Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 37
Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 59 50 300 | www.isafold.is
Kæru landsmenn
Við óskum ykkur
gleðilegra jóla
og farsældar á
komandi ári
Það gekk ýmislegt á hjá Alþjóðaknattspyrnu-sambandinu FIFA á árinu. Heimsmeistara-mótið var hin besta skemmtun en ein
áhugaverðasta viðureign ársins var
þó þegar kosið var um hvort mótið
yrði haldið í Marokkó eða Norður-
Ameríku árið 2026. Ljóst var að
forsvarsmenn FIFA höfðu mikinn
áhuga á peningunum sem í boði
voru vestanhafs en pólitík leikur sem
fyrr lykilhlutverk hjá sambandinu og
skiptust aðildarþjóðir í gamalkunn-
ar fylkingar í aðdraganda kjörsins.
Donald Trump Bandaríkjaforseti lét
ekki sitt eftir liggja og hótaði að þau
lönd sem styddu Marokkó gætu ekki
treyst á pólitískan stuðning Banda-
ríkjanna. Hann braut þar með reglur
FIFA sem banna afskipti stjórnmála-
manna af slíkum ákvörðunum. Upp-
hlaup hans hafði þó ekki verri afleið-
ingar en svo að Ameríkuþjóðirnar
hlutu 2/3 atkvæða. Knattspyrnu-
áhugafólk í Tjad og Síerra Leóne var
hins vegar ekki jafn heppið þar sem
landsliðum þjóðanna var bönnuð
þátttaka í alþjóðlegri knattspyrnu á
árinu vegna beinna afskipta íþrótta-
málaráðherra landanna af yfirstjórn
knattspyrnumála.
En aftur að HM 2026. Áfram hélt
farsinn þegar Fatma Diouf Samo-
ura, aðalritari FIFA, var rannsökuð
vegna ásakana um alvarlegan hags-
munaárekstur þar sem hún tengd-
ist gömlu Liverpool-kempunni El
Hadji Diouf fjölskylduböndum, en
hann var erindreki umsóknar Mar-
okkó. Því var haldið fram af blaða-
mönnum breska ríkisútvarpsins
að samsæriskenningin væri runnin
undan rifjum forseta FIFA, Gianni
Infantino, sem talið var að styddi
umsókn Ameríkuríkjanna. Ekkert
varð þó úr málinu þar sem í ljós kom
að Samoura og Diouf eru ekki skyld.
Hvað sem allri pólitík líður er þó
ljóst hvað vó þyngst varðandi valið
á milli þessara tveggja umsækjenda.
Formaður knattspyrnusambands
Bandaríkjanna lofaði FIFA um 1.400
milljarða króna hagnaði vegna
mótsins, sem er sambærilegt hagn-
aði síðustu fjögurra móta til samans.
Fyrir þessa upphæð mætti staðgreiða
Manchester United, Real Madrid og
Barcelona.
Tvö ný mót á 3.000 milljarða
Fjármunina má nýta í ýmislegt og
íburðinn vantar ekki hjá samband-
inu. Höfuðstöðvar þess voru dýrari
en Harpa, ársþingið kostaði meira
en Eurovision og rekstrarkostnaður
FIFA-safnsins, sem enginn heim-
sækir, er meiri en Þjóðminjasafns
Íslands. Fjármálaóreiðan hefur verið
með hreinum ólíkindum en vegna
hagnaðar af heimsmeistaramótum
hefur sambandinu þó tekist að safna
um 200 milljarða króna varasjóði á
undanförnum 16 árum. Það virðist
samt vera langt í frá nóg fyrir suma.
Infantino forseti þurfti þó að játa
sig sigraðan í haust þegar hann var
gerður afturreka með hugmyndir
að tveimur nýjum mótum á þingi
sambandsins. Um var að ræða nýja
deildarkeppni landsliða og alþjóð-
lega útgáfu Meistaradeildarinnar.
Ótilgreindur aðili átti að eiga rétt
innan við helming mótanna og
greiða 3.000 milljarða króna fyrir,
andvirði landsframleiðslu Íslands
á yfirstandandi ári. Eins ótrúlegt og
það hljómar neitaði Infantino að
gefa upp hver þessi fjárfestir var en
síðar tókst fjölmiðlum að rekja fjár-
magnið til ríkissjóðs Sádi-Arabíu.
