Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 26
26 Ljósmæðrablaðið - desember 2010 Fyrsta ráðstefna Kvenna- og barnasviðs Landspítala var haldin 8. október á Hótel Nordica undir yfirskriftinni „Fjölskyldan og barnið“. Milli 140-150 manns sóttu ráðstefnuna og þótti hún takast í alla staði mjög vel. Guðbjartur Hannesson, ráðherra velferðarmála setti ráðstefnuna og ræddi aðeins um ástandið í þjóðfélaginu á þessum tímum sparnaðar og niðurskurðar og hvaða áhrif það hefur á þá heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita í landinu. Hann talaði einnig um hversu mikilvægt væri að halda ráðstefnur sem þessa þar sem fagfólk getur hist og miðlað þekkingu sinni. Fyrirlestrar voru mjög fjölbreyttir og fóru fram samtímis í þremur fyrir- lestrarsölum. Fyrirlesarar komu frá flestum fagstéttum sviðanna og má þar nefna hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráð- gjafa, barnalækna og fæðinga- og kven- sjúkdómalækna. Ljósmæður létu sitt ekki eftir liggja og áttu verðuga fulltrúa meðal fyrirlesara á þessari ráðstefnu. Kristín Rut Haraldsdóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fóstur- greiningar Landspítalans fjallaði um þróun fósturskimunnar á Íslandi, Birna Gerður Jónsdóttir ljósmóðir á fæðingadeild Land- spítalans fjallaði um viðhorf erlendra kvenna til barneignarþjónustu á Íslandi, Valgerður Lísa Sigurðardóttir ljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningar Land- spítalans talaði um meðgönguvernd kvenna með vímuefnavandamál og Margrét I. Hallgrímsson yfirljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningar Land- spítalans sagði frá starfsemi deildarinnar og flæði þjónustu í meðgönguvernd kvenna á Landspítala. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands kynnti rannsóknina „Barneign og heilsa“, sem er samstarfsverkefni Land- spítalans, Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landlæknis- embættisins. Tilgangur hennar er að safna grunnupplýsingum um reynslu kvenna af barneignarferlinu meðal íslenskra kvenna. Síðast en ekki síst kynnti Ásrún Ösp Jóns- dóttir ljósmóðurnemi dagbókarverkefni sitt þar sem hún fjallaði um áverka á spöng í fæðingu og hvað rannsóknir segja um leiðir til að koma í veg fyrir slíka áverka eða draga úr þeim. Önnur áhugaverð erindi sem snúa að barneignarþjónustu voru til dæmis upplýsingar úr fæðingaskrá, um tóbaksreykingar á meðgöngu og áhrif þeirra á barnið, um áhrif fæðingarþunglyndis á tengslamyndun móður og barns og um fósturgreiningu. Fjöldi veggspjalda var einnig til sýnis á ráðstefnunni og gafst góður tími til að skoða þau og eins til að spjalla og bera saman bækur sínar þar sem góð hlé voru á milli fyrirlestralota. Ráðstefnugestir létu vel af veitingum og var almenn ánægja með daginn. Stefnt er að því að gera þessa ráðstefnu að árlegum viðburði. Stefanía Guðmundsdóttir Fjölskyldan og barnið Ráðstefna Kvenna- og barnasviðs Landspítala Prúðbúnir ráðstefnugestir. Guðrún Eggertsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir, Rósa Bragadóttir og Margrét Hallgrímsson. Valgerður Lísa Sigurðardóttir flytur erindi.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.