Fréttablaðið - 19.12.2018, Side 16

Fréttablaðið - 19.12.2018, Side 16
Milljarður í hlutafé og Jakob ráðinn forstjóri Núverandi hluthafar ásamt nýjum fjárfestum leggja Kortaþjónustunni til 1.050 milljónir í hlutafé. Þá hefur Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums og áður stjórnarmaður í Arion banka, verið ráðinn nýr forstjóri fyrirtækisins. markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5000 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Hlutafé Kortaþjón-ustunnar var í gær aukið um 1.050 milljónir króna en samhliða hlutafjár-aukningunni var Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, ráðinn forstjóri færsluhirðingarfyrir- tækisins. Í samtali við Markaðinn segist Jakob, sem lagði sjálfur til um 80 millj- ónir króna í hlutafjáraukningunni, hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni. „Kortaþjónustan er sterkt félag með öfluga bakhjarla. Það er mikil gróska í greiðsluþjónustu og fjár- tæknilausnum og eru vaxtamöguleik- ar félagsins miklir. Kortaþjónustan hefur allt sem þarf til að sækja fram á þessum markaði og því eru spenn- andi tímar fram undan,“ segir Jakob. Samkvæmt upplýsingum frá Korta- þjónustunni voru þátttakendur í hlutafjáraukningunni, sem kom til vegna tapreksturs á yfirstandandi rekstrarári fyrirtækisins, núverandi hluthafar ásamt nýjum fjárfestum. Kvika banki er eftir sem áður stærsti einstaki hluthafi félagsins eftir hluta- fjáraukninguna með um 40 prósenta eignarhlut. Magnús Ingi Einarsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstrar- sviðs Kviku og nýr stjórnarformaður Kortaþjónustunnar, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin sýni hið sterka bakland sem Korta- þjónustan býr að. „Það er ánægjulegt að núverandi hluthafar félagsins ásamt nýjum fjár- festum sjái tækifærin sem fólgin eru í félaginu og séu reiðubúnir að styðja við félagið með þessum hætti. Korta- þjónustan hefur tekist á við miklar breytingar á undanförnum miss- erum í kjölfar gjaldþrots Monarch flugfélagsins undir lok árs 2017,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar er þessum verk- efnum nú lokið og félagið stendur á sterkum grunni. „Starfsmenn Korta- þjónustunnar hafa unnið frábært starf við oft á tíðum krefjandi aðstæð- ur. Hlutafjáraukningin mun nýtast vel til að grípa þau fjölmörgu sóknarfæri sem félagið stendur frammi fyrir.“ Jakob, sem var forstjóri Straums fjárfestingarbanka á árunum 2013 til 2015 og lét af störfum sem stjórnar- maður í Arion banka fyrr á árinu, tekur við forstjórastarfinu af Björgvini Skúla Sigurðssyni. Hann lét af störfum hjá Kortaþjónustunni í síðasta mán- uði eftir að hafa verið ráðinn til félags- ins í ársbyrjun. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjón- ustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 millj- ónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausa- fjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar, sem fékk leyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem greiðslustofnun á árinu 2012, námu ríflega 4,5 milljörðum á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar. Tap félagsins nam hins vegar um 1,6 milljörðum króna. Heildareignir samstæðunnar námu 1.520 millj- ónum í árslok og eigið fé félagsins var rúmlega 400 milljónir. Áður en ráðist var í hlutafjáraukn- ingu Kortaþjónustunnar voru stærstu hluthafar félagsins, fyrir utan Kviku banka, fjárfestingarfélagið Óska- bein með tíu prósenta hlut. Félagið, sem er stór hluthafi í VÍS, er meðal annars í eigu Sigurðar Gísla Björns- sonar, eiganda Sæmarks sjávarafurða, Gests Breiðfjörð Gestssonar, eiganda Sparnaðar, og Andra Gunnarssonar, lögmanns og fjárfestis. Þá áttu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem eru stórir fjárfestar í Kviku og VÍS, um 6,7 prósenta hlut í Kortaþjónustunni í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Aðrir helstu hluthafar fyrirtækisins eru félög í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem fór með tæplega