Fréttablaðið - 31.12.2018, Side 22

Fréttablaðið - 31.12.2018, Side 22
um með svart/hvíta hárkollu og grunaði þá að hverju stefndi. Ég átti síðan skemmtilega stund með fjöl- skyldu minni og Áramóta skaup inu á gamlárskvöld í fyrra.“ Þegar Berglind er spurð hvort henni finnist eitthvað virkilega fúlt sem gerðist á árinu er hún fljót að svara. „Já, mér fannst þetta Klausturmál alveg hræðilegt. Það er líklega minnisstæðast og stendur upp úr. Aftur á móti man ég ekki eftir neinu sem mér fannst sér- staklega ánægjulegt nema þegar kemur að einkalífinu. Ég keypti mér íbúð á árinu sem ég er mjög ánægð með. Það var þriðja íbúðin mín. Ég hef verið dugleg að flytja síðustu ár,“ segir Berglind en vill ekki viðurkenna að einhver kærasti sé í kortunum. „Ég má ekkert vera að svoleiðis,“ segir hún. Berglind ætlar að halda ára- mótin með fjölskyldu sinni. „Við borðum kalkún og svo horfum við á Skaupið. Ef einhver býður mér í gott partí gæti ég verið til í það. Sonur minn skiptist á að vera hjá föður sínum og mér á jólum og áramót- um. Eftir áramótin mæti ég í nýja vinnu og ætla að halda áfram að hafa það gott. Ég vona að allir reyni að verða betri útgáfa af sjálfum sér á komandi ári. Svo er betra að vara sig á upptökutækjum á almannafæri,“ segir Berglind Festival. Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@ frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri Freyr Jóns- son, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Berglind þarf ekkert að hugsa sig lengi um þegar hún er spurð hvort eitthvað sé sér- staklega minnisstætt frá árinu sem er að líða. „Árið 2017 ferðaðist ég óvenju lítið og hét sjálfri mér að bæta úr því á árinu 2018. Ég stóð við það og fór nokkrar ferðir, meðal annars til Lundúna, Berlínar og Kaupmannahafnar. Ég fór til dæmis í eina ferð til Köben til að taka upp fyrir sjónvarpsþáttinn og það var virkilega skemmtileg áskorun. Ég var í íslenska þjóð- búningnum á Strikinu. Eftirminni- legust er ferð til Japans með vin- konu minni. Það var stórkostlegt að koma þangað og ég á örugglega eftir að fara aftur. Við fórum til Tókýó, Osaka og Kýótó. Maturinn var einstakur og það er alltaf hollt fyrir mann að sjá hve lítill maður er í stóra samhenginu en í Japan er allt svakalega stórt og mikil mannmergð. Við bjuggum á litlum hylkjahótelum sem var ágætt en rúmin voru oft ansi hörð. Stundum færðum við okkur á teppalagt gólfið sem var mýkra en dýnan og við sváfum betur þar,“ útskýrir Berglind. Búddar og góða skapið Klósettmenning er sérstök í Japan þar sem á flestum stöðum eru fullkomin salerni með mörgum stillingum. Berglind segist ekki hafa lært á takkana en henni var góðfús- lega bent á að fólk færi á inniskóm inn á baðherbergið. Inniskór eru í boði fyrir gesti á hótelum. „Þetta var fyrsta ferðin mín til Asíu og ég vonast til að komast aftur á nýju ári. Eitt búddahof á dag kemur skapinu í lag, sögðum við stund- um,“ segir hún. „Við vinkonurnar verðum báðar þrítugar snemma á næsta ári og vonumst til að fá ferðapening í afmælisgjöf,“ segir Berglind en hún er móðir sjö ára drengs sem heitir Kári Halldórsson. Faðir hans er Halldór Halldórsson, Dóri DNA, en Berglind segir að Kári sé afar sáttur við að sjá báða for- eldra sína reglulega á skjánum. Í ballett frá unga aldri Þótt Berglind virðist hafa ágætis leikarahæfileika hefur hún aldrei lært leiklist né starfað sem slík. Hún er lærður listdansari og æfði dans frá fjögurra ára aldri. „Móður- systir mín er María Gísladóttir ballerína sem var vel