Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 29
Hjá Sögu forlagi er komin út ný og glæsileg heildarútgáfa Íslendingasagna og Íslend­ ingaþátta í fimm bindum í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Forlagið hefur á undanförnum áratugum staðið fyrir heildarútgáfu sagnanna á fjórum tungumálum; ensku, norsku, dönsku og sænsku, sem hafa margfaldað útbreiðslu sagnanna og borið hróður þeirra víða um álfur segir Jóhann Sigurðs­ son, útgefandi hjá Sögu forlagi. „Að þessu átaki loknu þótti okkur tímabært og viðeigandi að sögurnar birtust nú í ferskum og aðlaðandi búningi fyrir nýjar kynslóðir lesenda hér á landi. Fullveldisafmælið var kærkomið tilefni til að hrinda því áformi í framkvæmd, enda gegndu Íslendingasögur lykilhlutverki í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.“ Heimsbókmenntir Að sögn Jóhanns má hiklaust telja Íslendingasögurnar mikilsverðasta framlag Íslendinga til heimsbók­ menntanna enda er þeim iðulega jafnað til hátinda í sögu vestrænna bókmennta á borð kviður Hómers, gríska harmleiki og leikrit Shake­ speares. „Jafnt fræðimenn og stórskáld um allan heim hafa valið þeim sín dýrustu orð, þær eru sígild listaverk sem virðast alltaf eiga erindi við samtímann.“ Sagnasjóður En mestu skiptir þó að Íslendinga­ sögur eru fyrst og fremst frábærar og skemmtilegar bókmenntir, segir Jóhann. „Þær minna að ýmsu leyti á sögulegar skáldsögur sam­ tímans; í þeim túlka afkomendur landnámsmanna fortíð sína og uppruna, hetjusögur og goðsagnir. Sögurnar lýsa atburðum sem hafa gerst eða hefðu getað gerst og gera þannig tilkall til þess að vera teknar trúanlegar, þótt sagnasmiðir yrki vitaskuld í eyður og sviðsetji atburði og samtöl. Frásögnin er látlaus á ytra borði og virðist laus við málskrúð, sögumaður hefur sig lítt í frammi en lýsir því sem fyrir augu og eyru ber og skyggnist lítt í hugskot persónanna. Það er helst að hetjurnar opinberi hugsanir sínar og tilfinningar þegar þær kasta fram vísum. Snilli þeirra sem færðu sögurnar í letur kemur ekki síst fram í látlausum og ljósum stíl, Sígild listaverk í nýjum og stórglæsilegum búningi Fyrrverandi forseti Íslands frú Vigdís Finn- bogadóttir er verndari útgáf- unnar. Myndin var tekin á útgáfu athöfn í Alþingis húsinu 17. júní síðast- liðinn. Frú Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson forseti við út- gáfuathöfn í Alþingishúsinu. Íslendingasögurnar eru fyrst og fremst frábærar og skemmtilegar bókmenntir, segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi hjá Sögu forlagi, sem gaf nýlega út nýja og glæsilega heildarútgáfu Íslendingasagna. MYND/SIGTRYGGUR ARI Íslendingasögurnar eru mikilsverðasta framlag Íslendinga til heimsbók­ menntanna en þó fyrst og fremst skemmtilegar bókmenntir. Ný­ lega kom út ný og glæsileg heildar­ útgáfa Íslendinga­ sagna og Íslend­ ingaþátta í fimm bindum í tilefni af aldarafmæli full­ veldis Íslands. ógleymanlegum mannlýsingum og meitluðum tilsvörum sögupersóna, þar sem kaldranaleg gamansemi sagnanna nýtur sín hvað best." Mögnuð landkynning Svo má ekki gleyma að sögurnar tryggja okkur líka efnahagslegan ávinning með því að laða til landsins tugþúsundir ferðamanna ár hvert. „Áhugi ferðamanna á söguslóðum Íslendingasagna hefur stóraukist á undanförnum árum og áratugum, og þeir geta nú sótt sér fræðslu og leiðsögn víða um land. Að auki gegna Íslendingasögur mik­ ilvægu hlutverki í baráttunni fyrir varðveislu og viðgangi íslenskrar tungu, lestur þeirra auðgar orða­ forða og styrkir málvitund.“ Fjölbreytt ítarefni og skýringar Ritstjórar nýju útgáfunnar eru Aðal­ steinn Eyþórsson, Bragi Halldórs­ son, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson, en þeir fjórir síðastnefndu ritstýrðu einnig útgáfu Íslendingasagna sem kom út 1987. „Sögurnar eru prentaðar á nútímastafsetningu og mikil rækt lögð við ýmiss konar skýringarefni til að greiða lesendum leið um sagnaheiminn. Rækilegar skýringar fylgja öllum vísum sem koma fyrir í sögum og þáttum, en þær eru hátt á sjötta hundrað, og í formálum er ljósi varpað á helstu einkenni sagn­ anna, flokkun þeirra og samfélagið sem þær eru sprottnar úr. Þá er þar einnig að finna svonefndan sagna­ lykil þar sem tekin eru saman efnis­ atriði sem koma fyrir í mörgum sögum. Loks má nefna að útgáfuna prýða 40 myndverk eftir dönsku listakonuna Karin Birgitte Lund, þar sem hún leitar fanga í norræn­ um myndlistararfi víkingaaldar og miðalda.“ Vert er að geta þess að nú stendur yfir sýning á verkum Karin Birgitte Lund í Veröld – húsi Vig­ dísar sem Vigdís Finnbogadóttir og Margrét II Danadrottning opnuðu formlega 1. desember síðastliðinn. Sýningin er opin almenningi til 5. febrúar 2019. Nánari upplýsingar má finna á hjá Saga forlag – vinland@centrum.is, símar 893 7719 og 562 7950. Jafnt fræðimenn og stórskáld um allan heim hafa valið þeim sín dýrustu orð, þær eru sígild listaverk sem virðast alltaf eiga erindi við samtímann. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 M I ÐV I KU DAG U R 1 9 . d e S e m b e r 2 0 1 8 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -7 6 4 4 2 1 D 9 -7 5 0 8 2 1 D 9 -7 3 C C 2 1 D 9 -7 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.