Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.01.1930, Blaðsíða 5
STJARNAN 5 herradæmið yfir írak, konungsríki Ai'aba i Mesópótamíu, og mælir það ríki á móti gjöröum Breta og GyÖinga í Pálestínu, og einnig á móti þvi aÖ Bretar skyldu hafa svo mikið herlið í írak. Það hejmt- ar fult sjálfstæði og vill verða meðlimur þjóSabandsins eins og hin ríkin. Ibn Saud, sem stjórnar Aröbum í Arabiu, umber breska yfirherradæmið, vegna þess að honum er veittur afar mikill styrkur úr ríkissjóð Breta, til þess að varðveita friðinn á þvi sviði hins breska rikis. Alt þetta Iber ljósan vott um að fyrir- tæki Zíonista og Breta—að veita Gyð- ingum Palestínu fyrir þjóðarheimili— er að fara út um þúfur. Árið 1926 fóru 13,000 Gyðinga til Palestínu, árið 1927 fóru þangað aðeins 2,713 og árið 1928 ekki fleiri en 2,178. Þannig hefir Gyð- ingastraumurinn smám saman rénað, þangað til að hann er nú svo að segja uppþornaður. En ekki auglýsa Zíonistar hversu margir Gyðingar árlega yfirgefa Palestínu. Og eftir allar þær blóðsút- hellingar, sem áttu sér stað bæði í Jerú- salem og öðrum borgum og bæjum liðna árið, hafa mörg þúsund Gyðinga yfir- gefið landið helga, eftir að hafa horft upp á, að mörg hundruð landar þeirra voru myrtir með köldu blóði, svo að ekki munu þeir auglýsa Palestínu sem landið, er fljóti í mjólk og hunangi, þar sem hver maður geti setið undir sínu fíkju- tréi. Á allsherjar ráðstefnu Zíonista, sem haldin var í Zurich á Svisslandi, kom það greinilega í ljós, aS allur þorri þeirra 2,500 Gyðinga, sem sátu það þing, var efablandinn um að það myndi nokkurn tíma hepnast að eignast landið forna aft- ur. Ef þeir aðeins hefðu trúað fyrir- sögnum Ritningarinnar myndu þeir fljótt hafa komist að raun um, að Gyðingarnir munu aldrei geta endurreist hið forna ríki. Esekíel spámaður sagði við hinn sið- asta konung Gyðiriga: ‘En þú, dauða- dæmdi guðleysingi, höfðingi ísraels, hvers dagur er kominn, þá er tími enda- sektarinnar rennur upp. Svo segir Iierr- ann Drottinn: Burt með höfuðdjásnið, niður með kórónuna! Þetta skal elcki lengur vera svo. Upp með hið lága, niður með hið háa! Að rústum, rústum, rústum vil eg gjöra hana; þetta ríki skal ekki heldur vera til, unz sá kemur, sem hefir réttinn og eg gef það.” Esek. 21: 25-27. Jesús er sá eini, sem hefir réttinn til ríkisins, og ekki mun hann setjast í dýrð- arhásæti sitt fyr en hann kemur aftur og allir englar himinsins eru í för með hon- um. Matt. 25:31. Og þangað til mun ekkert Gyðingaríki vera til samkvæmt ofannefndum spádómi. Þegar Daníel spámaður fyrirsagði eyðilegging Jerúsalemsborgar, sem átti sér stað árið 70 eftir Kr., þá bætti hann við: ‘‘Alt til enda mun ófriður haldast viS og sú eyðing, sem fastráðin er.” Dan. 9:2Ó. Sá spádómur hefir bókstaflega ræzt, því að niður gegn um aldaraðirnar hefir ófriðurinn haldist við í og um Jerúsalem og Daníel staðhæfir að hann muni haldast við alt til enda. Amos spámaður kunngjörir oss að rík- iS muni afmáð verða af jörðinni, en ekki þjóðin, því að margir Gyðingar munu veita Kristi viðtöku sem persónulegum Frelsara. Eru orð spámannsins á þessa leið: “Sjá auga Herrans Drottins hvílir á þessu glæpafulla konungsríki. Eg skal afmá það af jörðinni,—og þó vil eg ekki með öllu afmá Jakobs niðja, segir Drott- inn.” Amos. 9:8. Jesús segir sjálfur: “Jerúsalem mun verSa fótum troðin af heiðingjum, þang- að til tímar heiðingjanna eru liðnir.” Eúk. 21 .-24. Tímar heiðingjanna eru ekki liðnir fyr en náðartími mannkynsins er á enda og þá munu plágurnar falla og Kristur koma aftur. Svo ríki Gyðinganna mun aldrei verða endurreist á jörðunni. Maðurinn

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.