Raunar hitti Infantino Mohammed
bin Salman, hinn umdeilda krón-
prins Sáda, þrisvar sinnum á árinu,
meðal annars á opnunarleik HM þar
sem þeir skemmtu sér konunglega
með Vladimír Pútín, forseta Rúss-
lands.
Eðlilega voru forsvarsmenn UEFA,
evrópska aðildarsambands FIFA,
ekki hrifnir af þessari beinu sam-
keppni við arðbærustu mót Evrópu
og komu í veg fyrir að eitthvað yrði
úr hugmyndum Infantino, í bili að
minnsta kosti. Forseti UEFA, Aleks-
ander Ceferin, sagði Infantino blind-
an af græðgi og sakaði hann um að
reyna að selja sál knattspyrnunnar.
Bannað að gagnrýna
Rétt eins og undanfarin ár höfðu
fjölmiðlar vart undan við að greina
frá spillingarmálum innan knatt-
spyrnuhreyfingarinnar á árinu, en
ólíklegra er þó orðið að meiriháttar
breytingar verði innan frá. Sú breyt-
ing var nefnilega gerð á siðareglum
sambandsins að starfsfólki aðildar-
sambanda og -félaga er hreinlega
bannað að tala illa um sambandið
sjálft eða starfsfólk þess, í tengslum
við heimsmeistaramót. Það hefur
væntanlega verið erfitt fyrir suma að
halda í sér þegar fram kom við vitna-
leiðslur fyrir dómi í Bandaríkjunum
að fyrrverandi forseti argentínska
og suðurameríska knattspyrnusam-
bandsins hafi þegið 120 milljónir
króna í mútur fyrir að greiða Katar
atkvæði í kjöri um staðsetningu
HM 2022. Ekki var það skárra þegar
fyrrverandi meðlimur FIFA-ráðsins
sagðist á dögunum hafa verið boðnir
tugir milljóna króna fyrir að greiða
Rússum atkvæði sitt vegna mótsins
glæsilega sem fram fór í ár.
Hátt í 30 áhrifamenn úr knatt-
spyrnuhreyfingunni hafa játað glæpi
sína fyrir dómi eftir að rannsókn
bandarískra yfirvalda á spillingar-
málum hófst um árið, meðal annars
fyrrverandi forsetar knattspyrnu-
sambanda en ásakanir um fjármála-
misferli ná aftur um áratugi. Segja
má að spilling hafi verið svo almenn
meðal áhrifamesta fólks alþjóða-
knattspyrnunnar að FIFA hafi varla
verið viðbjargandi þegar Sepp
Blatter hrökklaðist frá völdum með
milljarða í vasanum. En er staðan
mikið betri í dag? Í forsetatíð Infant-
ino hefur mikið verið rætt um siðbót
en þegar hann var sjálfur undir smá-
sjá siðanefndar sambandsins í fyrra
leysti hann nefndina upp að fullu.
Nýr meðlimur nefndarinnar, Sundra
Rajoo, var handtekinn af yfirvöldum
í Malasíu í nóvember vegna gruns
um spillingu. Hann sagði sig í kjöl-
farið frá störfum fyrir nefndina.
FIFA hagnaðist um 400 milljarða
króna á HM í Rússlandi. Það er því
eitthvað til í buddunni til að halda
jólin hátíðleg. Draugar liðinna spill-
ingarmála munu eflaust banka upp á
í höfuðstöðvunum á jólanótt, en það
er svo sem nóg til fyrir þá líka.
Trump, Sádar, spilling og FIFA
Björn Berg
Gunnarsson
fræðslustjóri
Íslandsbanka
FIFA hagnaðist um
400 milljarða króna
á HM í Rússlandi. Það er því
eitthvað til í buddunni til að
halda jólin hátíðleg.
11M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . D e s e M b e R 2 0 1 8 MARkAðuRInn
1
9
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
D
9
-8
E
F
4
2
1
D
9
-8
D
B
8
2
1
D
9
-8
C
7
C
2
1
D
9
-8
B
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K