Fréttablaðið - 31.12.2018, Síða 36

Fréttablaðið - 31.12.2018, Síða 36
Ein staðfesting þess að Íslendingar líta enn á sig sem bókaþjóð opin-berast í því að bókin er gríðarlega vinsæl jóla-gjöf. Salan fyrir þessi jól var góð og ekkert lát er á vinsældum bóka Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur. Arnaldur er fagmaður sem bregst ekki, enginn glæpasagna- höfundur hér á landi skrifar jafn vel og hann og persónusköpun hans er ætíð traust. Þeir lesendur sem sækja í vandaðar glæpasögur geta ekki án bóka hans verið. Í nýjustu bók hans Stúlkunni hjá brúnni sýnir sig enn einu sinni hversu rík samúð höf- undar er með þeim sem þurfa að þola ofbeldi. Einn helsti styrkur Yrsu Sigurðar- dóttur er hversu vel henni tekst að koma lesendum sínum á óvart. Þegar lesandinn telur að atburðarásin liggi ljós fyrir kemur Yrsa með óvæntan snúning og það gerði hún einmitt laglega í Brúðunni. Ragnar Jónasson virðist vera að stækka lesendahóp sinn, en Þorpið lenti ofarlega á met- sölulistum fyrir þessi jól. Enn betri var þó Krýsuvík Stefáns Mána, bæði vel skrifuð og spennandi, og þar skapaði höfundurinn bestu persónu í íslenskri glæpasögu þetta árið, sem er unglingsstúlkan Kinga. Glæpasagna- höfundurinn Lilja Sigurðardóttir leiddi síðan fram á svið einkar góðar og áhugaverðar kvenpersónur í Svik- um og viss léttleiki í frásögninni gerir bókina einkar skemmtilega aflestrar. Klassísk Ungfrú Ísland Glæpa- og spennusögur njóta gríð- arlegra vinsælda meðal lesenda og erfitt er fyrir höfunda svonefndra fagurbókmennta að keppa við þá. Auði Övu Ólafsdóttur tókst þó svo sannarlega að stimpla sig inn í hjörtu íslenskra lesenda með hinni frábæru bók sinni Ungfrú Ísland sem er skáldsaga ársins og líkleg til að verða klassík. Erfitt verður í framtíðinni að ræða um kvenna- bókmenntir án þess að taka mið af þessari skáldsögu um skáldkonur og hlutskipti þeirra í samfélagi þar sem ekki var gert ráð fyrir að þær hefðu rödd. Gagnrýnendur voru sammála um að hinn orðsnjalli Hallgrímur Helgason væri upp á sitt besta í Sextíu kíló af sólskini og Bergsveinn Birgisson sendi frá sér Lifandilífs- læk, sem er sennilega besta skáld- saga hans til þessa, allavega er þar að finna besta lokakafla íslenskrar skáldsögu þetta árið. Gyrðir Elías- son sendi frá sér eitt af meistara- verkum sínum, hinn tregafulla Sorgarmars. Einar Kárason var í fantaformi í Stormfuglum sem hefðu átt skilið að fá meiri athygli í jólabókaflóðinu, en bókin kom út fyrr á árinu. Guðrún Eva Mínervu- dóttir gladdi svo aðdáendur sína með smásagnasafninu Ástin Texas og Ófeigur Sigurðsson sannaði hug- myndaríki sitt eina ferðina enn í nýrri skáldsögu, Heklugjá. Fríða Ísberg er ein af stjörnum þessa jólabókaflóðs, en í smásagna- safni sínu Kláða er hún einkar næm á samtíma sinn og kryfur hann á snjallan hátt í sögum sem fjalla einkum um ungt fólk og tilfinningar Gjöfult bókaár Kolbrún Bergþórsdóttir gerir upp bóka- árið 2018 sem var verulega gott. Mikil fjölbreytni var ríkjandi. Skáldsaga ársins er Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fríða Ísberg hlýtur að teljast ein af stjörnum ársins en smá- sagnasafn hennar Kláði fékk afar góða dóma. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is þess, en allt er þar svo vel gert að þeir eldri hljóta að tengja við sögu- efnin. Ljóðskáld og ævisögur Ljóðaunnendur mega vel við una því hver góð ljóðabókin rak aðra. Gerður Kristný hefur margsýnt hversu gott ljóðskáld hún er og nýj- asta ljóðabók hennar Sálumessa er áhrifamikill bálkur um skelfilegar afleiðingar kynferðisofbeldis. Bubbi Morthens var á svipuðum slóðum í góðri ljóðabók, Rof. Linda Vil- hjálms- dóttir sendi frá sér hið kraftmikla Smáa letur, Steinunn Sig- urðardóttir Að ljóði munt þú verða og Þórarinn Eldjárn Vammfirringu þar sem mikil fjölbreytni