæði og sængur- föt frá Georg Jensen Damask og sængurföt frá Gant. Þau eru úr egypskri bómull og eru mjög vin- sæl til jólagjafa.“ Þá nefnir Elsa að hjá Gegnum glerið fáist innréttingar frá ítalska framleiðandanum Molteni. „Við vinnum náið með arkitektum og hönnuðum við að innrétta heilu húsin. Við sjáum um uppsetningu og frágang. Frá Molteni, sem er hágæðafyrirtæki, fást eldhúsinn- réttingar, fataskápar, vegginnrétt- ingar, bókaskápar og allt fyrir fata- herbergið,“ segir Elsa að lokum. Gegnum glerið er við Ármúla 10. Nánari upplýsingar fást á Facebook- síðu Gegnum glerið, facebook.com/ gegnumglerid Sængurföt frá Georg Jensen Damask og Gant eru mjög vinsæl til jólagjafa. Matarstellin frá Lambert eru í sérflokki hvað varðar gæði og hönnun. Dux rúmin fást í Duxina, systurverslun Gegnum glerið. Jóladiskar úr postulíni frá Gien eru fyrir löngu orðnir söfnunarvara, enda hver diskur eins og listaverk. Þýska fyrirtækið Lambert er með breiða línu af gjafavörum og húsgögnum. Gegnum glerið er með stórar sem smáar gjafavörur. Framhald af forsíðu ➛ Tímalaus hönn- un einkennir vörurnar sem fást í Gegnum glerið. Allar vörur frá Lambert eru tíma- lausar og henta vel með hvaða stíl sem er, hvort sem er um að ræða antík, funkis eða naumhyggju. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D e S e M B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -9 D C 4 2 1 D 9 -9 C 8 8 2 1 D 9 -9 B 4 C 2 1 D 9 -9 A 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.