Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.12.2018, Blaðsíða 32
Grófar og góm- sætar kanilkökur sem bragðast vel með heitum drykkjum. 125 g smjör 125 g púðursykur 125 g gróft spelt eða rúgmjöl 125 g hveiti 3 tsk. kanill 40 g trönuber í örsmáum bitum Rifinn börkur af einni appelsínu 1 egg Skreytið með bræddu dökku súkkulaði og trönuberjum. Skerið smjörið í litla teninga. Blandið öllu nema egginu saman við og vinnið smjörið saman við með fingrunum. Bætið egginu út í og hnoðið hratt saman. Búið til deigpylsu og geymið í kæli í klukkustund. Skerið deigið því næst í þunnar sneiðar og raðið á bökunarplötu með bökunarpappír. Bakið í 10 mínútur við 185°C. Kælið á rist og setjið beint í loftþéttan kökudunk svo þær haldist stökkar. Hægt er að skreyta kökurnar með trönu- berjum og bræddu súkkulaði ef vill eða bara njóta þeirra óskreyttra með góðu kaffi – eða tebolla. Kanilkökur með trönuberja- og appelsínubragði Ævi og örlög íslenskra kvenna eru umfjöllunar-efni bóka þeirra fjögurra kvenna sem lesa úr verkum sínum í Borgarbókasafninu í dag klukkan hálf fimm. Á upplestrinum lesa höfundar úr eftirfarandi verkum: Anna Ragna Fossberg Jóhönnu- dóttir les úr bókinni Auðnu þar sem hún segir sögu þriggja systra og byggir á sannsögulegum atburðum úr fjölskyldu sinni. Ásdís Halla Bragadóttir les úr bókinni Hornauga þar sem hún segir frá leit sinni að uppruna sínum og hvernig hún í kjölfarið kynntist sögum stórmerkilegra kvenna sem höfðu ýmsu áorkað en jafnframt misstigið sig illa og verið litnar hornauga. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir les úr bókinni Amma – draumar í lit þar sem hún sýnir í svip- myndum lífshlaup ömmu sinnar, Hólmfríðar Sigurðardóttur frá Raufarhöfn, sem varð húsmóðir í Reykjavík um miðja síðustu öld og síðar kennari og skáld. Margrét Blöndal les úr bókinni Vertu stillt! þar sem Henný Her- manns, fyrrverandi fyrirsæta og fegurðardrottning, segir sögu sína. Upplesturinn er í samstarfi við Kvennasögusafn Íslands og fer fram í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Rakel Adolphsdóttir, forstöðu- kona Kvennasögusafnsins, stýrir viðburðinum. Konur um konur Ásdís Halla Bragadóttir er ein þeirra rithöfunda sem lesa upp á Borgar- bókasafninu í Grófinni í dag. Píeta samtökin, sjálfsvígsfor-varnarsamtök, standa fyrir vetrarsólstöðugöngu föstu- daginn 21. desember. Gangan er haldin í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi og hvatning til þeirra sem glíma við sjálfsvígs- hugsanir að gefast ekki upp heldur þiggja hjálp og velja lífið. Hist er í húsnæði Kynnisferða við Klettagarða 12 en dagskráin hefst klukkan 20. Boðið er upp á heitt kakó og tónlistaratriði. Frú Eliza Reid ávarpar samkomuna og Mótorhjólaklúbburinn Toy Run afhendir Píeta samtökunum styrktarfé. Klukkan 20.45 verður gengið út að vitanum við Skarfa- klett þar sem minningarstund er haldin, kveikt á kertum og skrifuð minningarorð um ástvini á minn- ingarplötu. Píeta samtökin í minningargöngu FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM RÚM • SÓFAR • HVÍLDARSTÓLAR • HEILSUKODDAR • LJÓS • HÚSGÖGN • GJAFAVÖRUR • BORÐ • SÆNGUR JACOB stóll frá Calia Italia SITTING VISION hvíldarstólar ISABELLA hægindasófi. Sjá nánar á lur.isRICCARDO rafstillanlegur tungusófi Brunstad hvíldarstóll Svefnsófar í miklu úrvali og mörgum litum. Nokkrar stærðir í boði. ERMES hægindasófi. Sjá nánar á lur.is GRACE hægindastóll ORACOL tungusófi Öll sæti stillanleg Öll sæti stillanleg Stillanle g rúm Öll sæti og bak stillanleg t Stillanle gur höfuðpú ði VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK Opið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16 LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL FRÁBÆR JÓLATILBOÐ Komdu í heim sókn 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . d e S e m B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 1 9 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 D 9 -8 E F 4 2 1 D 9 -8 D B 8 2 1 D 9 -8 C 7 C 2 1 D 9 -8 B 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.