Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 14
14 Ljósmæðrablaðið - desember 2010 Útdráttur Rannsóknir benda til að heimilisofbeldi hafi víðtæk og langvinn áhrif á börn. Tilgangur þess hluta rannsóknarinnar „Heimilisof- beldi á meðgöngu frá sjónarhóli kvenna“ sem hér er kynntur var að kanna áhrif heim- ilisofbeldis á börn séð frá sjónarhóli mæðra þeirra. Rannsóknaraðferðin var Vancouver- skólinn í fyrirbærafræði sem hentar vel til að rannsaka slík mannleg fyrirbæri. Tekin voru 15 viðtöl við 12 konur á aldrinum 18-72 ára, meðalaldur þeirra var 37 ½ ár. Niður- stöður lýsa mikilli streitu hjá börnunum. Þau urðu öll vitni að ofbeldinu og ólust upp við aðstæður þar sem þau voru sífellt hrædd, kvíðin og áhyggjufull. Eitt barnið hafði verið greint með kvíða strax í leikskóla og tvö voru greind með athyglisbrest. Sum börnin fóru að sýna andfélagslega hegðun. Eftir skilnað voru mörg barnanna ennþá hrædd við föður sinn og vildu ekki fara til hans um helgar. Flest börnin sýndu þó jákvæðar breytingar til hins betra í kjölfar skilnaðar bæði í líðan heima og í skóla. Slæmar minningar tengdar heimilisofbeld- inu sóttu þó á börnin og þau voru talsvert að spyrja út í sárar minningar. Sum eldri börnin voru reið út í föður sinn og ofbeldi hans og vildu jafnvel skipta um nafn og kenna sig við móður sína. Fagfólk verður að þekkja áhrif heimilisofbeldis á börn og hvaða leiðir eru bestar til að aðstoða konur sem búa við heimilisofbeldi og minnka þannig hættu á langvarandi skaðlegum áhrifum á börn og mæður þeirra. Lykilorð: Börn, meðganga, heimilisofbeldi, makaofbeldi, þolendur heimilisofbeldis, fyrir- bærafræði, viðtöl. Abstract Children: The silent victims of domestic violence – Seen from the perspective of their mothers who have been abused in pregnancy and at other times Research results indicate that domestic violence has widespread and long term effects on children. The purpose of the part of the study „Domestic violence in pregnancy from women‘s perspective,“ which is intro- duced here, was to study domestic violence’s effects on children seen from the perspective of their mothers. The research methodology was the Vancouver School of doing phenom- enology which has proven effective in study- ing human phenomena. Fifteen interviews were conducted with 12 women, aged 18-72 years. Mean age was 37 ½ years. The results show a great deal of stress in the children. They all witnessed the violence and grew up in circumstances where they were constantly frightened, worried and anxious. One of the children had been diagnosed with anxiety already in preschool and two were diagnosed with attention deficit. Some of the children began to show antisocial behaviour. After divorce many of the children were still afraid of their father and did not want to visit him at week-ends. Most of the children showed changes for the better after divorce, feel- ing better both at home and at school. Bad memories attached to the violence haunted them, however, and they asked a lot about memories that still hurt. Some of the older children were still angry at their father and his violence and even wanted to change their name and take their mother’s name as surname. Professionals must know the effects domestic violence has on children and what ways are best to help women who live in domestic violence and thus reduce the danger of long term detrimental influence on the children and their mothers. Keywords: Children, domestic violence, spouse abuse, abuse survivors, phenom- enology, interviews. Inngangur Að búa við heimilisofbeldi getur valdið mikilli streitu hjá barnshafandi konu (Ástþóra Kristinsdóttir og Sigríður Hall- dórsdóttir, 2010). Undanfarin ár hafa áhrif streitu hjá móður á barn sem hún gengur með mikið verið rannsökuð. Talge, Neal og Glover (2007) sýndu fram á samband milli hás gildis streituhormónsins cort- Börnin: Hin hljóðu fórnarlömb heimilisofbeldis Séð frá sjónarhóli mæðra þeirra sem hafa búið við heimilis- ofbeldi á meðgöngu og endranær Sigríður Halldórsdóttir Prófessor við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri Ástþóra Kristinsdóttir Ljósmóðir og hjúkrunarstjóri, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. R I T R Ý N D G R E I N Önnur grein af þremur um reynslu kvenna af ofbeldi á meðgöngu og endranær. Í þessari grein er fjallað um áhrif ofbeldisins á börnin. Í síðustu greininni verður fjallað um ofbeldismennina.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.