sex prósenta hlut fyrir hlutafjáraukn- inguna, og bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, í gegnum eignar- haldsfélagið Frigus, áttu liðlega fimm prósenta hlut. Þá var Sigurður Valtýs- son, fyrrverandi forstjóri Exista og við- skiptafélagi Bakkavararbræðra, með fimm prósent í gegnum félagið Svalt ehf. og fjárfestingarfélagið Varða Capi- tal, sem er í meirihlutaeigu Jónasar Hagans Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, átti sömuleiðis fimm prósenta hlut. hordur@frettabladid.is Jakob Már Ásmundsson var forstjóri Straums fjárfestingarbanka á árunum 2013 til 2015. Fréttablaðið/Ernir 1.600 milljónir króna nam tap kortaþjónustunnar í fyrra eftir að hafa lent í alvarlegum greiðsluvanda í kjölfar gjald- þrot monarch flugfélagsins. Sjóðir á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, eins umsvifamesta erlenda fjárfestisins hér á landi, hafa á síðustu vikum minnkað talsvert við sig í nokkrum skráðum félögum. Þannig hafa sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka á íslensk- um hlutabréfamarkaði – nýverið selt um eins prósents eignarhlut í Reit- um. Sjóðirnir tveir áttu samanlagt 6,2 prósenta hlut í fasteignafélaginu um miðjan síðasta mánuð en fara nú með 5,2 prósenta hlut í félaginu, samkvæmt nýjasta lista yfir stærstu hluthafa Reita. Sjóðir í stýringu Eaton Vance hafa jafnframt minnkað talsvert við sig í Regin sem sýnir sig meðal annars í því að hlutur sjóðsins Global Macro Absolute Return Advantage hefur minnkað úr 3,7 prósentum frá því í haust í tæplega 2,6 prósent nú. Þá er Global Macro Portfolio ekki lengur í hópi tuttugu stærstu hluthafa fast- eignafélagsins en sjóðurinn fór með 1,8 prósenta hlut í félaginu í haust. Sjóðirnir tveir hafa auk þess minnkað við sig í TM og fara nú með samanlagt ríflega þriggja prósenta hlut í tryggingafélaginu borið saman við 4,5 prósenta hlut síðasta sumar. Einnig hefur hlutur sjóðanna í Festi minnkað um 1,2 prósent frá því í byrjun nóvember. Sjóðirnir fara nú með 3,3 prósenta hlut í félaginu. – kij Minnkar við sig í Regin og Reitum 67 milljarðar króna var fjárfesting Eaton Vance í skuldabréfum, lánum og hlutafé hér á landi í lok júlí. Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignar-haldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjar- vöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árs- lok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Hold- ing BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 pró- senta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endan- l e g a f r á s ö l u á Refresco til alþjóðlegu fjár- f e s t i n g a r s j ó ð - anna PAI Partners og British Col- umbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Hold- ing en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af upp- gjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því sam- komulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleið- andanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Hold- ing voru sem kunnugt er fjár- festingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaup- þings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoð- um, í gegnum eignarhalds- félagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni S i g u r ð s sy n i , f y r r - verandi forstjóra F L G r o u p o g stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari E r n i Ó l a f s - syni, fyrrver- andi forstjóra S ke l j u n g s o g stjórnarmanni í TM, Magn- ú s i Á r m a n n , fjárfesti og fyrr- verandi stjórnar- manni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnar- manni í TM. – hae Þorsteinn kaupir út Arion í félagi sem átti í Refresco 3.000 milljónir var samtals virði eigna EaB 1 í árslok 2017. Þorsteinn Jónsson. 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K u d a g u r2 markaðurinn 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D 9 -6 7 7 4 2 1 D 9 -6 6 3 8 2 1 D 9 -6 4 F C 2 1 D 9 -6 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.