Fréttablaðið - 31.12.2018, Page 32
Þetta er vonandi bara upphafið að einhverju stórskemmtilegu,“ segir Árni Long, bruggmeist-ari Borgar brugghúss, en tímamót urðu í sögu
brugghússins þegar Esja kom úr hill-
unum. Esja er villigerjaður súrbjór
sem hefur fengið að þroskast á char-
donnay-tunnum í hátt í þrjú ár þar
sem margslungið ferli hefur skilað
flóknu bragði og lykt með tímanum.
Bruggaðferðin á rætur sínar að rekja
til Belgíu þar sem tunnuþroskun á
súrbjór hefur átt sér stað öldum
saman. Um er að ræða fyrsta bjór
sinnar tegundar sem framleiddur er
hér á landi og óhætt að segja að nýr
kafli sé þar með hafinn í íslenskri
bjórsögu.
„Það má segja að strax við opnun
brugghússins hafi þetta verið á
stefnuskránni en þá ekki meira
en fjarlægur draumur. Það eru um
fjögur ár síðan við ákváðum að
hefja undirbúning fyrir alvöru og
í framhaldi hófum við leit að not-
uðum léttvínstunnum hjá vínfram-
leiðendum í Evrópu. Samhliða því
hófst rannsókn á mögulegum villi-
gerjakokteilum sem er lykilþáttur í
framleiðslu þessara bjóra. Slíkir kok-
teilar innihalda mismunandi kúltúra
af bakteríum sem nærast á bjórnum
í tunnunum yfir lengri tíma og eiga
í raun stærsta þátt í þeim flókna
bragðprófíl sem myndast og er sér-
einkenni villigerjaðra súrbjóra.
Það er svo vel á þriðja ár síðan
við settum Esju á tunnur þar sem
hún hefur þroskast og karakterinn
þróast. Á þessum tíma hefur mynd-
ast flókið og skemmtilegt samspil
mismunandi sýru, fjölþættra sítrus-
ávaxtatóna og víntunnueinkenna
sem blandast við annan karakter
frá villigerinu sem kannski er best
lýst sem útihúsalykt og sveitasælu,“
segir Árni spenntur en léttur í bragði.
Hann segir að það hafi verið töluverð
þolinmæðisvinna og þurft mörg
handtök að tappa bjórnum á flöskur.
„Við eigum aukalega tunnur í
þroskun frá þremur mismunandi
fyllingum undanfarin þrjú ár sem
allar innihalda villigerjaða súrbjóra.“
Árni segir að þó bjórinn komi í sölu
núna sé hann engan veginn bundinn
við þennan árstíma og njóti sín vel
með hækkandi sól – enda einkar
frískandi. benediktboas@frettabladid.is
Nýr kafli í íslenskri bjórsögu
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Aðalbjörg Magnúsdóttir
frá Reykholti, Fáskrúðsfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
26. desember. Jarðarförin fer fram
frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
2. janúar kl. 13.00.
Anna Guðlaug Þorsteinsdóttir Ólafur Kristinsson
Sigurður Þorsteinsson Sæunn Þorvaldsdóttir
Þórólfur Þorsteinsson Ólrikka Sveinsdóttir
Jóhanna Rósa Þorsteinsdóttir
Oddný Jóna Þorsteinsdóttir Ellert Ingi Harðarson
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Merkisatburðir
„Það er stefnan að nöfnin vísi í íslenska kvenskörunga og hetjur og fannst okkur tilvalið að ríða á vaðið með Esju,“ segir Árni sem er
hér lengst til vinstri með bruggurum sínum í Borg, þeim Hlyni Árnasyni og Sturlaugi Jóni Björnssyni. MYND/BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON
Áramótabjórinn í ár frá
Borg brugghúsi, Esja,
er einstakur, villigerj-
aður súrbjór, sem hefur
fengið að þroskast á
chardonnay-tunnum í
hátt í þrjú ár. Um er að
ræða fyrsta bjór sinnar
tegundar sem fram-
leiddur er hér á landi og
óhætt að segja að nýr
kafli sé þar með hafinn í
íslenskri bjórsögu.
Þetta er vonandi
bara upphafið að
einhverju stórskemmtilegu.
1959 Arthur Guinness byrjar að brugga
Guinness-bjórinn.
1797 Nemendur í Hólavallaskóla
héldu fyrstu áramótabrennuna á Ís-
landi.
1879 Thomas Edison kynnir fyrstu
hvítglóandi ljósaperuna.
1907 Fyrsi áramótafögnuðurinn
haldinn á Times Square í New York.
1914 Mikill gleðskapur í Reykjavík,
enda áfengi bannað með öllu á mið-
nætti.
1946 Harry S. Truman Bandaríkjaforseti
lýsir yfir endalokum seinni heims-
styrjaldar.
1951 Marshalláætlunin rennur úr gildi
eftir að hafa fjármagnað endurbygg-
ingu í Vestur-Evrópu um 13,3 milljarða
Bandaríkjadala.
1970 Morgunblaðið birtir grein Hall-
dórs Laxness, Hernaðurinnn gegn
landinu.
1991 Sovétríkin leystust upp.
1992 Tékkóslóvakía leyst upp í tvö ríki,
Tékkland og Slóvakíu.
1999 Vladimír Pútín settur forseti
Rússlands eftir að Boris Jeltsín sagði
af sér.
Esja kemur í veg-
legum 750 ml
flöskum með kork-
tappa og hentar
því vel til að taka á
móti nýju ári.
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R24 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
3
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
C
-D
3
8
4
2
1
E
C
-D
2
4
8
2
1
E
C
-D
1
0
C
2
1
E
C
-C
F
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K