ræður ríkjum. Það eru ætíð tíðindi þegar Hannes Pétursson sendir frá sér ljóðabók og ný bók hans Haustauga geymir vönduð og minnisstæð ljóð, ekki síst um látna samferðamenn. Matthías Johannessen sendi frá sér ágæta ljóðabók, Enn logar jökull. Meðal ljóðasafna ársins má nefna stórskemmtilegt ljóðasafn Dags Sigurðarsonar og ljóðasafn Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og bók sem geymir úrval ljóða Sigurðar Páls- sonar. Söfn sem sannir ljóðaunn- endur geta varla verið án vilji þeir standa undir nafni. Ólafur Gunnarsson sendi frá sér hina bráðskemmtilegu bók Lista- mannalaun, með harmrænum undirtón, þar sem hann sagði frá kynnum sínum af gallagripunum Alfreð Flóka, Degi Sigurðarsyni og Steinari Sigurjónssyni. Ragnar Helgi Ólafsson fjallaði um föður sinn og bækur í áhugaverðu verki, Bókasafn föður míns. Ásdís Halla Bragadóttir hélt áfram að segja sögu fjölskyldu sinnar í Hornauga og þar var að finna óvæntar uppljóstranir sem vöktu greinilega áhuga lesenda því bókin seldist vel. Barnabækur heilla Barna- og unglingabókahöfundar landsins draga hvergi af sér við að halda yngri kynslóðum að bókum. Einn sá eljusamasti er Ævar Þór Benediktsson sem sigraði ungdóm- inn með bók sinni Þitt eigið tíma- ferðalag sem varð ein af söluhæstu bókum ársins. Systkinin Þórarinn og Sigrún Eldjárn lögðu saman í Ljóðpundara sem eins og fyrri barnaljóðabækur þeirra er merki- legt og þarft innlegg í barnabóka- flóruna. Sigrún sendi einnig frá sér eina af sínum bestu barnabókum, Silfurlykilinn, um framtíð þar sem svo margt sem nú er talið sjálfsagt er ekki lengur til. Gunnar Helgason og Kristín Helga Gunnarsdóttir héldu áfram að gleðja fjölmarga lesendur sína. Meðal spennandi ungmenna- bóka ber að nefna Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur, Rotturnar eftir Ragn- heiði Eyjólfsdóttur og Stormsker eftir Birki Blæ. Bestu barna- og ungmenna- bækurnar eru ekki bara fyrir yngri kynslóðir heldur alla aldurshópa. Múmínálfabækur Tove Jansson eru dæmi um það en þrjár þeirra komu út í íslenskri þýðingu í stór- bók. Múmínálfarnir hafa haft áhrif á kynslóðir bókaunnenda og hver ný kynslóð umfaðmar þá með gleði. Einnig verður að geta bókar Phi- lips Pullman, Villimærin fagra, sem markaðssett er fyrir ungmenni en mun gleðja alla aldurshópa, gríðar- lega spennandi og full af eftirminni- legum persónum, bæði góðmenn- um og illmennum. Dickens á íslensku Loks kom svo að því að eitt af stórvirkjum Dickens var þýtt á íslensku, Saga tveggja borga. Enginn skáldsagnahöfundur hefur skapað jafn margar eftir- minnilegar persónur og Dickens. Hann er einstaklega kraftmikill höfundur og það er sönn unun að lesa verk hans. Fréttir bárust svo nýlega af því að von væri á öðru meistaraverki hans á íslensku, en þar er um að ræða Glæstar vonir. Verk annars stórkostlegs rithöf- undar, Fjodors Dostojevskí, kom út, Hinir smánuðu og svívirtu. Ekki má svo gleyma Evgeníu Grandet eftir Balzac. Allt sundrast eftir Chinua Achebe er enn eitt meistaraverkið sem kom út í íslenskri þýðingu á árinu. Hin sígilda Kapítóla í endur- skoðaðri þýðingu var endurútgefin við hrifningu íslenskra lesenda. Fjölmargar erlendar glæpasögur komu út og sú besta er Hinn grunaði hr. X eftir Japanann Keigo Hiashino, sannarlega öðruvísi glæpasaga. Grein hins eina sanna Benedikts Gröndal um Reykjavík um aldamót- in 1900 kom út í fallegri og afar eigu- legri bók, stórskemmtilegur texti þar á ferð. Ekki er svo hægt að ljúka yfirferð um bókaárið 2018 án þess að geta stórvirkisins Flóra Íslands, sem er í alla staði stórglæsilegt verk. 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 3 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E C -A C 0 4 2 1 E C -A A C 8 2 1 E C -A 9 8 C 2 1 E C -A 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.