Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 16
Milljarður í hlutafé og Jakob ráðinn forstjóri Núverandi hluthafar ásamt nýjum fjárfestum leggja Kortaþjónustunni til 1.050 milljónir í hlutafé. Þá hefur Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums og áður stjórnarmaður í Arion banka, verið ráðinn nýr forstjóri fyrirtækisins. markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5000 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Hlutafé Kortaþjón-ustunnar var í gær aukið um 1.050 milljónir króna en samhliða hlutafjár-aukningunni var Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, ráðinn forstjóri færsluhirðingarfyrir- tækisins. Í samtali við Markaðinn segist Jakob, sem lagði sjálfur til um 80 millj- ónir króna í hlutafjáraukningunni, hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni. „Kortaþjónustan er sterkt félag með öfluga bakhjarla. Það er mikil gróska í greiðsluþjónustu og fjár- tæknilausnum og eru vaxtamöguleik- ar félagsins miklir. Kortaþjónustan hefur allt sem þarf til að sækja fram á þessum markaði og því eru spenn- andi tímar fram undan,“ segir Jakob. Samkvæmt upplýsingum frá Korta- þjónustunni voru þátttakendur í hlutafjáraukningunni, sem kom til vegna tapreksturs á yfirstandandi rekstrarári fyrirtækisins, núverandi hluthafar ásamt nýjum fjárfestum. Kvika banki er eftir sem áður stærsti einstaki hluthafi félagsins eftir hluta- fjáraukninguna með um 40 prósenta eignarhlut. Magnús Ingi Einarsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstrar- sviðs Kviku og nýr stjórnarformaður Kortaþjónustunnar, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin sýni hið sterka bakland sem Korta- þjónustan býr að. „Það er ánægjulegt að núverandi hluthafar félagsins ásamt nýjum fjár- festum sjái tækifærin sem fólgin eru í félaginu og séu reiðubúnir að styðja við félagið með þessum hætti. Korta- þjónustan hefur tekist á við miklar breytingar á undanförnum miss- erum í kjölfar gjaldþrots Monarch flugfélagsins undir lok árs 2017,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar er þessum verk- efnum nú lokið og félagið stendur á sterkum grunni. „Starfsmenn Korta- þjónustunnar hafa unnið frábært starf við oft á tíðum krefjandi aðstæð- ur. Hlutafjáraukningin mun nýtast vel til að grípa þau fjölmörgu sóknarfæri sem félagið stendur frammi fyrir.“ Jakob, sem var forstjóri Straums fjárfestingarbanka á árunum 2013 til 2015 og lét af störfum sem stjórnar- maður í Arion banka fyrr á árinu, tekur við forstjórastarfinu af Björgvini Skúla Sigurðssyni. Hann lét af störfum hjá Kortaþjónustunni í síðasta mán- uði eftir að hafa verið ráðinn til félags- ins í ársbyrjun. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjón- ustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 millj- ónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausa- fjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar, sem fékk leyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem greiðslustofnun á árinu 2012, námu ríflega 4,5 milljörðum á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar. Tap félagsins nam hins vegar um 1,6 milljörðum króna. Heildareignir samstæðunnar námu 1.520 millj- ónum í árslok og eigið fé félagsins var rúmlega 400 milljónir. Áður en ráðist var í hlutafjáraukn- ingu Kortaþjónustunnar voru stærstu hluthafar félagsins, fyrir utan Kviku banka, fjárfestingarfélagið Óska- bein með tíu prósenta hlut. Félagið, sem er stór hluthafi í VÍS, er meðal annars í eigu Sigurðar Gísla Björns- sonar, eiganda Sæmarks sjávarafurða, Gests Breiðfjörð Gestssonar, eiganda Sparnaðar, og Andra Gunnarssonar, lögmanns og fjárfestis. Þá áttu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem eru stórir fjárfestar í Kviku og VÍS, um 6,7 prósenta hlut í Kortaþjónustunni í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Aðrir helstu hluthafar fyrirtækisins eru félög í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem fór með tæplega sex