Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 3
STJARNAN 3 eð hann var trauður til þess, hófu þeir mál á móti honum, mættu fyrir vérald- legum dómstóli og var málið sótt af svo miklu kappi á báðar hliðar að einn for- inginn datt steindauður i salnum. Var hinn sjötíu og tveggja ára gamli yfir- foringi, Bramwell Booth, settur úr em- bætti og dó hann skömmu seinna, og var hr. Higgins kosinn í stað hans. Von- andi fara nú peningakóngar Bandaríkj- anna að styrkja hjálpræðisherinn aftur,- Kringum hnöttinn í loftinu. Tíu ár voru liðin frá því að Bretar sendu hið mikla loftfar “R-34” út í hina fyrstu flugferð yfir Atlantshafið, þang- að til að hið tígulega þýska loftfar “Graf Zeppelin” undir stjórn dr. Eckeners sigldi í loftinu kring um hnöttinn á þremur vikum. Þegar hinn mikli spanski sæfari, Mag- ellan, sigldi kring um hnöttinn í fyrsta sinn í sögu þessa heims árið 1522, var hann tvö ár ellefu mánuði og nítján daga í þeirri ferð. . Þegar Cavendish árið 1588 —66 árurn seinna — gjörði næstu ferð kring um hnöttinn, var hann í burtu tvö ár einn mánuð og nítján daga. Frá þeirn tíma hafa ferðirnar orSið styttri, þangað til að vér, sem nú erum komnir til ára. lásum á æskudögum vorum um ímynd- unarferð hins franska rithöfundar, Jules Verne, um ferð kring um hnöttinn á 80 dögurn. Menn hafa á þessu liðna ári farið hnöttinn í kring með fjórurn sinn- um meiri hraða, en hinn frakkneski draumóramaður þorði aS láta korna sér til hugar, til þess að gjöra sig ekki að athlægi heimsins. Hvers vegna er svo mikill hraði á öllu ? Ritningin ein getur svarað þeirri spurn- ingu. Frá upphafi þessa heims og þang- að til um miðja síðastliðna öld ferSuðust menn á sjó og landi á einn og sama hátt. Engar breytingar áttu sér stað. En alt í einu fóru gufuskipin að hraða sér yfir reginhöfin og eimlestirnar yfir heims- álfurnar. Með byrjiin þessarar aldar fóru loftförin að sveima uppi yfir höfð- um vorum og bifreiSarnar að þjóta eftir brautunum. Allar uppfyndingar komu til þess að hið eilífa fagnaðarerindi Krists geti farið með hraða til allra þjóða heimsins í þessari kynslóð. fDan. 12:4; Matt. 24:14; Róm. 9:28; Opinb. 14:6-12,). Hinn siðasti viðvörunarboSskapur geng- ur nú til heimsins og að honurn loknum rnunu hinar sjö seinustu plágur dynja yfir jörðina (Opinb. 16. kap.J og Sonur Guðs koma í skýjum himinsins með mætti og mikilli dýrð, til að sækja sitt biðandi fólk. “Ver viðbúinn aS mæta Guði þín- um, Ísrael.” Amos. 4:12. Friðartilraunir. Þetta liðna ár hafa miklir og vitrir stjórnmálamenn gjört eina tilraun enn, til að minka herútbúnað stórveklanna. Eng- inn efast um að menn, sem Ramsay Mac- Donald og Herbert Hoover eru hrein- skilnir, meina það, sem þeir segja, og segja það sem þeir meina. Allur heimur- inn dáðist að Rarnsay MacDonald þegar hann síSastliðinn október mánuð lagði af stað frá Englandi til Bandaríkjanna, til þess að ráðfæra sig við forsetann um hvernig mætti koma sér saman um að minka herskipaflota stórveldanna til muna. Ramsay MacDonald hefir lengi séð og skilið að sá stjórnmálamaðúr, sem væri fær um að stofna til vináttu og samvinnu milli Englands og Bandaríkj- anna, myndi vinna hylli ])jóSar sinnar. Þegar hann svo uppgötvaði að forseti Bandaríkjanna ól i brjósti sér friðar- hugsanir, þá var forsætisráðherra Breta ekki seinn um að nota tækifærið, til að byrja þar sem báðir voru sammála. Önn- ur friðarráðstefna verður nú lialdin, en á meðan hertýgja þjóðirnar sig af kappi í loftinu, á jörðinni, á sjónuim og undir sjónum. Hræðilegri og hræðilegri verða drápsvélarnar, eitruðu gastegundirnar, banvænu rafmagnsstraumarnir, fljótandi eldarnir og einhvern tima áður en langt um liSur ætla stríðsvargarnir að fara að

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.