þekkt hér á landi og erlendis á sínum tíma. Hún hafði mikil áhrif á mig eins og aðrar ungar stúlkur,“ segir Berglind sem hóf ballettnám aðeins fjögurra ára. María bjó lengi í Berlín þar sem hún var dansari við Deutsche Oper-Berlín. Hún starfaði fyrir nokkur fleiri óperuhús í Þýska- landi en einnig í New York og Los Angeles. Í dag kennir hún ballett hér á landi. Berglind lærði samtímadans í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2011. „Ég vann sem dansari í tæp tvö ár en fór þá í auglýs- ingabransann. Hef unnið sem hugmyndasmiður og textagerðar- maður. Ég byrja reyndar í nýrri vinnu hjá markaðsdeild Símans eftir áramótin og hlakka mikið til. Þótt örlögin hafi hagað því þannig að ég hætti að dansa hef ég alltaf verið viðloðandi bransann. Ég sat í stjórn Reykjavík Dans Festival og einnig í Grímunefnd fyrir hönd íslenskra listdansara. Allar mínar bestu vinkonur eru dansarar og ég held góðu sambandi við þær. Líf mitt hefur að stóru leyti snúist um dansinn en sem barn ætlaði ég mér frekar að verða læknir, leikari eða lögfræðingur,“ segir hún. Með Gísla Marteini „Ég vann upphaflega við undirbún- ing á þætti Gísla Marteins, meðal annars við að fá skemmtilegt fólk í þáttinn en hlutverk mitt óx talsvert á síðasta ári þegar innskot mín urðu stærri,“ segir Berglind en þetta er fjórða árið sem hún vinnur með Gísla Marteini. „Þetta hefur verið lærdómsríkt, krefjandi og ekki síst skemmtilegt starf. Mér líður aldrei eins og ég sé í vinnunni. Þættirnir verða áfram í vetur og hefjast í febrúar. Í upphafi hafði Gísli sam- band við mig og spurði hvort ég vissi um einhvern sem gæti verið með honum í ritstjórn þáttarins. Ég var í annarri vinnu og benti honum á nokkra. Á endanum var það ég sem tók starfið að mér og var í fyrstu bara á bakvið tjöldin. Svo fór þetta að vaxa í höndunum á mér,“ segir Berglind sem er í rauninni komin með eigin þátt inni í þáttum Gísla. „Við erum lítið teymi bak við þáttinn sem þarf að vera með putt- ann á púlsinum og finna áhuga- vert fólk. Sjálf reyni ég að komast í Spaugstofugírinn þegar kveikt er á myndavélinni þótt ég sé ekki alltaf í djókinu. Vissulega þarf maður þó að vera á léttu nótunum,“ segir Berglind sem hefur sett upp nokkrar danssýningar í gegnum árin, meðal annars í Tjarnarbíói og Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Tekin fyrir í Skaupinu Berglind hefur ekki leikið í Ára- móta skaupi Sjónvarpsins en í fyrra var hún tekin fyrir sem flippuð og fyndin. Það var Anna Svava Knúts- dóttir sem brá sér í gervi hennar með góðum árangri. „Mér fannst það mikill heiður,“ segir Berglind en á ekki von á að verða tekin fyrir aftur. „Ég sá Rögnu Fossberg læðast Berglind ferðaðist mikið á árinu sem er að líða og langar til að gera meira af því á nýju ári. MYND/SIGTRYGGUR ARI Berglind ferðaðist til Japans með vinkonu sinni á árinu og upplifði skemmtilega tíma. Þangað langar hana aftur. Berglind heimsótti Kýótó, Osaka og Tókýó í ferðalagi sínu til Japans. Í japanskri verslun en þær eru sumar óvenjulegar. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is “Doktor.is er ætlað að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum og ráðgjöf um heilsu, lífsstíl og forvarnir.,, Teitur Guðmundsson, læknir og ritstjóri doktor.is Ráðgjöf Fræðsla Forvarnir Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 3 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E C -B F C 4 2 1 E C -B E 8 8 2 1 E C -B D 4 C 2 1 E C -B C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.