Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 31
31Ljósmæðrablaðið - desember 2010 Norðurlandsdeild félagsins hefur haft það að leiðarljósi að blanda saman skemmtun og fræðslu í starfsemi félagsins undanfarin ár. Í ár hófum við starfsemi vetrarins með því að hittast í yoga hjá Önnu Dóru Hermanns- dóttur yogakennara. En á dagskrá vetrarins er einnig fræðslukvöld á aðventunni sem áætlað er að verði sambland af skemmtun og fróðleik. Aðalfundur félagsins er síðan áætlaður utan Akureyrar næsta vor. Á undanförnum árum hefur dagskráin verið svipuð og verður nú á þessu starfsári því yfirleitt eru þrír skipulagðir dagskrárliðir yfir veturinn. Í fyrra voru viðburðir einnig þrír og þar bar auðvitað hæst aðalfund sem haldinn var á Húsavík í maí. Fundinn sótti alls 21 ljósmóðir frá Norðurlandi. Þær Lilja Skarphéðinsdóttir, Hulda Skúladóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmæður á Húsavík undirbjuggu fundinn sem tókst einstaklega vel. Ljósmæður fóru með rútu frá Akur- eyri en á leiðinni skapaðist mikil stemming þar sem meðal annars var sungið, sagðar skemmtisögur og brandarar. Þegar til Húsavíkur var komið tóku þær Lilja, Hulda og Ólöf Ásta á móti okkur í safnaðar- heimili Húsavíkurkirkju með rausnarlegum veitingum. Að loknum aðalfundi fluttu þær Málfríður Stefanía Þórðardóttir og María Egilsdóttir fræðsluerindi. Þær sögðu okkur frá reynslu sinni af því að vinna sem ljós- mæður í Færeyjum. Sögur frá ljósmæðra- starfi þeirra krydduðu þær með skemmti- legum frásögnum af verslunarferðum í matvörubúðir bæjarins þar sem úrval af matvælum var ákaflega takmarkað. Einnig voru frásagnir þeirra af flughræddri ljós- móður og leiðum hennar til að lifa af flug- ferð til og frá Færeyjum ógleymanlegar og kitluðu hláturtaugar ljósmæðra svo um munaði. Að loknum aðalfundi og fræðslufundi héldu fundargestir á veitingahús í bænum og borðuðu dýrindis máltíð. Þess má geta að eigandi staðarins fagnaði þessum stóra ljós- mæðrahóp innilega þar sem kona hans, sem var komin langt á leið, var einnig að vinna á veitingastaðnum þetta kvöld. Honum varð að orði að þau hjónin væru í öruggum höndum ef fæðinguna bæri brátt að þá væri ekki mikið mál að kalla á hjálp til að taka Fréttir frá Norðurlandsdeild LMFÍ Þrjár af máttarstólpum NLMFÍ, þær Inga Magnúsdóttir, Heba Ásgrímsdóttir og Ása Marinósdóttir. Lilja Skarphéðinsdóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.