prósenta hlut fyrir hlutafjáraukn- inguna, og bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, í gegnum eignar- haldsfélagið Frigus, áttu liðlega fimm prósenta hlut. Þá var Sigurður Valtýs- son, fyrrverandi forstjóri Exista og við- skiptafélagi Bakkavararbræðra, með fimm prósent í gegnum félagið Svalt ehf. og fjárfestingarfélagið Varða Capi- tal, sem er í meirihlutaeigu Jónasar Hagans Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, átti sömuleiðis fimm prósenta hlut. hordur@frettabladid.is Jakob Már Ásmundsson var forstjóri Straums fjárfestingarbanka á árunum 2013 til 2015. Fréttablaðið/Ernir 1.600 milljónir króna nam tap kortaþjónustunnar í fyrra eftir að hafa lent í alvarlegum greiðsluvanda í kjölfar gjald- þrot monarch flugfélagsins. Sjóðir á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, eins umsvifamesta erlenda fjárfestisins hér á landi, hafa á síðustu vikum minnkað talsvert við sig í nokkrum skráðum félögum. Þannig hafa sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka á íslensk- um hlutabréfamarkaði – nýverið selt um eins prósents eignarhlut í Reit- um. Sjóðirnir tveir áttu samanlagt 6,2 prósenta hlut í fasteignafélaginu um miðjan síðasta mánuð en fara nú með 5,2 prósenta hlut í félaginu, samkvæmt nýjasta lista yfir stærstu hluthafa Reita. Sjóðir í stýringu Eaton Vance hafa jafnframt minnkað talsvert við sig í Regin sem sýnir sig meðal annars í því að hlutur sjóðsins Global Macro Absolute Return Advantage hefur minnkað úr 3,7 prósentum frá því í haust í tæplega 2,6 prósent nú. Þá er Global Macro Portfolio ekki lengur í hópi tuttugu stærstu hluthafa fast- eignafélagsins en sjóðurinn fór með 1,8 prósenta hlut í félaginu í haust. Sjóðirnir tveir hafa auk þess minnkað við sig í TM og fara nú með samanlagt ríflega þriggja prósenta hlut í tryggingafélaginu borið saman við 4,5 prósenta hlut síðasta sumar. Einnig hefur hlutur sjóðanna í Festi minnkað um 1,2 prósent frá því í byrjun nóvember. Sjóðirnir fara nú með 3,3 prósenta hlut í félaginu. – kij Minnkar við sig í Regin og Reitum 67 milljarðar króna var fjárfesting Eaton Vance í skuldabréfum, lánum og hlutafé hér á landi í lok júlí. Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignar-haldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjar- vöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árs- lok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Hold- ing BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 pró- senta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endan- l e g a f r á s ö l u á Refresco til alþjóðlegu fjár- f e s t i n g a r s j ó ð - anna PAI Partners og British Col- umbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Hold- ing en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af upp- gjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því sam- komulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleið- andanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Hold- ing voru sem kunnugt er fjár- festingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaup- þings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoð- um, í gegnum eignarhalds- félagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni S i g u r ð s sy n i , f y r r - verandi forstjóra F L G r o u p o g stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari E r n i Ó l a f s - syni, fyrrver- andi forstjóra S ke l j u n g s o g stjórnarmanni í TM, Magn- ú s i Á r m a n n , fjárfesti og fyrr- verandi stjórnar- manni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnar- manni í TM. – hae Þorsteinn kaupir út Arion í félagi sem átti í Refresco 3.000 milljónir var samtals virði eigna EaB 1 í árslok 2017. Þorsteinn Jónsson. 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K u d a g u r2 markaðurinn 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -6 7 7 4 2 1 D 9 -6 6 3 8 2 1 D 9 -6 4 F C 2 1 D 9 -6 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.